Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurður Guð-mundsson fædd- ist að Skógum í Fnjóskadal 16. maí 1917. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtu- daginn 25. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ólöf Sigurð- ardóttir húsfreyja, f. 21.4. 1890, d. 11.1. 1975 og Guðmundur Ólafsson kennari, f. 11.1. 1885, d. 16.5. 1958. Systkini Sigurðar eru: Ólaf- ur, f. 2.6. 1914, d. 10.12. 2004; Guðný, f. 7.9. 1915, d. 16.12. 2007; Guðbjörg, f. 11.7. 1920, d. 5.4. 1991; Karl, f. 1.9. 1924; Björn, f. 22.8. 1928, d. 15.7. 2007 og Ing- ólfur, f. 22.11. 1930. Sigurður kvæntist 28. nóvember 1942 Ásgerði Gísladóttur frá Bol- ungarvík, f. 20. mars 1919. For- eldrar hennar voru hjónin Sesselja Einarsdóttir, f. 21.6.1892, d. 9.9. 1949 og Gísli S. Sigurðsson, f. 7.1.1885, d. 31.12. 1951. Dætur Sig- urðar og Ásgerðar eru: 1) Ólöf, f. 7.8. 1943, d. 22.5. 1966. 2) Hrafn- hildur leikskólafulltrúi, f. 21.10. 1945, gift Brynjúlfi Sæmundssyni framhaldsskólakennara. Börn þeirra eru: a) Ólöf stjórnmálafræð- ingur, f. 24.12. 1971, búsett í Sví- þjóð, gift Axel G. Tandberg lög- og kenndi við Iðnskóla Akraness. Sigurður var virkur í pólitísku starfi og sat í bæjarstjórn á Akra- nesi frá 1954 til 1963. Þáttaskil urðu árið 1963 þegar fjölskyldan flutti til Reykjavíkur og Sigurður hóf störf sem mælinga- og tækni- maður hjá Vita- og hafnamála- stofnun Íslands. Hann ferðaðist víða um land á þeim tíma við mæl- ingar á hafnarstæðum og annað sem starfinu fylgdi. Sigurður gerð- ist síðan meðeigandi í verkfræði- stofunni Hönnun og vann þar sem tæknimaður, teiknari og hönnuður til ársins 1987 er hann lét af störf- um, þá sjötugur að aldri. Á síðustu sex árum starfsævinnar kenndi hann rúmteikningu við verk- fræðideild Háskóla Íslands. Sig- urður var mikill áhugamaður um bridds, spilaði það í áratugi og hannaði m.a. sitt eigið sagnkerfi. Hann var listrænn og teiknaði myndir og skrautritaði á bækur og skjöl auk þess sem hann ljósmynd- aði mikið og var alla tíð mjög tæknisinnaður maður, eignaðist á efri árum mörg nútímatæki, s.s. stafrænar myndavélar, mynd- skanna og tölvu sem hann notaði sér til ánægju fram á síðasta dag, meðal annars til að vera í netsam- bandi við barnabörnin sín sem flest eru búsett erlendis. Útför Sigurðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. fræðingi og eiga þau tvö börn, Thor Aug- ust, f. 14.9. 2004 og Hildi Tinnu, f. 24.3. 2007; b) Ragnar teiknimyndagerðar- maður, f. 16.3. 1974, búsettur í Noregi. 3) Gíslína arkitekt, (kjördóttir, systur- dóttir Ásgerðar, tek- in í fóstur þriggja vikna gömul og seinna ættleidd), f. 25.9. 1951, maki Har- aldur Dungal læknir. Synir hennar eru: a) Sigurður Ás- ar Martinsson háskólanemi, f. 2.11. 1976, búsettur í Englandi, sonur hans er Marius, f. 19.12. 2001 og b) Hrafn Haraldsson Dungal mennta- skólanemi, f. 3.10. 1991. Önnur börn Haraldar eru Hildur, Ingi- björg, Níels Páll og Helga. Sigurður flutti til Akraness með foreldrum sínum þriggja ára gam- all, en flutti síðan að Laugarvatni 12 ára þegar faðir hans réðst sem kennari við Héraðsskólann á Laugarvatni. 