Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is ÍSLENSKA sjávarútvegssýningin í Kópavogi var sett í gærmorgun í skugga mikilla efnahagsþrenginga. Einar K. Guðfinnsson sjávar- útvegsráðherra gerði ástandið að umtalsefni í setningarræðu sinni. Hann sagði að ríkisstjórnin væri ákveðin í því að vinna einbeitt að lausn þeirra mála. Þá ræddi ráðherrann um mikil- vægi íslensk sjávarútvegs. „Það er áhugavert að nú er svo að sjá sem æ fleiri geri sér betur grein fyrir hlutverki atvinnugreina eins og sjávarútvegs. Ekki síst þegar nýir erfiðleikar steðja að. Það þarf ekki að orðlengja það að hlutverk sjávarútvegsins getur orðið enn veigameira en áður og það sjáum við af umræðunni sem á sér einmitt stað þessa dagana. Þetta á klárlega við á Íslandi en getur einnig skipt máli annars staðar þar sem sjávar- útvegur hefur kannski ekki skipt jafnmiklu máli. Þetta þýðir hins vegar að við verðum að gefa sjáv- arútvgeginum svigrúm til hagræð- ingar, við verðum að nýta okkur nýjustu tækni, eins og þá sem við sjáum hér á sjávarútvegssýning- unni, í því skyni að auka arðsemi og skapa meiri verðmæti úr sjáv- arauðlindinni og skapa sjávar- útveginum færi á því að vera í enn ríkari mæli hornsteinn í efnahags- lífinu,“ sagði Einar K. Guðfinnsson í ræðu sinni. Nýrri gagnaveitu um sjávar- útveg hleypt af stokkunum Hann upplýsti jafnframt að á sýningunni myndi ráðuneyti hans hleypa af stokkunum endurbættri íslenskri gagnaveitu um sjávar- útveg á vefslóðinni fisheries.is. Þar geti að líta upplýsingar um vist- kerfi og náttúru hafsins við Ísland, sjálfbæra nýtingu auðlinda þess, efnainnihald og heilnæmi sjáv- arfangs. Í dag er ætlunin að kynna á sýn- ingunni eitt viðamesta verkefni ís- lensks sjávarútvegs um þessar mundir en það er umhverfismerki íslenskra sjávarafurða. Strax við opnun sýningarinnar í Smáranum og Fífunni var mikill mannfjöldi mættur og fjölmargir gestir í flestum sýningarbásum. Að þessu sinni taka 500 fyrirtæki þátt í sýningunni frá 33 löndum og er þátttakan erlendis frá meiri en nokkru sinni áður. Starfsmenn sýningarinnar og sýnenda skipta hundruðum. Búist er við allt að 15 þúsund gestum á sýninguna. Fjölmargir erlendir gestir sækja sýninguna að þessu sinni og í fyrsta sinn er boðið á sýninguna lykil- mönnum, sem fara með ákvörð- unarvald varðandi innkaup hjá sjáv- arútvegsfyrirtækjum víða um heim. Einar K. Guðfinnsson sjávar- útvegsráðherra gat þess í ræðu sinni að sjávarútvegssýningin væri stór viðburður á Íslandi, enda væri „sjávarútvegurinn burðarás efna- hagslífs okkar og landsmenn því áhugasamir um það sem gerist á vettvangi þessa atvinnuvegar.“ Ein- ar sagði að það vekti furðu margra sýnenda að hitta fyrir Íslendinga í þúsundavís, alls staðar af landinu, sem komi til þess að kynna sér það sem efst væri á baugi, jafnvel þó þeir vinni alls ekkert að neinu, sem tengist sjávarútveginum. Íslenska sjávarútvegssýningin var fyrst haldin árið 1984. Síðan hefur verið reglulegt sýn- ingarhald, fyrstu árin í Laugardals- höll, en síðan 1999 hefur sýningin verið haldin í Kópavogi. Sýningin verður opin í dag, föstu- dag, frá klukkan 10 til 18 og á morgun, laugardag, frá klukkan 10 til 16. Aðgangseyrir er 2500 krónur. Sjávarútvegsráðherra segir hlutverk íslensks sjávarútvegs geta orðið enn veigameira en áður Sýning opnuð í skugga efnahagsþrenginga Morgunblaðið/Kristinn Bang Sjávarútvegsráðherra opnaði