Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2008 19 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF aði í 206,4 stigum í lok viðskipta. Veiktist krónan um 2,1% í við- skiptum gærdagsins. Gengi evru var 156 krónur í lok viðskipta í gær, Bandaríkjadollars 112 krónur og punds 199 krónur. Hálfur bjór Allir finna fyrir lækkun á gengi krónunnar. Ein birtingarmynd þess er til að mynda verð á bjór í útlönd- um. Segja má að Íslendingar fái nú að jafnaði einungis um hálfa bjór- krús fyrir sömu peninga og gáfu fulla krús fyrir nokkrum mánuðum. gretar@mbl.is ÍSLENSKA krónan er í hópi þeirra gjaldmiðla í heiminum sem hafa staðið sig hvað verst í því að halda verðgildi sínu síðastliðið ár. Ein- ungis gjaldmiðlar Túrkmenistan og Simbabve eru neðar á lista Bloom- berg-fréttastofunnar yfir þróun á gjaldeyrismörðum, en á þeim lista eru alls 179 gjaldmiðlar. Sérfræð- ingur hjá SEB-bankanum í Svíþjóð segir við Bloomberg að hér á landi sé algjör gjaldeyriskreppa. Krónan hélt áfram að veikjast í gær og náði gengisvísitalan enn á ný methæðum. Hæst fór vísitalan í 213 stig innan dagsins en hún end- Krónan heldur einna verst verðgildi sínu "#    $%       " %  &' ' #"' #' ( &         Allt er óljóst um framtíð stórs fasteignaverk- efnis í Los Angel- es sem Kaupþing er þátttakandi í vegna stöðu á mörkuðum. Kaupþing keypti ásamt Candy- bræðrum, sem eru um- svifamiklir á breskum fast- eignamarkaði, og Richard Caring, sem á fjölda veitingahúsa og klúbba, land í Beverly Hills fyrir 500 milljónir dollara á síðasta ári. Í frétt dagblaðsins Telegraph segir að Kaupþing hafi tjáð samstarfs- aðilum sínum að óvíst sé hvort bankinn taki á sig frekari fjárhags- skuldbindingar vegna verkefnisins. Kaupþing er í ábyrgð fyrir 60% hlut af 350 milljóna dollara láni sem greiða á í lok næstu viku. Óvissa um verkefni í LA Kaupþing Óvissa um verkefni í LA Ákvæði þess efn- is að erlendir bankar sem veiti vissum fjölda Íra þjónustu geti sótt um aðild að írska sam- komulaginu um ríkistryggingu skulda hefur verið bætt við það. Frumvarp um samkomulagið hefur verið sam- þykkt. Nýja ákvæðið nær til dæmis til Ulster Bank, dótturfélags Royal Bank of Scotland, og National Irish Bank, dótturfélags Danske Bank. Ulster Bank hefur þegar sótt um og búist er við að NIB geri það líka. camilla@mbl.is Írska leiðin fær fleirum Trygging Erlendir bankar hafa áhuga. FRÉTTASKÝRING Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is „STEFNURÆÐAN var ekki um neitt,“ sagði Guðni Ágústsson, for- maður Framsóknarflokksins, í um- ræðum um stefnuræðu forsætisráð- herra á Alþingi í gærkvöldi. Í gærdag mátti heyra í samtölum við starfsfólk fjármálafyrirtækja að grípa þyrfti til róttækra aðgerða til að peningar héldu áfram að renna um æðar íslenska fjármálakerfisins og sporna gegn gífurlegri verðrýrn- un krónunnar. Það fólk getur verið sammála Guðna Ágústssyni að því leyti að ekki var tilkynnt um sérstak- ar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að auka tiltrú á fjármálafyrirtækjum. Aukið aðgengi að gjaldeyri telja margir vera lykilatriði til að leysa úr vandanum fyrst um sinn. Því hefur lengi verið haldið fram, en nú af meiri krafti en áður. Krafan er að ríkið leggi sitt þyngsta lóð á vogar- skálarnar með aðstoð Seðlabankans og reyni allt til að opna aðgang fjár- málastofnana að gjaldeyri. Erlend fjármögnun er að sögn kunnugra að lokast íslenskum fyrirtækjum. Sú