Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN EKVADOR, suður- amerísk menning- arhátíð sem haldin verður í Kópavogi nú í október, er meira en kynning á listum og menningu hitabelt- isþjóðar við miðbaug, þótt hún standi fylli- lega undir sér sem slík. Erlendum menning- arhátíðum, sem eru orðnar árviss við- burður í Kópavogi, er jafnframt ætlað að efla frekari samskipti Íslendinga við aðrar þjóðir. Þessum þætti menningarhátíðar í Kópavogi hefur verið gefinn sífellt meiri gaumur eftir því sem hún er haldin oftar enda styður atvinnu- lífið myndarlega við hana. Áður hefur verið haldin spænsk, rúss- nesk, kanadísk og kínversk menn- ingarhátíð í Kópavogi og þær hafa allar vakið verðskuldaða athygli. Forseti Íslands sagði við setningu kínverskrar menningarhátíðar í fyrra að árangur Kópavogs væri einstæður í menningarsögu Ís- lendinga. Við reynum að standa undir væntingum og færa landsmönnum yfirlit um heimslist, þjóðararf og náttúru fjarlægra þjóða um leið og við treystum vináttuböndin við þær og greiðum götu verslunar og viðskipta. Í því sambandi er mér mikið ánægjuefni að geta greint frá því að Alecksey Mosquera, orkumálaráðherra Ekvador, kem- ur hingað til lands í tilefni af menningarhátíðinni og hittir ís- lenska ráðamenn. Á ferð minni um Ekvador síð- astliðið vor sagði varaforseti landsins við mig að Ekvadorar hefðu ekki síður áhuga á Íslandi og ís- lenskri þjóð en við á þeim. Stjórnvöld í Ekvador hafa hug á að virkja jarðhita sem gnótt er af í landinu og vilja í því skyni fræðast af Íslend- ingum. Sömuleiðis vilja þau kynna sér uppbyggingu ferða- þjónustunnar sem hefur vaxið hratt hér á landi á und- anförnum árum. Varaforsetinn taldi að margt mætti læra af Íslendingum á sviði orkunýtingar, menn- ingar, jarðhita og fiskvinnslu og var því mjög áhugasamur um menningarhátíð sem sýndi brot af því besta frá Ekvador, allt frá skrautsýningum dans- flokka og myndlistar eins fræg- asta listmálara Suður-Ameríku til einstæðra fornmuna og fágætra náttúrugripa. Stofnað var til stjórnmálasambands Íslendinga og Ekvadora árið 2003. Menning- arhátíðin í Kópavogi fellur saman við fimm ára afmæli þess gern- ings. Ef til vill geta upplýsingar um viðskipti Íslands og Ekvadors orðið til þess að glæða áhuga ein- hverra sem vilja kanna ókunn lönd á því að taka upp viðskipti milli landanna. Verðmæti innflutnings til Íslands frá Ekvador árið 2007 nam 72,5 milljónum króna. Út- flutningur frá Íslandi til Ekvador sama ár nam 19,9 milljónum króna. Ég er ekki í vafa um að þarna leynast víða góð við- skiptatækifæri. Sóknarfæri í við- skiptum við Ekvador Gunnar I. Birgisson segir frá menning- arhátíð í Kópavogi » Stjórnvöld í Ekvador hafa hug á að virkja jarðhita sem gnótt er af í landinu og vilja í því skyni fræð- ast af Íslend- ingum. Gunnar I. Birgisson Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi. Á MORGUN, laug- ardaginn 4. október, leitar Rauði kross Ís- lands eftir liðsinni allra landsmanna við landssöfnunina Göng- um til góðs. Þetta er í fimmta sinn sem Rauði krossinn stend- ur fyrir söfnun undir þessum formerkjum þar sem sjálf- boðaliðar ganga í öll hús á landinu og bjóða heimilisfólki að leggja mikilvægu málefni lið. Söfnunin er umfangsmesta fjáröflun Rauða krossins og fer fram annað hvert ár. Tak- markið er að gefa öll- um Íslendingum kost á að taka þátt, ann- aðhvort með því að ganga með bauk í hús eða