Morgunblaðið - 03.10.2008, Síða 37

Morgunblaðið - 03.10.2008, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2008 37 ✝ Þorbjörn Guð-finnsson fæddist í Reykjavík 1. apríl 1945. Hann var bráðkvaddur 25. september síðastlið- inn. Hann var sonur hjónanna Mörtu Pétursdóttur hús- freyju, f. 12. ágúst 1901, d. 2. apríl 1992, og Guðfinns Þorbjörnssonar vél- stjóra, f. 11. janúar 1900, d. 4. apríl 1981. Systkini Þor- björns eru Vigdís bréfritari, f. í Reykjavík 8. okt. 1927, maki Loft- ur J. Guðbjartsson, f. v. banka- útibússtjóri, f. á Bíldudal 5. júní 1923, og Pétur, fv. fram- Þorsteinn Þorsteinsson húsgagna- smiður og heimspekinemi, f. 19. júní 1960, d. 23. nóvember 2002. Þau slitu samvistum. Börn þeirra eru Oddrún, grafískur miðlari, f. 8. mars 1988, sambýlismaður Ari Bjarnason sölu- og tónlistar- maður, f. 21. mars 1981, og Gunn- björn menntaskólanemi, f. 21. nóvember 1989. Arnþrúður Lilja ólst upp hjá móðurforeldrum sín- um, þeim Oddrúnu Sigríði Jóhannsdóttur og Stefáni Gunn- birni Egilssyni. Þorbjörn var rennismiður að mennt og starfaði við iðn sína allt til ársins 1994. Eftir það stundaði hann ýmis önnur störf eins og heilsan leyfði, þ.á m. sem sund- laugavörður í Laugardagslaug- inni. Síðustu 14 árin bjó hann og starfaði í Risinu v/Snorrabraut. Þorbjörn verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15. kvæmdastjóri Sjón- varpsins og síðar út- varpsstjóri Ríkis- útvarpsins, f. á Eskifirði 14. ágúst 1929, maki Stella Sigurleifsdóttir fulltrúi á Bæjarskrif- stofu Kópavogs, f. á Bíldudal 12. janúar 1928, d. 22. apríl 2003. Unnusta Þorbjörns var Arnþrúður Lilja Gunnbjörnsdóttir fóstra, f. á Akureyri 28. nóvember 1942, d. 10. febrúar 1964. Dóttir þeirra er Arnþrúður Lilja tónlistarmaður í Vest- mannaeyjum, f. 19. desember 1963. Sambýlismaður hennar var Páskadaginn árið 1945 bar upp á 1. apríl. Þann dag kom Þorbjörn bróðir okkar Péturs í heiminn á for- eldraheimili okkar á Víðimel 38 í blíðskaparveðri. Við pabbi höfðum bæði óskað okk- ur að barnið yrði stelpa en auðvitað varð það strákur sem var samt ekki verra! Ég var fljótt ráðin sem yf- irbarnfóstra . Þegar Þorbjörn stækkaði svolítið og ég fór að spóka mig með hann í kerru kallaði hann allar fallegar ungar stúlkur Dísu. Móðurbróðir okkar systkina var Erlendur Ó. Pétursson. Hann var lengst af kostgangari hjá móður okkar og kom því alltaf heim í há- degismat. Samskiptin við hann voru því mikil og Þorbjörn og Elli frændi urðu perluvinir. Seint á ævinni flutti EÓP á Víðimel og bjó þar til dauða- dags en hann lést 1958. Þá var Þor- björn 13 ára og sá eini af systkinun- um sem var eftir á Víðimel 38. Erlendur var kvaddur 1. septem- ber 1958 frá Víðimel 38 með hús- kveðju að gömlum sið þótt hann hafi ekki dáið í heimahúsi. Líklega hefur þetta verið síðasta húskveðja sem flutt hefur verið í Reykjavík. Þaðan var svo gengið til Neskirkju þar sem útförin fór fram. Þorbjörn tók and- lát Ella frænda mjög nærri sér. Þegar fram liðu stundir