16 ára gamall sneri Sigurður aftur til Akraness og hóf nám í húsgagnasmíði. Að því námi loknu vann hann um stuttan tíma við húsgagnasmíðar en var svo lögregluþjónn á Akranesi frá árinu 1940 og gegndi því starfi í um 20 ár, auk þess sem hann tók öðru hverju í smíðar, teiknaði hús Það var stór og hlý hönd sem heilsaði mér þegar ég kom fyrst á heimili verðandi tengdaforeldra minna fyrir nær 40 árum. Þegar ég rifja upp ótal góðar stundir með Sig- urði tengdaföður mínum er hlýjan minnisstæðust og söknuðurinn sár. Hann hafði lifað langa og farsæla ævi, en samt var enginn undir það búinn að brottfararstundin væri runnin upp. Varla liðið ár síðan hann lagði bílnum fyrir fullt og allt. Bíl- leysið var að vísu nokkur frelsis- svipting, en úr því bætti hann þegar hann eignaðist rafskutlu og fór á henni í stuttar ökuferðir um ná- grennið. Þennan farkost kallaði hann jafnan Cadillacinn af sinni alkunnu gamansemi! Hugvitsmaðurinn Sigurður hafði gaman af að glíma við flókin við- fangsefni. Sat þá einbeittur og blístr- aði lágt á meðan hann leysti þraut- ina. Þessir eiginleikar fengu að njóta sín í fjölbreytilegri vinnu hans á Verkfræðistofunni Hönnun um ára- bil. Undir lok starfsævinnar kenndi hann verkfræðinemum í Háskóla Ís- lands þótt hann hefði aldrei setið í háskóla sjálfur. Loks var hann mikill briddsáhugamaður, hannaði m.a. sitt eigið sagnkerfi og átti góða spila- félaga fram á síðustu stund. Siggi var einstaklega laginn og af- ar hjálpsamur en hann vildi líka að ég gæti bjargað mér sjálfur við handverk, var góður leiðbeinandi og gaf mér oft verkfæri. Ein fyrsta af- mælisgjöfin frá honum voru tvær litlar þvingur og lét hann þá þau orð fylgja að ég væri áður búinn að fá „þá stóru“! Aldrei langt í spaugið. Sigurður var listaskrifari og skrautritaði á bækur og skjöl. Nær sextugu fór hann á myndlistarnám- skeið og tók oft fram vatnslitina. Hann tók ljósmyndir og einnig átti hann kvikmyndavél. Ég gleymi t.d. ekki ferð okkar austur í Skaftafell á 40 ára afmælishátíð þjóðgarðsins í fyrra. Í pontu sagði hann þar frá bernskuárum þjóðgarðsins og sýndi mynd frá 1970 sem hann hafði tekið á 8 mm vélina. Í öllu þessu naut sín vel listrænt auga hans og næm til- finning fyrir formi. Einn eftirminnilegasti eiginleiki tengdaföður míns var frásagnargáf- an. Oft greip hann servíettu af borð- inu, braut saman og strauk vandlega með fingurgómunum á meðan hann sagði frá. Þá var hann í essinu sínu og hreif áheyrendur með sér, eins og ég sagði við hann níræðan: Þegar líður ævi á, innst í huga geymum sögumann er sagði frá svo að aldrei gleymum. En hann var einnig gagnorður og hefði líklega vel sætt sig við minn- ingargrein í þessum dúr: Saga, kenna, segja frá, synda, veiða, teikna, laga, smíða, að lögum gá, líma, mæla, reikna. Sigurður var yfirvegaður maður, sanngjarn, réttsýnn og vinfastur. Hann hafði áhuga á fólki og ekki hvað síst fylgdist hann vel með börn- um, sýndi verkum þeirra einlægan áhuga, spurði og leiðbeindi. Hann var hlýr og góður maður, enda áttu barnabörnin og langafabörnin afar fallegt samband við afa Sigga. Fyrir það er mér mikið þakklæti til tengdaföður míns efst í huga að leið- arlokum. Brynjúlfur Sæmundsson. Elsku afi minn. Frá því að ég hélt af landi brott fyrir 11 árum hef ég kviðið þessum degi, þegar ég þyrfti að kveðja þig, mikilvægustu og stórbrotnustu manneskjuna í mínu lífi og tilfinn- ingin er enn erfiðari heldur en ég hafði nokkurn tímann búist við. Fyrst minnist ég síðasta samtals okkar fyrir nokkrum dögum. Ekki vissi ég að þetta væri í síðasta skiptið sem við töluðum saman í þessum heimi, þá hefði ég sagt þér hversu mikið ég elskaði þig og hversu gríð- arlega mikilvægur þú hefur verið fyrir mig allt mitt líf. En við töluðum ekki um það, heldur töluðum við um mig. Þú varst