með því að gefa. Göngum til góðs er frábrugðin öðrum fjársöfnunum Rauða krossins þar sem ekki er einungis leitað eftir fjárstuðningi heldur gefst fólki tækifæri til að gerast sjálfboðaliðar eina dagsstund og sýna þannig sam- stöðu í verki með verðugu málefni. Það takmark náðist árið 2006 þegar safnað var fyrir börn í sunnanverðri Afríku sem eiga um sárt að binda vegna al- næmis, og vonumst við til að gera slíkt hið sama nú á laugardag- inn. Framlag hvers og eins er dýrmætt. Það er staðreynd að fjölskyldur hafa sundr- ast vegna stríðsátaka í Kongó. Að þessu sinni mun allt fjármagn sem safnast renna til að sameina þessar fjöl- skyldur. Í Kongó er um 1,3 milljónir manns á flótta innan eigin landamæra eftir borg- arastyrjöld sem geisaði 1998-2003, og átök sem enn eiga sér stað í norðurhluta landsins. Þúsundir barna hafa orðið viðskila við fjöl- skyldur sínar í þessum átökum. Á síðasta ári voru hátt í 500 börn sameinuð fjölskyldum sínum fyrir tilstuðlan Rauða krossins og það sem af er þessu ári hafa um 200 börn fund- ið ættingja sína og ástvini í gegnum leitarþjónustuverkefni Rauða krossins í Kongó. Við hvetjum Íslendinga til að taka vel á móti sjálfboðaliðum og leggja Rauða krossinum lið. Tökum á og sam- einum fjölskyldur Anna Stefánsdóttir óskar eftir fram- lagi Íslendinga í landssöfnunina Göngum til góðs Anna Stefánsdóttir »Rauði kross- inn leitar til allra lands- manna að taka þátt í Göngum til góðs á laug- ardag með því að ganga með bauk í hús eða með því að gefa. Höfundur er formaður Rauða kross Íslands JÓHANNES Kári Kristinsson, einn eig- enda læknastöðv- arinnar Sjónlags, skrif- aði mér opið bréf í Morgunblaðið. Jóhann- es er ekki bara eigandi fyrirtækisins, hann er einnig starfsmaður og sinnir augnlækningum enda titlar hann sig augnlækni undir greininni. Vandinn í samræðum við menn á borð við Jóhannes Kára er að erfitt getur verið að greina hvort maður á í orðræðu við lækni eða bisnissmann á hvítum sloppi; þar í ofanálag með pólitíska stefnuskrá. Jóhannes á sjálfur í slíkum vanda ella hefðu skírskotanir til Stalíns heitins varla dúkkað upp í grein um augnlækningar nútímans. Gagnrýni mín á markaðsvæðingu breska heilbrigðiskerfisins er af- greidd á þessa lund: Þú (þ.e. ég) „gleymir að nefna að aukinn einka- rekstur á NHS kerfinu í Bretlandi er runninn undan rifjum þíns eigin systurflokks í Bretlandi, Verka- mannaflokksins, undir stjórn Tony Blair.“ Af þessu tilefni vil ég segja að mig gildir einu hvað stjórnmálaflokkur heitir, aðeins hitt hvernig hann framkvæmir. Á kostnað skattborgara Nýlega breyttu hægrimenn í stjórnmálum um kúrs varðandi fjár- mögnun heilbrigðisþjónustunnar. Í stað þess að leggja áherslu á aukin notendagjöld, var nú sagt að heil- brigðisþjónustuna ætti að fjármagna með sköttum. (Að vísu hafa efndir ekki fylgt orðum því bein gjaldtaka hefur aukist!) Á þessu er hamrað og sagt að deilan snúist ekki um einka- væðingu heldur einkarekstur. Undir þetta tekur Jóhannes Kári; skilur ekkert í gagnrýninni því skattborg- arinn borgi brúsann, af hverju ættu sjúklingar eiginlega að hafa áhyggj- ur? Jóhannes Kári er ekki einn um þessi sjónarmið. Hvaða fyrirtæki skyldi fúlsa við því að hafa allt sitt á þurru með greiðslum úr ríkissjóði! Ég er ekki andvígur því að einkaaðilar reki spítala og læknastofur. En þegar þeir ætlast til þess að við skattgreið- endur borgum rekst- urinn þá mega þeir vita