saga gekk eins og eldur í sinu í gær að fulltrúar frá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum væru hingað komnir til að undirbúa neyðarlán til ís- lenskra stjórnvalda. Það hefur ekki verið staðfest. Fleiri óstaðfestar sög- ur af ýmsum toga svifu á milli manna enda jarðvegur góður fyrir sögu- sagnir í núverandi umhverfi. Krefjandi fjármögnun Það versta sem getur gerst er að fjármálakerfið geti ekki fjármagnað sig sjálft. Lokað hefur verið fyrir fjármögnunarleiðir og getur það undið upp á sig ef ekki er brugðist við. Þær neikvæðu fréttir sem hafa borist frá Íslandi – yfirtaka ríkisins á Glitni og lækkun lánshæfismats í kjölfarið – gefa tilefni til að loka fyrir viðskipti. Flestir vilja halda pening- unum fyrir sig í lausafjárkreppu. Skuldatryggingarálagið hefur rokið samkvæmt Bloomberg sem gefur vísbendingar um að erlendir fjár- festar óttast hið versta á Íslandi. Gjaldeyririnn frosinn Gjaldeyrismarkaðurinn er nánast frosinn. Þó að það sé ekki yfirlýst stefna þá er nánast vonlaust að eiga gjaldeyrisviðskipti við stóru bank- ana. Kjörin sem fást eru mjög óhag- stæð og menn þurfa að rökstyðja við- skiptin. Segja má að gjaldeyrir sé skammtaður því allir vilja halda hon- um við þessar aðstæður. Á meðan fellur krónan hratt. Verðrýrnun krónunnar verður til þess að innflutningsfyrirtæki verða fyrir verulegu höggi. Um mánaða- mótin var tilkynnt um tilvonandi verðhækkanir til að standa undir kostnaði við innkaup. Verðbólgan eykst, lánin hækka og kjör almenn- ings versna í kjölfarið. Á meðan fellur hlutabréfavísital- an. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa lífeyrissjóðir verið að selja hlutabréf til að minnka áhættu sjóðsfélaga. Lækkunin hefur áhrif um allt kerfið því mikið af skuldum er tryggt með veðum í hlutabréfum. Því er búist við auknum afskriftum þegar dæmið verður gert upp. Gjaldeyriskreppan gerir alla fjármögnun erfiða Morgunblaðið/Árni Sæberg Biðin Viðskiptavinir bankanna hafa þurft að bíða lengi eftir svörum um hvernig best sé að bregðast við. Vantraust á kerfið er eitt veikleikamerkið. Gjaldeyrismarkaðurinn á Íslandi er nánast frosinn og sáralítil viðskipti stunduð Í HNOTSKURN »Starfsfólk fjármálafyr-irtækja óttast að lokað verði fyrir lánalínur er- lendis frá. »Nú þegar eru skulda-bréf fyrirtækja farin að falla á gjalddaga vegna lausafjárskorts. »Tilkynnt var um mán-aðamótin að innflutn- ingsfyrirtæki þyrftu að hækka verð. »Lífeyrissjóðir hafa ver-ið að selja hlutabréf til að minnka áhættu sjóðs- félaga. )*+ )*+ ! "# $ %$   )*+ ,+ %&'!' ' %$# ($'   -. /" 0 %&! %&'"" !$ $(   2345 -6+ &" (&## %$ $(   )*+ )*+  !&%! # ($' $   „ÞESSAR sögusagnir eru ótrúlega lífseigar,“ segir Steinn Logi Björns- son, forstjóri Húsasmiðjunnar, beð- inn að staðfesta fregnir um upp- sagnir og rekstrarerfiðleika hjá fyrirtækinu. Hann segir efnahags- ástandið vissulega hafa áhrif á fyr- irtæki eins og Húsasmiðjuna en að engum starfsmönnum hafi verið sagt upp um mánaðamótin. Leitað hafi verið leiða til sparnaðar und- anfarið ár og einhverjar uppsagnir hafi verið þar á meðal. Það sé ekki óeðlilegt hjá .1000 manna fyr- irtæki. camilla @mbl.is Segja ekki upp núna LAGERSALA í Faxafeni 11.(Gamla Leikbæjarhúsinu) Jólavörur, gjafavörur, servéttur, kerti og margt fleira Tökum upp daglega nýjar vörur allt að 80% afsláttur Opið frá kl 11-18 alla daga lika um helgar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.