alltaf svo áhugasamur um allt sem á daga mína drífur og hefur verið alla tíð. Ég hugsa aftur til þess tíma sem ég man fyrst eftir þér þegar ég var lítill strákur i Stórholtinu. Þú varst yfirleitt önnum kafinn, uppi á Hönn- un eða uppi á efri hæðinni að vinna við teikningar eða smíðar. Ég man eftir því að hlusta á þig vinna, lága hvíslflautið og annað slagið fróð- leikskorn, sögur úr lífi þínu eða um stjórnmál og menningu frá öllum heiminum. Ég man eftir að hafa setið með þér að tefla skák og ég man þeg- ar ég var skráður á smíðanámskeið og þú keyptir handa mér belti með öllum tólum, hamri, sög, málbandi, allt merkt vandlega SÁM og þegar ég kom heim svekktur með tólin öll ónotuð því stórir strákar höfðu tekið allar spýturnar … og meðan amma huggaði mig hvarfst þú í smástund og komst aftur og amma sagði mér að líta út í bakgarðinn og þar var hrúga af spýtum tilbúnum fyrir mig til að byggja minn eigin kastala. Ég man eftir rökræðum okkar um stjórnmál, menningu og íþróttir og hvernig þær hvöttu mig alltaf til að leita enn meiri fróðleiks. Ég man eft- ir því að hafa leitað í Lademans-lexí- koninu, sem þú safnaðir í mörg ár, að fróðleik um allan heiminn og komst svo að því að þú hafðir safnað því í öll þessi ár til þess að gefa mér það að lokum. Ég man eftir því þegar þú kenndir mér að raka mig og binda bindishnút og snýta mér eins og skipstjóri! Ég man eftir því þegar ég varð eldri og þú hjálpaðir mér að skilja stærðfræði og eðlisfræði, hversu ótrúlegum gáfum þú varst gæddur og hversu frábær kennari þú varst. Ótrúlegt að hugsa til þess að þú hafir notið næstum því engrar venjulegr- ar skólagöngu, ég get bara ímyndað mér ef þú hefðir fæðst á tíma int- ernets, gervihnatta og skólastyrkja, hvað þú hefðir getað uppgötvað og hvernig þú hefðir getað haft áhrif á allan heiminn, ekki bara okkur sem næst þér vorum. Ég man hvað þú hélst alltaf trúnni á mig, jafnvel þegar það var mjög erfitt. Mitt leiðarljós er að gera þig stoltan af mér. Elsku afi minn. Ég trúi því að það sé líf eftir þetta líf. Ég veit að þú sit- ur nú þar og rökræðir við þína jafn- ingja, Einstein (sami hárstíll), Lenín og Laxness. Ég trúi því að í næsta lífi fái maður að vera í félagsskap þeirra sem maður elskar mest og hefur saknað og þá veit ég að ég mun hitta þig þar og fá tækifæri til að þakka þér fyrir hversu mikil fyrirmynd og leiðarljós þú hefur verið og munt vera fyrir mig alla tíð. Þinn Sigurður Ásar. Elsku afi. Mikið var gott að eiga afa eins og þig. Afa, sem alltaf leit á okkur barnabörnin sem jafningja og auð- velt var að leita til. Þú ert og hefur alltaf verið stór og mikilvægur hluti af lífi okkar. Þú varst viskubrunnur okkar, inn- blástur og lærimeistari. Þú gafst okkur svo margt og mótaðir okkur systkinin á svo margan hátt. Þú kenndir okkur að teikna hús í per- spektíf, reikna hlutföll, mála með vatnslitum, byggja tíu hæða spila- kastala, tefla, spila brids, lesa esper- anto, troða marvaða, flétta stjörnur úr pappír, galdra, föndra ótrúleg- ustu hluti, ljósmynda, smíða, hefla og skrifa skrautskrift. Þú hvattir okkur til dáða og leiðbeindir okkur í rétta átt á uppbyggilegan og sann- færandi hátt. Og við hlustuðum á þig með eftirtekt því þú sást heildina í hlutunum og hvað var mikilvægt. Það mikilvægasta sem þú kenndir okkur var þó að standa á eigin fótum og vera opin og fordómalaus bæði gagnvart fólki og hugmyndum. Þú varst fyrirmynd okkar í þessu sem og öðru. Heimili ykkar