Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is FRAMKVÆMDIR eru nú í fullum gangi í Helguvík vegna álvers Norðuráls. Að sögn Ágústs F. Haf- berg, framkvæmdastjóra sam- skipta hjá Norðuráli, eru um þessar mundir nálægt eitt hundrað manns við vinnu á svæðinu og mun starfs- mönnum fjölga jafnt og þétt á kom- andi mánuðum. 800 starfsmenn þegar umsvif framkvæmda ná hámarki Fjöldi þeirra nær væntanlega há- marki um mitt næsta ár þegar áætl- að er að um 800 manns vinni að framkvæmdum við byggingu ál- versins. Íslenskir aðalverktakar (ÍAV) steyptu fyrstu undirstöð- urnar að kerskála álversins í Helguvík 12. september síðastlið- inn. Norðurál í Helguvík fékk á dög- unum úthlutað heimildum til að losa gróðurhúsalofttegundir frá úthlut- unarnefnd losunarheimilda vegna væntanlegs álvers. Þá veitti Um- hverfisstofnun álverinu starfsleyfi í seinasta mánuði. Að sögn Ágústs eiga nú öll leyfi að liggja fyrir vegna verksmiðjunnar. Allar áætlanir gera ráð fyrir að fyrsti áfangi álversins verði tekinn í notkun haustið 2010 og muni kosta 80-90 milljarða króna. Markmiðið er að ál- verið verði byggt í tveimur áföngum. Ráðgert er að fyrsta áfanga verði lokið árið 2010 og að framleiðslugeta álversins verði þá 150 þúsund tonn á ári. Öðrum áfanga á síðan að ljúka árið 2015 og verður framleiðslugetan þá komin í 250 þúsund tonn á ári. Fjárfesting á besta tíma til að jafna út hagsveifluna Nýjustu spár um niðursveiflu í þjóðarbúskapnum allt næsta ár gera ráð fyrir 3% samdrætti fjár- munamyndunar í landinu en það sem á móti vegur er að fjárfesting vegna álvers í Helguvík kemst á fullt skrið á næsta ári. „[…] kemur sú fjárfest- ing á besta tíma til þess að jafna út hagsveifluna“, segir í nýrri þjóð- hagsspá fjármálaráðuneytisins. Áætlað er að um 1.800 ársverk þurfi við byggingu fyrirhugaðs álvers á 6 til 8 ára framkvæmdatíma en eins og áður segir er gert ráð fyrir að byggja álverið upp í áföngum. Þegar vinnsla áls er hafin er gert ráð fyrir að 300-400 ný störf verði til í álverinu og 600-700 afleidd störf í samfélaginu. Skv. upplýsingum fé- lagsins leggja Hitaveita Suðurnesja og Orkuveita Reykjavíkur álverinu til orku og er ráðgert að leggja há- spennustreng neðanjarðar um 7 km leið frá Fitjum að Helguvík. Komnir á fulla ferð  Um 100 manns vinna nú við framkvæmdir vegna álvers í Helguvík  Starfsmönnum mun fjölga á næstu mánuðum VIÐRÆÐUR Landsnets og sveitarfélaga vegna lagningar háspennulínu á Suðurnesjum eru ekki endanlega til lykta leiddar. „Aðilar hafa rætt saman undanfarið og við höfum trú á því að við séum að færast nær lausn og að skapast geti einhver grundvöllur fyrir það að setja þetta í farveg sem báðir geta sætt sig við,“ segir Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets. Komin voru drög að viljayfirlýsingu við Voga og að ganga frá málum gagnvart fleiri sveitarfélögum sem málið varðar en endanleg niðurstaða liggur ekki fyrir í viðræðum Landsnets og Hafnarfjarðarbæjar. Deilan er fyrst og fremst um kostnað og hver skuli standa undir honum, að sögn Þórðar. Báðir eru sammála um að reyna að leysa málið. Sammála um að finna lausn Uppbygging Umfang framkvæmda færist jafnt og þétt í aukana vegna álversins í Helguvík. Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is FRÁ því í sumar hafa rétt rúmlega 100 umsóknir borist Íbúðalánasjóði um greiðslufrest, en sjóðurinn heim- ilar nú þeim sem eiga tvær húseign- ir, og hafa ekki getað selt aðra þeirra, að fresta afborgunum af lán- um. Guðmundur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, segir að unnið sé að því að fara yfir um- sóknirnar. Þá hefur umsóknum til sjóðsins um almenna aðstoð vegna greiðslu- erfiðleika, t.d. vegna tekjutaps eða atvinnumissis, fjölgað talsvert und- anfarna mánuði, en þó sérstaklega í nýliðnum september. Guðmundur segir að þá hafi orðið stökk. „Það fór úr 50 umsóknum, sem verið hefur undanfarna mánuði, í 100.“ Ef sl. september er borinn saman við sept- ember fyrir ári kemur í ljós að fjölg- unin nemur 66%, eða úr 277 umsókn- um í 465. Umsóknum mun fjölga „Þetta er samt minna heldur en var á árunum 2002-2004, þ.e. áður en bankarnir komu með íbúðalánin sín,“ segir Guðmundur. Hann bendir hins vegar á að undanfarin þrjú ár hafi umsóknirnar verið mun færri heldur en nú. Haldi áfram sem horfi sé ljóst að umsóknum eigi eftir að fjölga mikið það sem af sé þessu ári. Hvað varðar greiðslufrestinn er heimilt að fresta greiðslum af lánum sjóðsins á annarri eða báðum eign- um, samkvæmt upplýsingum frá Íbúðalánasjóði. Sama rétt eiga þeir sem eru að byggja og eru með lán hjá Íbúðalánasjóði á nýbyggingunni og/eða þeirri eign sem ekki hefur tekist að selja. Hvíli lán frá Íbúða- lánasjóði á annarri eigninni ein- göngu er hægt að sækja um greiðslufrest á því láni. Spurður út í það hvernig hann meti stöðuna næstu vikur og mánuði segir Guðmundur: „Það er ekki auð- velt að sjá það fyrir nákvæmlega, en auðvitað eru fréttirnar þess eðlis að maður getur átt von á því þessi vandi fari vaxandi. Verðbólgan er gríðar- leg og svo eru menn að missa vinnu. Þá eiga menn rétt á því að koma hér og fara fram á þessa þjónustu, eða þessa fyrirgreiðslu og við höfum reynt að sinna því mjög ákveðið. Ég á von á því að þetta fari mjög vax- andi,“ segir Guðmundur. Hann von- ast hins vegar til þess að það verði ekki mikið stökk frá því sem var í september. Rúmlega 100 hafa sótt um greiðslufrest Margir eiga í greiðsluerfiðleikum Morgunblaðið/Sverrir Eftirsókn Talið er að umsóknum muni fjölga á næstu misserum. Í HNOTSKURN » Íbúðalánasjóður er sjálf-stæð ríkisstofnun sem veit- ir einstaklingum, sveit- arfélögum, félögum og félagasamtökum húsnæðislán til íbúðarkaupa og bygging- arframkvæmda. » Tilgangur sjóðsins er aðstuðla að því að landsmenn geti búið við öryggi og jafn- rétti í húsnæðismálum. Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is MUN minni tekjur af sölu bygginga- réttar en gert var ráð fyrir, verðbólga og mikil lækkun gengis krónunnar urðu til þess að A-hluti borgarsjóðs var rekinn með 395 milljóna króna halla í stað 4,4 milljarða afgangs eins og áætlanir gerðu ráð fyrir á fyrstu sex mánuðum ársins. Skuldir jukust um 58,7 milljarða. Þetta kemur fram í árshlutareikningi Reykjavíkurborgar fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2008 en reikningarnir voru lagðir fram á fundi borgarráðs í gær. Rekstur Reykjavíkurborgar skipt- ist í A- og B-hluta. Til A-hluta telst sú starfsemi sem að hluta eða að öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. A-hluti er Aðalsjóður og Eigna- sjóður. Til B-hluta teljast fyrirtæki sem eru í eigu borgarinnar, að hálfu leyti eða í meirihlutaeign, s.s. Bíla- stæðasjóður, Faxaflóahafnir, Orku- veita Reykjavíkur og fleira. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að rekstrarniðurstaða Að- alsjóðs hafi verið jákvæð um rúmlega 3,6 milljarða á fyrstu sex mánuðum ársins en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 229 milljóna afgangi. Meg- inskýringin á betri afkomu er sögð felast í 3 milljarða króna hærri fjár- munatekjum en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Rekstur fagsviða hafi verið innan ramma fjárheimilda þrátt fyrir meiri verðbólgu en ráð var fyrir gert. „Þetta er jákvæð og mikilvæg nið- urstaða sem sýnir að borgin er vel rekin,“ segir í tilkynningunni frá borginni. Annað varð uppi á ten- ingnum hjá Eignasjóði. Þar námu tekjur aðeins 7% af áætluðum tekjum og jafnframt voru gatnagerð- argjöld á tímabilinu langt undir áætl- un. Alvarleg þróun í fjármálum Verðbólga og gengislækkun leiddu til hærri fjármagnsgjalda og urðu þessir ytri áhrifavaldar til þess að A- hluti borgarsjóðs var rekinn með 395 milljóna króna halla í stað tæplega 4,4 milljarða afgangs. „Árshlutareikningurinn sýnir fram á sterka fjárhagsstöðu Reykja- víkurborgar. Ytri aðstæður valda því að alvarleg þróun blasir við í fjár- málum borgarinnar og við þeim tíð- indum hefur borgarráð þegar brugð- ist með því að vinna stefnumótandi aðgerðaáætlun fyrir komandi fjár- hagsáætlanagerð,“ segir í tilkynn- ingu borgarinnar. Milljóna halli borgarsjóðs  Alvarleg þróun blasir við í fjármálum Reykjavíkurborgar vegna ytri aðstæðna  Þrátt fyrir verðbólgu voru fagsviðin þó innan ramma fyrstu 6 mánuði ársins Borgin Vel rekin en kreppan bítur. Í HNOTSKURN »A-hluti borgarsjóðs er núrekinn með 395 m.kr. halla í stað tæplega 4,4 milljarða af- gangs skv. fjárhagsáætlun. »Hallinn ræðst fyrst ogfremst af bágri stöðu eignasjóðs, því tekjur af sölu byggingaréttar eru aðeins 7% af áætluðum tekjum auk þess sem verðbólga og gengisfall hafa leitt til fjármagns- útgjalda umfram áætlun. Burtséð frá því hversu borgin er vel rekin er ljóst að gengisfallið, samdráttur í byggingariðnaði og verðbólga hafa leikið borg- arsjóð býsna grátt og skuldirnar hafa aukist svo um munar. Þannig kemur fram í árshlut- areikningnum að tekjur sam- stæðu A- og B-hluta eru 6,9 milljörðum lægri en gert var ráð fyrir og er meginskýringin dræm sala á byggingarrétti auk þess sem skatttekjur voru lægri vegna lækkandi útsvars. Gjöldin voru reyndar 1,9 milljörðum lægri en samkvæmt áætlun. Skuldir borgarsjóðs hafa einnig aukist, eins og hjá flest- um. Í árshlutareikningnum kem- ur fram að heildarskuldir A- og B-hluta, að frátöldum skuld- bindingum, eru 194,6 milljarðar en voru 135,9 milljarðar í árslok 2007. Skuldirnar jukust því um 58,7 milljarða króna. Á sama tíma jukust eignir um 37,5 milljarða og skuldbind- ingar minnkuðu um 2,2 millj- arða. Eigið fé A- og B-hluta lækkaði því um 19 milljarða á tímabilinu, að því er fram kemur í árshlutareikningnum. runarp@mbl.is Skuldirnar aukast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.