að við viljum hafa á honum skoðun, hvað snertir aðgengi, gæði, kostnað og kjör og rétt- indi starfsfólks ekki bara lækna heldur líka ræstingafólks. Hér blasa staðreynd- irnar við. Einkareksturinn hefur reynst dýrari, réttindi starfsfólks hafa iðulega verið rýrð og reynslan erlendis sýnir að einkarekstrinum fylgir félagsleg mismunun. Stutt í einkaspítalann Ég er því ekki andvígur að til- teknar aðgerðir séu framkvæmdar „útí bæ“ á einkastofum. Þegar hins vegar einkareknu stofurnar fara að slá sig saman þá er stutt yfir í einka- rekinn spítala. Þegar tilteknar bækl- unaraðgerðir, svo dæmi sé tekið, verða síðan boðnar út þá er líklegt að þær hafni einmitt hjá hinum einkarekna spítala. Ríkisspítalinn á þá erfiðara um vik því hans bækl- unardeild situr uppi með erfiðari við- fangsefni og meiri kostnað. Er slíkt hagkvæmt fyrir almannaþjón- ustuna? Kannski í fyrstu. Síðan kemur einokunin. Það gerðist til dæmis með tæknifrjóvgunina. Hún var sett út fyrir „hina dýru spít- alaveggi“ svo orðalag Jóhannesar Kára sé notað, og hafnaði í einokandi höndum á þessu sviði. Síðan hefur fyrirtækið sett nýjar álögur á þá sem leita eftir þjónustu. Í krafti ein- okunar er skattlagningavaldið komið í þeirra hendur, nema nú er um að ræða einstaklingsbundinn sjúklinga- skatt. Óverðskuldaðar þakkir Í sumum tilvikum hefur fjármagn til tiltekinna þátta verið aukið með því skilyrði að þeir yrðu útvistaðir. Dæmi um þetta eru augnsteina- aðgerðirnar sem Jóhannes Kári starfar við. Landspítalinn fékk ekki það fjármagn sem Jóhannes Kári og félagar hjá Sjónlagi fengu aðgang að. Þeir þakka hins vegar sjálfum sér og einkavæðingunni aukin afköst en ekki fjármagninu sem streymir til þeirra úr vösum okkar skattgreið- enda! Þá verður Jóhannes Kári að horf- ast í augu við að útboðsstefnan hefur ekki leitt til þess að ódýrustu val- kostirnir hafi verið teknir. Þvert á móti hefur tilkostnaðurinn iðulega aukist. Hvers vegna? Samkvæmt Ríkisendurskoðun er ástæðan sú að fjárfestar þurfi sinn arð. Við höfum mörg dæmi þess að einkarekstri fylgi aukinn tilkostnaður og síðan fá- keppni eða einokun sem vinnur gegn mun eftirsóknarverðari blöndu af fjölbreytni og hagkvæmni. Jóhannes Kári vill þakka einka- rekstri framfarir í augnaðgerðum sem öðru: „Svokallaðar auga- steinsaðgerðir kröfðust þriggja daga innlagnar á árunum í kringum 1990. Aðgerðirnar sjálfar tóku uppundir klukkutíma og voru afar vandasam- ar. Nú tekur aðgerðin aðeins tíu mínútur og sjúklingur getur farið heim strax að henni lokinni.“ Hver skyldi nú vera ástæðan fyrir þessum framförum? Ætli það séu ekki tækniframfarir fyrst og fremst? Fjölbreytni í stað fákeppni Jafnvel þótt ýmsar aðgerðir geti átt heima utan veggja sjúkrahúsa er engu að síður nauðsynlegt að kalla hlutina réttum nöfnum. Stytting á listum sem þeir Sjónlagsmenn státa af er vegna þess að þeir fengu fjár- magn sem Landspítalanum var meinað um. Hitt er líka staðreynd að með tilkomu einkarekinna sjúkra- húsa, sem rekin eru í arðsemisskyni, erum við ekki að stefna inn í hag- kvæmara, skilvirkara og fjölbreytt- ara umhverfi heldur einsleitara fá- keppnisumhverfi sem reynslan kennir að leiki skattborgarann grátt og sé ávísun á mismunun og mis- rétti. Bisnessmenn á hvítum sloppum Ögmundur Jón- asson svarar grein Jóhannesar Kára Kristjánssonar »Hvaða fyrirtæki skyldi fúlsa við því að hafa allt sitt á þurru með greiðslum úr