ömmu hefur alltaf verið öllum opið og jafnan mik- ill gestagangur því fólki leið svo vel í jákvæða andrúmsloftinu hjá ykkur. Það hefur líka verið okkur mikils virði að finna þann óbilandi áhuga sem þú hefur alltaf sýnt því sem við vorum að gera. Þú lagðir jafnvel á þig að horfa á heilu teiknimyndirnar á norsku slangri og settir þig inn í völundarhús EES-samningsins til þess að vera hluti af okkar veröld. Elsku afi, þú hefur alltaf stutt við bakið á okkur með opnum hug í hverju sem við höfum tekið okkur fyrir hendur. Að hafa traustan og áreiðanlegan bakhkjarl eins og þig hefur átt ríkan þátt í því að leggja grunn að sterkri sjálfsmynd okkar. Barnabarnabörnin hafa líka notið þeirrar gæfu að fá að kynnast sögu- manninum, uppfinningamanninum, föndraranum, listamanninum, smiðnum og langafanum. Við systk- inin, ásamt Hildi Tinnu, Thor og Axel, kveðjum þig með sárum sökn- uði en geymum þig í hjörtum okkar alltaf og að eilífu. Ólöf og Ragnar. „Þar sem góðir menn fara eru Guðs vegir.“ Þessi tilvitnun kemur hvað eftir annað í huga minn eftir að Sigurður mágur minn lést. Hann var einhver sá heilsteyptasti maður að allri gerð sem ég hef þekkt. Rólegur, traustur, glettinn og skemmtilegur. Það er nokkuð mikið að kveðja þau þrjú systkinin á rúmu ári, Björn í fyrrasumar, Guðnýju um jólin og nú Sigurð. Hvílík forréttindi að hafa átt samleið með þessum góðu systkinum og þeirra mökum í meir en hálfa öld. Ég kynntist Sigurði fyrst á Akra- nesi. Þar var hann lögregluþjónn, bæjarfulltrúi, kennari og kannske eitthvað fleira. Þar opnuðu þau Ása fyrst heimili sitt fyrir okkur nýgift- um hjónum og gistum við hjá þeim í nokkra daga. Og nokkrum árum síð- ar á Hringbrautinni, ekkert mál að hýsa sveitakonuna með þrjú smá- börn. Hann var drjúgur í uppvaskinu þá hann Siggi. Mikill gæfumaður var hann að eiga hana Ásu og góðu dæturnar þrjár. En sorgin gleymir engum. Það fengu þau svo sárt að reyna. Sigurð- ur varð aldraður að árum en ekki í anda. Aldrei fannst mér hann gamall maður, bara svolítið heyrnardaufur en það eru nú margir sem yngri eru. Svo hugkvæmur og vandvirkur. Og laginn við hvað sem hann fékkst við, ekki síst í umgengni við fólk. Hann hefði átt að verða arkitekt eða verk- fræðingur var það nú eiginlega að lokum. Góður maður er genginn. Megi Guð veita huggun og styrk Ásu, Hrafnhildi, Gillý og fólkinu þeirra. Blessuð sé minning Sigurðar Guð- mundssonar. Áslaug Eiríksdóttir. Hann var stór, hann var sterkur, gaf af sér það sem fólk vill finna sem persónuleika og hlýju. Hann var Siggi lögga, hann var Siggi hennar Ásu frænku. Fyrir fjölskylduna eru þessi orð ef til vill ekki tæmandi, því Sigurður Guðmundsson hafði til að bera þann persónuleika sem fólk vill umgangast. Fyrir mig sem þessi orð rita og fjölskylduna er Siggi sá klettur sem maður vildi miða sig við og vildi hafa sem fyrirmynd. Ég kynntist honum fyrst sem Sigga hennar Ásu frænku árið 1951, hann var svo stór að mér fannst ég verða horfa langt upp í loftið til að sjá hann allan. Ég reyndi það síðar að hann hafði til að bera sál sem flestir vildu hafa. Hjartahlýju, vilja til að leiðbeina og vilja til að láta manni líða vel. Ég man þegar ég sá stóra hjólið hans árið 1951. Hjólið sem ég lærði að hjóla á undir stöng af því að ég læddist frá Sandabrautinni að Skagabraut til að fá að prófa hvernig væri að snerta þetta undratæki sem var reiðhjól. Ég hef grun um og vissi seinna að Siggi skemmti sér við að sjá hvað strákurinn