varð Þor- björn ástfanginn og 12. ágúst 1963 opinberuðu Þorbjörn og Arnþrúður Lilja Gunnbjörnsdóttir trúlofun sína í viðurvist okkar Lofts og foreldra þeirra beggja. Dóttir þeirra Arn- þrúður Lilja fæddist 19. desember 1963. En því miður knúði sorgin dyra og og Arnþrúður Lilja eldri lést fyrir aldur fram. Þorbjörn átti heima á Víðimel 38 í húsinu þar sem hann fæddist þang- að til móðir okkar dó 1992. Það voru ekki slæm meðmæli sem Þorbjörn fékk frá Ásu Andersen sem flutti í nýbyggt húsið með foreldrum sínum 1938 og kom svo aftur eftir lát for- eldra sinna. Hún sagðist sakna hans úr húsinu því að hann væri þægileg- ur í umgengni og frábær nágranni. Þorbjörn varð svo lánsamur að eignast tvö afabörn sem hann var mjög hreykinn af og sem veittu hon- um mikla ánægju. Þau bera nöfn móðurömmu og móðurafa og heita Oddrún og Gunnbjörn. En tíminn líður hratt og að lokum kemur að því sem bíður okkar allra. Faðir okkar Þorbjörns hélt mikið upp á Davíð Stefánsson og vitnaði oft í hann. Ég fer að dæmi hans og vitna í ljóðlínur sem faðir minn hafði á takteinum við ýmis tækifæri: Lífið yrkir þrotlaust en botnar aldrei braginn en breytir fyrr en varir um rím og ljóðaklið. Elsku bróðir. Hvíldu í friði. Bless- uð sé minning þín. Vigdís Guðfinnsdóttir. Þorbjörn frændi er látinn. Hann var 17 árum yngri en mamma en tugnum eldri en við systurnar og í okkar augum var hann eins og stóri bróðir. Hann var í innsta kjarna ef svo má segja. Í okkar uppvexti voru amma, afi og Þorbjörn eitt enda bjó hann alla tíð hjá ömmu og afa eða þar til amma dó árið 1992. Við munum báðar hversu montn- ar við vorum þegar Lilja frænka fæddist og við munum líka sorgina þegar við fréttum að Arnþrúður Lilja unnusta hans hefði látist þegar Lilja var aðeins 7 vikna gömul. Lilja fékk öruggt skjól hjá afa sínum og ömmu í móðurlegg og ólst hún upp í Nökkvavoginum í sambýli við Jó- hönnu móðursystur sína, Jakob mann hennar og börn þeirra þrjú. Jóhanna dó þegar Lilja var 10 ára. Seinni kona Jakobs er Margrét og hafa þau öll reynst Lilju og börnum hennar einstaklega vel. Þorbjörn var rennismiður að mennt og var góður fagmaður. Hann gat þó ekki nýtt sér þá þekkingu til fulls því sjúkdómurinn alkóhólismi náði tökum á honum. Eftir margar meðferðir hjá SÁÁ tókst honum loks að halda sér edrú. Hann sagði sjálf- ur að ekkert minna en víkingasveit- in hefði dugað á sig. Og svo hló hann. Sjúkdómurinn varð til þess að Þorbjörn reyndist Lilju ekki sá faðir sem hann vildi en hann bætti henni það upp eftir að hann varð edrú. Það var kært með feðginunum og hann hugsaði vel um barnabörnin, passaði þau þegar þau voru lítil og fór með þau í sund. Lilja, Oddrún og Gunn- björn veittu honum mikla lífsfyll- ingu og er söknuður þeirra nú mik- ill. Það var gaman að ræða við Þor- björn því hann var víðlesinn og fylgdist vel með pólitík og þjóðmála- umræðunni. Svo hafði hann yndis- legan húmor og tók sjálfan sig ekki of hátíðlega. Hann var lítill efnis- hyggjumaður og tók