sýninguna formlega með byssuskoti. Gestir Við opnun sýningarinnar voru fjölmargir mættir á svæðið. KRISTJÁN L. Möller samgöngu- ráðherra opnaði formlega lang- drægt 3G-net Símans á sýningunni í gær. Kristján hringdi í Sverri Gunnlaugsson, skipstjóra á Gull- berginu VE, og áttu þeir notalegt kunningjaspjall, enda báðir frá Siglufirði. Í myndsímanum mátti sjá Sverri í brúnni, þar sem skipið var statt 15 mílur suður af Vest- mannaeyjum. Netið, sem opnað var í gær, mun gera sjómönnum kleift að nota far- síma sína rétt eins og þeir væru í landi, auk þess að bjóða háhraða nettengingu með 3G-netlykli, að því er fram kom í máli Sævars Freys Þráinssonar, forstjóra Símans. Sævar segir tilkomu nýja símans boða mikla byltingu fyrir sjómenn. Þeir geti verið í stöðugu sambandi við vini og vandamenn í landi í gegnum síma eða myndsíma. Einn- ig geti þeir notað netið og þau þæg- indi sem því fylgja, til að mynda greitt reikninga, hlustað á útvarpið eða lesið fréttir. Að auki verði auð- veldara fyrir skipin að vera í sam- bandi við útvegsfyrirtæki í landi. Því megi segja að einangrun á Ís- landsmiðum heyri sögunni til. Langdræga 3G-netið mun ná yfir öll miðin við Ísland og leysir af hólmi gamla NMT-kerfið, sem not- að hefur verið um langa hríð. Það hefur gagnast vel í gegnum tíðina en er orðið úrelt. Innan NMT- kerfisins þurftu menn að vera á ákveðnum stað á skipinu til að geta hringt en framvegis verður hægt að hringja alls staðar. Fram kom í máli Sævars Freys, að nú væri nýi búnaðurinn kominn um borð í 30 ís- lensk skip. NMT-kerfið verður ekki lagt niður fyrr en 3G-kerfið hefur náð fullri dreifingu í flotanum. Sævar Freyr lagði sérstaka áherslu á það hve mikið öryggi fæl- ist í því fyrir sjófarendur, að tengj- ast nýja 3G-kerfinu. „Gefum okkur sem dæmi að slys verði á sjó. Með myndbandssímtölum eða sendum myndum geta áhafnarmeðlimir komið nánari lýsingu til björg- unarfólks en ella, sem þá geta gert viðeigandi ráðstafanir hvað varðar björgun, búnað og sérfræðiþekk- ingu.“ Morgunblaðið/Kristinn Spjallað Kristján L. Möller ræðir við Sverri skipstjóra á Gullberginu, sem sést á skjánum í bakgrunni, þar sem hann er staddur á miðunum við Eyjar. Sjómenn geta framvegis borgað reikninga á hafi úti Í HNOTSKURN »Langdræga 3G-netið erein af þremur nýjum lausnum Símans hvað varðar samskipti á sjó. »Kerfið mun leysa af hólmiNMT-kerfið, sem er orðið úrelt. Gamla kerfinu verður þó ekki lokað fyrr en allur flotinn er kominn með aðgang að því nýja. »Nýja kerfið er talið byltingí öryggismálum íslenskra sjómanna. UMMÆLI um Þóru Guðmundsdótt- ur, sem oftast er kennd við Atlanta, og birtust í Séð&heyrt í nóvember 2006 voru ómerkt í Hæstarétti í gær. Jafnframt var Eiríkur Jónsson, rit- stjóri ritsins, dæmdur til að greiða Þóru 500.000 krónur í miskabætur. Ummælin ómerktu voru í grein um fasteignaviðskipti Þóru en óum- deilt var í málinu að greinin var rituð af Eiríki Jónssyni. Þau ummæli sem dæmd voru ómerk voru eftirfarandi: „Þóra er blönk.“„Þóra Guðmunds- dóttir í Atlanta hefur látið byggja stærsta einbýlishús í Kópavogi í Asparhvarfi en gallinn er bara sá að hún hefur ekki enn borgað krónu í því.“ „Hann er að bíða eftir 120 millj- ónum frá einni ríkustu konu lands- ins. Sjálfur er hann farinn að halda að Þóra sé blönk.“ „Svanur í Trompverki segist hafa ætlað að afhenda Þóru húsið fyrir ári en ekki gert það þar sem hún hafi ekki enn borgað krónu í því.