rík- issjóði! Ögmundur Jónasson Höfundur er alþingismaður og formaður BSRB. UNDANFARIN ár hafa ákvarðanir stjórnar landsins ver- ið meira og minna teknar til handa fá- mennum f(j)ársjúkum mönnum en ekki með hagsmuni okkar al- mennings í huga. Ég hef oft og lengi velt því fyrir mér, hvort það sem að er á Íslandi, sé að stjórnvöld í landinu séu alger- lega óttalaus gagnvart almenningi. Að stjórnin sem hefur verið við völd undanfarin ár beri ekki snefil af virðingu fyrir kjósendum sínum. Allt bendir til þess að svo sé því allar vaxta- og fjárhagsákvarðanir, sem teknar hafa verið, hafa orðið til þess að bankarnir græða meira og stjórnendur þeirra maka krók- inn. Allt sem gert hefur verið hef- ur orðið til þess að farið er dýpra í vasa almennings. Haldið þið, gott fólk, að millj- arðurinn sem Bjarni Ármannsson, Glitnisforkólfur til margra ára, flutti með sér til Noregs, hafi vax- ið á trjánum eða innan um rótar- grænmetið, úti í garði hjá honum? Nei það er ekki svo, við erum að borga hann í formi okurvaxta og verðtryggingar. Haldið þið að gengishagnaðurinn sem menn eru að stinga í vasana þessa dagana komi úr morgunkornspakk- anum á sliguðu mat- borði bankanna og þeirra sem leika sér að því að taka skort- stöðu í krónuræflinum okkar? Nei, kæru landar, við erum að borga hann með him- inháum afborgunum af erlendu lánunum okkar. Á þessum einka- vinastuðningi stjórnvalda þarf að verða breyting og það strax. Öll sú heilaþvottastarfsemi sem átt hefur sér stað undanfarin ár, að mark- aðurinn verði að fá að ráða geng- inu, Davíð verði að ráða vöxtunum og verðbólga og verðtrygging sé einhvert óviðráðanlegt skrímsli sem enginn hefur stjórn á, verður að hætta, núna. Við verðum að hætta að hlusta á þessa þvælu, vegna þess að annars förum við öll á hausinn og herrarnir trítla með sjóðina, sem þeir eru búnir og eiga eftir að stela af okkur, til Noregs á eftir Bjarna. Við verðum að segja „hingað en ekki lengra“. Ég er sannfærður um að eina sem þessar skepnur skilja er að við hættum að borga af lánunum okkar. Öll með tölu. Hvert eitt og einasta okkar. Núna. Við verðum að draga stjórnvöld að samninga- borðinu þar sem hlustað verður á okkar kröfur vegna þess að þegar innkoman á Íslandi stoppar þá hlýtur þeim að bregða. Krafan er, niður með vextina, núna, og ekkert væl meira um að það sé ekki hægt, þessir háu vextir hafa hvort sem er engin áhrif á verðbólguna. Verðbólgan á Íslandi er eingöngu gengisfallinu að kenna. Og geng- isfallið stórkaupum bankanna á er- lendri mynt að kenna. Krafan er: burt með verðtrygginguna sem ekkert er nema faldir aukavextir handa bönkunum sem fjármagna sig erlendis og borga þar sjálfir enga verðtryggingu. Krafan er: binding krónunnar við annan sterkari gjaldmiðil, svo við hætt- um að blæða fyrir gengishagnað samviskulausra gróðafíkla. Hvergi annars staðar í heiminum, við jafn góðar aðstæður og við búum við, fara stjórnvöld eins illa með kjós- endur sína, fólkið sitt, í einhverju barnalegu gróða- og valdatafli, og komast upp með það. Hættum að borga, núna! Hættum að borga, núna! Magnús Vignir Árnason hvetur al- menning til að mót- mæla efnahags- málum »Hvergi annars stað- ar, við jafn góðar að- stæður og við búum við, fara stjórnvöld eins illa með kjósendur sína, í einhverju barnalegu gróða- og valdatafli. Magnús Vignir Árnason Höfundur er bifreiðasali.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.