ekki þátt í lífs- gæðakapphlaupinu og var bara nokkuð sáttur við lífið og tilveruna þrátt fyrir að heilsan hafi ekki verið góð síðustu ár. Hann hafði betur gegn krabbameini en þá gaf hjartað sig. Þorbjörn bjó í mörg ár í Risinu við Snorrabraut en það var lagt niður nýlega. Hann sá um að reiða fram morgunmat og reyndist mörgum vistmanninum vel. Hann hlakkaði þó mikið til að fá afhenta sína fyrstu íbúð við Austurbrún en við fráfall hans fær einhver annar að njóta hennar. Við kveðjum þig, elsku Þorbjörn, með söknuði og sendum samúðar- kveðjur til Lilju, Oddrúnar, Gunn- björns, Péturs og Vigdísar, mömmu okkar, auk annarra vina og aðstand- enda. Hvíl í friði. Þínar frænkur, Marta og Svava Loftsdætur. Þorbjörn Guðfinnsson ✝ Hjörtur Har-aldsson, skírður Heinz Karl Friedla- ender, fæddist í Berlín í Þýskalandi 27. ágúst 1914. Hann lést á heimili sínu, Kleppsvegi 62 í Reykjavík, 27. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Martha Danziger, f. í Zulz í Schlesien í Póllandi, 11.11. 1885, d. 1944 og Joseph Friedla- ender sjóliðsforingi, f. í Hinden- burg í Þýskalandi 28.6. 1884, féll í orrustu á SMS Pommern haustið 1914. Bróðir Hjartar var Walter Friedlaender, f. 20.8. 1911, d. í Frankfurt í Þýskalandi 19.6. 2005. Hjörtur kvæntist 18.8. 1945 Sig- rúnu Haraldsdóttur frá Kolfreyju- stað á Fáskrúðsfirði. Foreldrar hennar voru hjónin Valborg Har- aldsdóttir frá Neskaupstað, f. 5.12. 1901, d. 20.9. 1990 og Har- aldur Jónasson prófastur á Kol- freyjustað, f. í Sauðlauksdal 6.8. 1885, d. í Reykjavík 22.12. 1954. Börn Sigrúnar og Hjartar eru: 1) Haraldur, f. 14.5. 1947, maki Jenny Irene Sörheller, börn þeirra eru Stefán Sandholt og Martha Sandholt. 2) Walter, f. 12.7. 1951, maki Kristbjörg Stein- grímsdóttir, börn þeirra eru lega við landbúnaðarstörf. Hjört- ur kom til Íslands fyrir 73 árum, þ.e. 3. ágúst 1935. Fljótlega eftir komuna til landsins fór Hjörtur til starfa hjá Sigurjóni Fjeldsted í Ferkjukoti í Borgarfirði en fyrir Íslandsförina var hann búinn að fá vinnu þar. Hjörtur starfaði 5 vet- ur á bæjum í Borgarfirði m.a. hjá Guðmundi í Svignaskarði, Einars- nesi og að Hamri. Hjörtur fór suð- ur til Reykjavíkur 1940 og starf- aði á Blikastöðum og Reykjum í Mosfellssveit, en þaðan lá leiðin í Bretavinnuna, þar starfaði hann í eitt ár við lagningu vegar frá Hafravatni að Geithálsi. Hjörtur tók vélstjórapróf í Reykjavík 1943, starfaði í vélsmiðjunni Héðni árin 1941-1950 og eftir það hjá Landhelgisgæslunni til ársins 1953 á varðskipinu Þór og Sæ- björginni hjá Eiríki Kristófers- syni. Hjörtur var einnig á fiskibát- um, m.a. á síld og hákarlaveiðum. Hjörtur starfaði við byggingu Ljósafossvirkjunar og hjá Kristni vagnasmið. Lengst af starfaði Hjörtur sem vélstjóri hjá þvotta- húsi Adolf Smith að Bergstaða- stræti 52 og síðar við sömu störf hjá Fönn og Grýtu. Sigrún og Hjörtur hófu búskap 1945 að Tjarnagötu 39 í Reykja- vík, þaðan lá leiðin á Nesveg og síðar í Skipasund 32. Árið 1960 fluttu þau í Gnoðarvog 14 en þar bjuggu þau í 35 ár þar til þau fluttu árið 1995 að Kleppsvegi 62. Útför Hjartar fer fram frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Steingrímur, Hjört- ur, María og Sigrún. 