“ Í niðurstöðu Hæstaréttar kom fram að telja yrði að hluti þeirra um- mæla sem Eiríkur hafði ritað fælu í sér ærumeiðandi móðgun í garð Þóru. Staðfest var niðurstaða hér- aðsdóms um að ummælin væru til þess fallin að sverta ímynd Þóru sem fjárfestis. Með vísan til þess að fram- setning greinarinnar hefði verið til þess fallin að auka sölu blaðsins var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavík- ur um upphæð miskabótanna stað- fest. Eiríkur var jafnframt dæmdur til að greiða henni 350.000 krónur í málskostnað og samtals nemur málskostnaður, sem hann var dæmdur til að greiða, rúmlega 1,3 milljónum króna. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason og Markús Sigurbjörnsson. Lögmaður Þóru var Sveinn Andri Sveinsson hrl. en Kristinn Bjarna- son hrl. flutti málið fyrir Eirík Jóns- son. Ummælin voru ærumeiðandi HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli, sem Árdegi hf., sem rekur Skífuna, höfðaði gegn Samkeppn- iseftirlitinu. Stofnunin komst að þeirri niðurstöðu að Árdegi skyldi greiða 65 milljónir króna í stjórn- valdssekt fyrir brot gegn samkeppn- islögum og hafa bæði héraðsdómur og Hæstiréttur staðfest það. Málið á sér nokkuð langan að- draganda og er ekki það fyrsta sem Skífan hefur höfðað á hendur sam- keppnisyfirvöldum. Í desember árið 2001 var Skífunni, með ákvörðun samkeppnisráðs, gert að greiða 25 milljónir króna í sekt vegna samn- ings sem gerður var við Aðföng ehf. um sölu á geisladiskum í verslunum Baugs. Árdegi gerði tvo samninga við Hagkaup í apríl 2003 og sept- ember 2004 um sölu á tónlist- argeisladiskum, kvikmyndum og tölvuleikjum. Var í samningunum m.a. kveðið á um að hillupláss og vöruúrval Árdegis í verslunum Hag- kaupa skyldi vera í samræmi við markaðshlutdeild hans. Þá skyldu Hagkaup fá stighækkandi afslátt næðu viðskipti félagsins tiltekinni fjárhæð á tilteknum tíma. Samkeppniseftirlitið komst að því árið 2006 að með samningunum hefði félagið brotið gegn samkeppn- islögum. Hlaut Árdegi 65 milljónir króna sekt. Áfrýjunarnefnd sam- keppnismála staðfesti úrskurðinn og einnig héraðsdómur og Hæstiréttur. Langvinn og alvarleg brot Í niðurstöðu héraðsdóms var talið að ákvæði samninganna um fram- stillingu og hlutfall vöruúrvals í af- þreyingarvörum væru til þess fallin að hindra virka samkeppni og að af- sláttarkerfið hefði enn fremur verið til þess fallið að útiloka aðra aðila frá viðskiptum við Hagkaup. Ekki var fallist á það með Árdegi að brotavilja hefði skort af hálfu félagsins. Hefðu brotin verið fullframin við gerð samninganna og skipti þá engu máli þótt einstök ákvæði þeirra hefðu ekki komist til framkvæmda. Við ákvörðun sektar var litið til þess að brotin voru umfangsmikil, alvarleg og stóðu lengi. Þá yrði ekki framhjá því litið að félaginu hefði áð- ur verið gerð sekt vegna sambæri- legra brota og yrði ekki séð að það hefði haft áhrif til varnaðar frekari brotum félagsins. Málið dæmdu hæstaréttardóm- ararnir Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Mark- ús Sigurbjörnsson. Andri Árnason hrl. og Þórey S. Þórðardóttir hdl. fluttu málið fyrir Árdegi og Karl Axelsson hrl. og Ei- ríkur Elís Þorláksson hdl. fyrir Samkeppniseftirlitið. 65 milljóna króna sekt Árdegis stendur óhögguð Samkeppniseftirlitið sýknað í Hæstarétti af kröfum Árdegis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.