var einbeittur við að læra að hjóla og ég get sagt frá því núna að ég fékk margan skellinn og endaði með að skila hjólinu stóra hans Sigga á réttum tíma og óskemmdu fyrir kl. 7.30. Þannig lærði ég listina að hjóla sem sumir segja ef þú hefur lært það einu sinni gleymist það aldrei. Ég rek ekki ævisögu Sigurðar Guðmundssonar en vil minnast allra samferðar ævidaganna með hlýju. Ég vil minnast leiðbeininga á póli- tískum ferli. Ég leitaði oft í smiðju Sigga og fékk þar góð ráð. Siggi var jafnaðarmaður, vildi jafnræði í sam- félaginu en gerði sér manna best grein fyrir þeim mismun sem fylgir því að menntun er grunnur að því sem maðurinn hlýtur í lífinu og því sem úr er að spila. Mig langar að minnast sunnu- dagsins 21. september síðastliðins þegar við hjónin heimsóttum Sigga og Ásu að Aflagranda 40. Við fengum konunglegar móttökur eins og alltaf. Þegar Siggi sagði mér frá hinni stór- kostlegu lausn sem bridskerfið hans og félaga hans hafði til að bera, hvarflaði ekki að mér að hér væri maður að tala sem væri að kveðja þennan heim. En örskömmu síðar sagði hann mér að ósæðin í honum væri með gúlp sem hann taldi að óþarfi væri að laga. Hann vildi kveðja mig, vin sinn, með því að gefa okkur hjónum sögu Akraness frá árinu 1942-1959. Ég svaraði því til að svona mætti hann ekki tala. Þá var svarið: „Ég er að kveðja bráðum, vil helst að það taki ekki langan tíma, þið þiggið nú þessa gjöf frá mér og njótið vel og stattu þig vel fyrir Skagann.“ Með þessum orðum vottum við Edda og fjölskylda okkar Ásu frænku og allri fjölskyldunni samúð. Við höfum orðið vitni að glæstri ver- aldarveru Sigga og kveðjum hann með þökk fyrir allar stundir. Edda og Gísli S. Einarsson, hans Enna bróður. Árstíðirnar marka oft þáttaskil í náttúrunni og mannlífinu. Þannig kvaddi Siggi þennan heim að hausti þegar laufin bregða lit sínum. Þegar ég var lítil ályktaði ég svo að hann væri Siggi frændi því hann var mað- urinn hennar Ásu frænku, föðursyst- ur minnar. Hann var hár, glæsilegur og fallegur alla tíð. Ég man hvað hann var glæsilegur í fína lögreglu- búningnum með gylltu hnappana. Við krakkarnir í 7 ára bekknum fengum líka far með „Svörtu Maríu“ eftir æfingu á árshátíðaratriði okkar í Bíóhöllinni á Akranesi. Margar minningar leita á hugann, stundirn- ar með Hönnunarfólki, heima hjá Ásu og Sigga á Hringbrautinni, í Stórholtinu og sérstaklega á Afla- grandanum. Við ræddum vítt og breitt um menn og málefni og ávallt átti Siggi góðar skemmti- og fróðleikssögur fyrir okkur. Siggi var áhugamaður um esperanto. Hann vildi að þjóðir heims myndu sameinast um að kenna fyrst og fremst móðurmál og esperanto, þá gætu menn um allan heim rætt saman. Við kveðjum Sigga með þakklæti, vinsemd og virðingu og biðjum góðan guð að styrkja Ásu frænku, Höbbu, Gillý og fjölskyldur þeirra. Hvíl í friði, kæri vinur. Elísabet, Reynir og börn. Í dag kveðjum við stóran mann. Siggi var ekki bara stór í augum okk- ar systkina því hann var með há- vaxnari mönnum, heldur var hann stór af þeim mannkostum sem hann Sigurður Guðmundsson Elsku „afi“ Siggi. Þegar við hugsum um Ís- land hugsum við líka um þig. Þegar við komum til Ís- lands komum við líka til þín. Það er nú liðin tíð. Við mun- um ekki sjá þig aftur. En í hjörtum okkar lifa hin góðu tengsl okkar við þig og munu alltaf lifa. Kærar þakkir fyrir allt, „afi“ Siggi. Waltraud, Franz, Jan, Dirk og fjölskylda. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.