3) Þorgeir, f. 10.9. 1955, maki Linda Guðmundsdóttir. Börn hans eru Odd- geir, Daníel, Róbert og uppeldissonur Júlíus Brynjar. 4) Ey- þór, f. 24.11. 1956, maki Klara Hans- dóttir. Börn hans eru Lillý, Hjörtur, Ró- bert, Bjarki og upp- eldissonur Árni Heið- ar. 5) Jónas, f. 27.3. 1961, maki Dagný Oddsdóttir, börn þeirra eru Oddur Óli og Dag- ur. Fyrir átti Hjörtur dótturina Elsu Friedlaender, f. 26.12. 1936. Börn hennar eru: Karl Reykdal, Guðmundur Ómar, Martha Krist- ín, Örn, Walter, Halla Sigrún og Haraldur Már. Alls eru afkom- endur Hjartar nú 54 að tölu þ.e. 6 börn, 22 barnabörn og 26 barna- barnabörn. Hjörtur ólst upp í Prenzlauer Berg í Berlín með bróður og móð- ur, sem var orðin einstæð stríðs- ekkja frá fyrri heimsstyrjöldinni. Eftir barnaskóla gekk Hjörtur í verslunarskóla og lauk þaðan námi. Á þessum tímum var erfitt um vinnu en eftir nám útvegaði danskur kennari verslunarskólans Hirti vinnu í Danmörku. Þar starf- aði hann árin 1933 til 1935, aðal- Elsku pabbi. Með sorg í hjarta kveð ég þig. Það er sárt að kveðja. Þrátt fyrir að vita að hverju stefndi þessa síðustu mánuði er hinsta kallið áfall. Allt er svo tómlegt án þín nú. Þú varst stór hluti af lífi mínu, bæði sem faðir, vinur og ferðafélagi. Þú fræddir mig um svo margt úr þínu lífi sem er svo órafjarlægt nútíman- um – um uppeldisárin þín í Berlín. Þau ferðalög sem þú fórst sem ung- lingur, hjólandi hundruð kílómetra til að heimsækja ættingja og vini. Það var þín gæfa að koma til Íslands og setjast hér að. Mér er alltaf minnisstæð sú minn- ing þín þegar þú fyrst sást Ísland hinn3. ágúst 1935 sem farþegi á ms. Brúarfossi. Skipið kom frá Kaup- mannahöfn og hafði viðkomu fyrir utan Vík í Mýrdal en þar fóru nokkr- ir farþegar frá borði. Þú varst með á höfðinu forláta flókahatt sem þér þótti afar vænt um en þennan fagra ágústdag var svo mikill fögnuður í hjarta þínu að sjá Ísland að þú tókst af þér höfuðfatið og kastaðir í átt til lands. Frá þessum degi hefur ást þín á landinu verið trú og trygg. Þau eru ógleymanleg ferðalögin okkar inn- an- og utanlands, enda varstu fræð- andi og góður ferðafélagi. Ættfræði- þekking þín var einstök enda orðinn stoltur Íslendingur fyrir mörgum árum þrátt fyrir að hafa þurft að berjast lengi fyrir þeim rétti. Þú varst með eindæmum réttsýnn, rétt- látur og heiðarlegur. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Með söknuði og þakklæti kveð ég þig, elsku faðir. Far þú í friði. Walter. Elsku pabbi. Nú er komið að leið- arlokum. Mig langar til að kveðja þig með örfáum þakkarorðum fyrir allar ánægjustundir okkar. Ég þakka þér fyrir að vera alltaf svo góður, já- kvæður og hlýr við mig. Þú varst alltaf í svo góðu skapi, kvartaðir aldrei yfir eigin heilsu en gafst alltaf svo mikið af þér. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Megi guð varðveita og blessa stjúpmóður mína. Hvíl í friði. Þín elskandi dóttir, Elsa. Tengdafaðir minn Hjörtur Har- aldsson er fallinn frá á 95. aldursári. Heiðursmaður í orðsins fyllstu merkingu. Hann hafði alla tíð fast- mótaðar þjóðfélagsskoðanir og sterka réttlætiskennd, var stálminn- ugur, vel lesinn, skarpgreindur og leysti m.a. þýskar krossgátur til síð- asta dags. Hann bjó yfir fjölmörgum hæfileikum og hefði getað tekið sér svo ótalmargt fyrir hendur. Hann var hógvær, lítið fyrir lýðskrum og prjál, setti manngildið ofar öðru og var fljótur að greina hismið frá kjarnanum. Hann naut þess að fara í leikhús og fylgdist vel með hvaða sýningar voru í leikhúsum borgarinnar. Ferð- aðist bæði innanlands og utan með Sigrúnu sinni og var afar fróður um staðhætti alla. Hann var þeirrar gæfu aðnjótandi að vera alla tíð svo heilsugóður að undrun sætti og lét aldurinn ekki aftra þess að njóta meðan hægt var, t.d. gekk hann á síðasta ári léttfættur upp allar tröppurnar í Stóra sal Borgarleik- hússins. Ógleymanleg er veisla sem hann bauð okkur ættingjum til á 80 ára af- mælisdaginn sinn í Þýskalandi og 90 ára afmælisfagnaður hans í Perlunni er dýrmæt minning. Hann var alltaf aufúsugestur, hafði góða nærveru, handtak hans var þétt og hlýtt og hann heilsaði alltaf svo fallega með orðunum: „Sæl, elskan mín“. Hjörtur lét þó tilfinningar sínar ógjarna í ljós, hélt þeim fyrir sig og stundum fannst mér eins og hann ætti eitthvað ósagt en það bíður þá betri tíma er við hittumst á ný. Þegar við hjónin sögðum honum í vor að við værum að fara til Berlínar í stutta ferð sá ég í fyrsta skipti tár blika í augum hans. Berlín var borg- in hans. Þar var hann fæddur og þar voru ræturnar. Hann fylgdi okkur þangað í huganum. Tengdaföður mínum þakka ég innilega vináttu og samfylgd í 40 ár og bið góðan Guð sem öllu ræður að blessa minningu heiðursmannsins Hjartar Haraldsssonar. Jenny Irene. Elsku afi. Í dag kveðjum við þig í hinsta sinn. Það eru margar minningar sem koma upp í hugann þegar hugsað er aftur í tímann. Minningar um tím- ann sem við áttum saman heima hjá ykkur ömmu í Gnoðarvoginum og seinna á Kleppsveginum. Það var ávallt glatt á hjalla og nóg um að vera, ýmislegt brallað og skrafað. Það var sérstaklega notalegt að setj- ast inn á skrifstofu til þín þegar maður fékk nóg af skarkalanum frammi í stofu og ræða við þig um allt milli himins og jarðar, enda hafðir þú sterkar skoðanir á öllum málum. Þú hafðir yfirsýn yfir alla þína fjölskyldu og vissir hvað allir voru að gera, alltaf, og þér var alltaf umhug- að um það að allir hefðu nóg fyrir stafni hverju sinni. Elsku afi, þrátt fyrir háan aldur varst þú aldrei gamall fyrir okkur, þú áttir mikið inni. Við munum ávallt varðveita minn- ingar um þig og megi Guð senda ömmu okkar styrk á þessum erfiða tíma. Steingrímur, Hjörtur, María, Sigrún, makar og börn. Hjörtur Haraldsson MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.