Morgunblaðið - 03.10.2008, Side 48

Morgunblaðið - 03.10.2008, Side 48
48 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Fólk Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA verður ekki eins og þetta var í fyrra, þeg- ar kveikt var á henni í fyrsta skipti. Ringo og Bítla- gæslumennirnir koma til dæmis ekki,“ segir Sif Gunnarsdóttir hjá Höfuðborgarstofu, en kveikt verður á Friðarsúlu Yoko Ono í Viðey á fimmtudag- inn í næstu viku. „Yoko kemur til landsins á mánudaginn og veitir svo friðarverðlaunin, Lennon/Ono peace grant, í Höfða kl. 14 hinn 9. október, sama dag og Frið- arsúlan verður tendruð. Það verður þá í fjórða skipti sem verðlaunin eru veitt, og í annað skipti sem það er gert hér á landi,“ segir Sif, en Yoko af- henti verðlaunin hér á landi fyrir tveimur árum, nánar tiltekið í Höfða hinn 9. október árið 2006 þegar mannréttindasamtökin Center for Con- stitutional Rights og heilbrigðis- og mann- úðarsamtökin Læknar án landamæra hlutu verð- launin. Eins og áður segir verður Friðarsúlan svo tendr- uð kl. 20 á fimmtudagskvöldið, og meðal viðstaddra verður borgarstjórinn í Reykjavík. Mörgum er eflaust í fersku minni þegar súlan var vígð í fyrra, en óhætt er að segja að Ringo Starr hafi þá stolið senunni. Trommarinn fór á kostum í Viðey og gerði meðal annars góðlátlegt grín að Yoko („I got the message, baby“ og allt það). Hann heiðraði þó minningu Johns Lennons, og sagði meðal annars í viðtali í Morgunblaðinu að andi hans hefði svifið yfir vötnum í eyjunni. Yoko Ono kveikir á Friðarsúlunni á fimmtudaginn Friður! Ringo Starr við tendrun Friðar- súlunnar í kuldanum í Viðey í fyrra.  Það er óhætt að segja að ástand- ið í þjóðfélaginu sé með lakara móti um þessar mundir. Margir sjá nú ofsjónum yfir hækkandi verði á inn- fluttum vörum með hríðfallandi gengi krónunnar og þá virðist ekk- ert ganga á þessi blessuðu íbúðalán sem þorri þjóðarinnar stendur sam- viskusamlega skil á í hverjum mán- uði. En ástandið er ekki alls staðar slæmt. Viðburðafyrirtækið Bravo! sem stendur að Villa Vill tónleik- unum getur síst kvartað undan slæmu árferði því svo virðist sem fyrirtækinu takist að slá met í ís- lenskri tónleikasögu. Það sem hófst með einum tónleikum er nú orðið að þrennum og örfáir miðar eru víst eftir á síðustu tónleikana. Tónleikarnir eru þeir fyrstu sem fyrirtækið stendur að eftir að Einar Bárðar skildi við Senu og tók vöru- merkið Concert með sér en þá var viðburðarsviði Senu fengið nafnið Bravo! Virðist það ætla að standa undir nafni. Í það minnsta enn um sinn. Bravo! stendur undir nafni í slæmu árferði  Á hinn bóginn neyðast Íslend- ingar til að bíða þolinmóðir eftir því að erlendar poppstjörnur komi hingað til lands í þeim til- gangi að halda stórtónleika. Tón- leikahaldarar börmuðu sér mikið í sumar yfir háu gengi þeirra gjaldmiðla sem stórstjörnurnar fengu greitt í og dæmi voru um að samningar hækkuðu um allt að 30% frá því að skrifað var undir og þar til listamaðurinn kom til landsins. Nú stendur pundið í 200 krón- um sem þýðir að það er t.d. 60% dýrara að fá Rolling Stones til að halda tónleika í Egilshöll en fyrir einu ári. Önnur slæm tíðindi fyrir tónlistaraðdáendur er að allt lítur út fyrir að verð á geisladiskum muni hækka á næstu vikum í ljósi gengishruns krónunnar. Og ekki einungis á erlendum diskum sem fluttir eru inn heldur einnig á ís- lenskum diskum því flestir eru þeir prentaðir erlendis. Daufir tónlistartímar framundan? Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is „JÁ, talsamband við útlönd, Kristín Eiríksdóttir hér!“ heyrist í síman- um þegar blaðamaður tekur upp tólið. Kristín er stödd í Montreal þar sem hún er í meistaranámi í myndlist, en nýlega kom út hjá Forlaginu þriðja ljóðabók hennar, sem ber nafnið Annars konar sæla. „Eins og titillinn kemur upp um þá er hún um það hvernig er hægt að vera í heiminum í dag og valkosti við það sem búið er að gefa okkur sem forsendur í lífinu,“ segir Krist- ín. Hún sinnir myndlistinni og ljóða- gerðinni jöfnum höndum og bækur hennar bera þess merki þar sem hún myndskreytir þær sjálf. Kristín er þegar komin af stað með næstu bækur og þar verða bæði ljóð og prósi í boði í bland við myndlistina. „Þetta kemur allt frá sama stað, hvort sem maður er að skrifa texta eða teikna mynd. Það getur verið alveg jafnmikil frásögn í teikningu og í ljóði.“ Sjálfstætt framhald Kristín vakti fyrst athygli árið 2004 fyrir ljóðabókina Kjötbærinn þar sem hún fjallaði um Kötu og samband hennar við kærastann Kalvin og umhverfi sitt. Sama ár bar hún sigur úr býtum í ljóðaburt- reiðum sem Edda og Fréttablaðið stóðu fyrir. Önnur bók hennar, Húðlit auðnin, fékk sömuleiðis hrós gagnrýnenda, en hún kom út fyrir tveimur árum. Kristín segir bókina mjög frá- brugðna sínum fyrri bókum þó að hún sé um leið að vissu leyti fram- hald af þeim. „Þetta eru fjórir ljóðabálkar. Hinar bækurnar voru byggðar upp eins og sögur, en þetta er klassískara ljóðform.“ Umfjöllunarefnin eru margvísleg og þó að rauðir þræðir liggi í gegn- um bókina þá er hver bálkur ólíkur öðrum. „Maður er alltaf að reyna að nálgast eitthvað sem maður á erfitt með að orða þegar maður beitir fyrir sig listformi. Maður skrifar bók einmitt vegna þess að maður getur ekki sagt hlutina öðru- vísi.“ Nýja bókin er kynjapólitísk að mörgu leyti eins og fyrri bækurnar að sögn Kristínar. „Ég er svolítið stórorð, fer frá því að ávarpa allt mannkynið og yfir í að ávarpa stóra hvíta menn. Mér finnst eiginlega ekki hægt að vera ung kona og rit- höfundur í dag án þess að fjalla á einhvern hátt um kynjapólitík. Það er bara raunveruleikinn og maður þarf að vera mjög duglegur að af- neita því sem er í kringum mann ef maður ætlar ekki að minnast á kynjapólitík. Það er það sem dúkk- ar alltaf upp hjá mér og er stórt element í þessari bók. En þetta fjallar líka um trú og það hvernig við högum lífi okkar.“ „Kemur allt frá sama stað“  Listakonan og ljóðskáldið Kristín Eiríksdóttir gefur út Annars konar sælu  Segir bókina fjalla um valkosti við gefnar forsendur í lífinu Ljósmynd/Jóhann Páll Valdimarsson Pólitísk „Mér finnst eiginlega ekki hægt að vera ung kona og rithöfundur í dag ám þess að fjalla á einhvern hátt um kynjapólitík,“ segir Kristín. á leiðinni hugsaði ég um ljósið hvernig það brýst gegnum smæstu rifur um rafmagn sem leitt er um snúrur úr járni og gúmmíi og taugar ég hugsaði um taugar sem slengjast saman af vana orsaka vellíðan hungur þrá eftir ákveðnu formi bragði ég hugsaði um sellur sem eyðast sársauka deyfingu verkjalyf vöðvaslakandi annarskonar sæla hvernig Úr ljóðabálknum Leiðinni úr bókinni Annars konar sæla. Orðrétt Lýstu eigin útliti. Norræn. Hvaðan ertu? Frá bænum Eyvík í Grímsnesi. Hvað heldurðu að Jón Hreggviðsson væri að gera byggi hann á Íslandi í dag? (spyr seinasti aðalsmaður, Sól- veig Arnarsdóttir leikkona) Hann væri í erlendum fjárfestingum fyrir Glitni. Hvað uppgötvaðir þú síðast um sjálfa þig? Að mér finnst lúða vond á bragð- ið. Íslenskar konur í fimm orðum? Sterkar, sjálfstæðar, íðilfagrar, fá- ranlega hressar, hlýjar. Íslenskir karlmenn í sex orðum? Töff, sterkir, þrjóskir, fyndnir, fal- legir, uppátækjasamir. Helstu áhugamál? Hestamennska, leiklistin, íslensk náttúra, framandi staðir og góðar bækur og bíómyndir Styðurðu ríkisstjórnina? Ekki alltaf. Uppáhaldskvikmynd? Reykjavík Rotterdam. Kynþokkafyllsti karlmaðurinn fyrir utan maka? Má bara velja einn? Úff þá veit ég ekki – þeir eru svo margir. Hvaða plötu hlustar þú mest á þessa dagana? Fleet Foxes – Ragged Wood og Sun Giant og svo MGMT, Oracular Spectacular. Hvaða bók lastu síðast? Maður og elgur eftir Erlend Loe. LILJA NÓTT ÞÓRARINSDÓTTIR ÞAÐ ER STÓR DAGUR Í LÍFI AÐALSKONU VIKUNNAR. ÞAÐ ER EKKI NÓG MEÐ AÐ HÚN LEIKI EITT AF AÐALHLUTVERKUNUM Í REYKJAVÍK ROTTERDAM SEM VERÐUR FRUMSÝND Í KVÖLD, HELDUR LEIKUR HÚN LÍKA Í GANGVERKINU SEM NEMENDA- LEIKHÚSIÐ FRUMSÝNIR Í KVÖLD. Leikhús eða kvikmyndir? Tvennt ólíkt og bæði betri. Hvernig er að sjá sjálfan sig á stóra tjaldinu? Óraunverulegt, skrýtið, gaman og klikkað egóflipp. Hvort er betra að leika á móti Baltas- ar Kormáki eða Ingvari E.? Gott báð- um megin … Var þér í alvörunni pakkað inn í plast? Ó JÁ!!! Hvað ætlaðirðu að verða þegar þú yrðir stór? Dansari, söngvari, leikari og hestadýralæknir. Hvenær varstu hamingjusömust? Alltaf annað slagið. Hvenær varstu reiðust? No com- ment. Hver yrði titillinn á kvikmynd um ævi þína? Reykjavík Rotterdam 2 eða þá eitthvað brjálæðislega dramatískt. Hver færi með aðalhlutverkið? Na- talie Portman eða Dóra Jó. Kannski Uma Thurman ef hún er tekin fram í tímann. Hvernig slettir Lilja Nótt úr klaufunum? Dansa, hvað er betra en að dansa, já, í góðu partýi með hressum vinum? Hvers viltu spyrja næsta viðmælanda? Ef þú fengir 700 milljarða, hvað myndirðu gera við þá?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.