Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2008 33 Vakna þú sem sefur, veittu hrjáðum lið Verndaðu blómið, sem grær við þína hlið Hlustaðu á regnið, heyrðu dropana falla Himinninn er opinn, Drottinn er að kalla. (Höf.ók.) Elsku systir mín, þakka þér fyrir allt. Hanna Sigurbjörg og Kjartan Davíð. HINSTA KVEÐJA okkur tekið opnum örmum af Sig- rúnu og Jóni hvernig sem á stóð á „járnbrautarstöðinni“ eins og Sig- rún kallaði heimili sitt enda barna- hópurinn stór auk allra barna- barnanna. Skeiðarvogurinn var sannkölluð félagsmiðstöð þar sem notalegt var að koma og ræða dægurmálin yfir kaffibollum. Umræðan fór um víðan völl og ekki var óalgengt að bók- menntir væru til umræðu enda gest- gjafarnir fjölfróðir lestrarhestar og kennarar ofan í kaupið. Sigrún var hamhleypa til verka. Hún fæddi 6 börn, sem öll eru vel heppnuð eins og oft er sagt. Elsti sonurinn, Guðni, féll þó frá á besta aldri og fór þar mikið valmenni. Sigrún vann ávallt fulla vinnu sem barnakennari með frávikum vegna barneigna. Hún var sannkölluð ofurmamma, hélt utan um hópinn sinn, tók fjöl- skyldur inn á heimilið ef þess þurfti. Hún fann sér samt tíma til lesturs, aðallega framtíðarskáldsagna. Hún „varði“ bróður minn, Jón, svo að hann gæti sinnt viðamiklum fræði- störfum sínum. Þá hjúkraði hún Jóni í hans erfiðu veikindum í heilan ára- tug áður en hann lést. Æðruleysi og sjálfsagi, sem Sigrúnu voru í blóð borin, gerðu henni þetta kleift. Matarveislur hennar fyrir alla fjölskylduna um hátíðir voru róm- aðar. Þær hættu þegar ofninn í Skeiðarvoginum var orðinn of lítill fyrir matinn sem elda þurfti. Við Hjördís og fjölskylda okkar færum öllum frændsystkinunum og fjölskyldum þeirra dýpstu samúðar- kveðjur við fráfall minnar litríku og mögnuðu mágkonu. Sigrún var sérlega skemmtilega gefin og húmorinn alltaf til staðar þó að oft væri andbyr í lífi hennar eins og óhjákvæmilegt er í stórri fjöl- skyldu. Farðu í friði. Bergur, Hjördís og fjölskylda. Þegar Sæunn systir okkar kynnt- ist honum Gumma sínum unglingur að aldri var henni tekið opnum örm- um af Sigrúnu, Jóni og stórfjölskyld- unni í Skeiðarvogi. Síðar nutum við þess að tengjast Sigrúnu traustum vináttuböndum ásamt börnum og tengdabörnum hennar. Í marga ára- tugi hefur aldrei borið skugga á samband fjölskyldnanna. Vinátta og tíðar samverustundir hafa aukist og alltaf þegar þess var kostur var Sig- rún með okkur, núna síðast þegar báðar fjölskyldur voru saman komn- ar í Ásenda í ágúst sl. Á kveðjustund viljum við þakka heiðurskonunni Sigrúnu fyrir sam- fylgdina og fjölskyldu hennar send- um við innilegar samúðarkveðjur. Margrét, Björg og Ásta. Haustið er komið. Enn ein skóla- systirin úr útskriftarhópnum frá MR 1950 hefur kvatt þennan heim, Sigrún Guðmundsdóttir. Vegna frá- falls hennar er sár söknuður kveðinn að hópnum, ekki síst okkur sem vor- um með henni í saumaklúbbi. Slíkir klúbbar eru í raun heilmiklar menn- ingarstofnanir í samfélaginu. Þótt þeir kunni að vera vanmetnir af þeim sem ekki þekkja til af eigin raun. Jafnvel þótt þar sé kannski aldrei saumað spor eða prjónuð lykkja. Okkar klúbbur hefur hist reglulega árum saman, jafnvel allt frá skólaárunum. Þar er spjallað um allt milli himins og jarðar – persónu- leg vandamál krufin til mergjar – skipst á skoðunum – fylgst með fjöl- skyldum hver annarrar. Fréttir af börnum og barnabörnum í gleði og sorg. Sannkölluð sálgæsla okkar kvennanna, þegar best lætur. Sigrún okkar var góð og skemmti- leg vinkona. Þegar hugað er að lífs- hlaupi hennar nú að leiðarlokum sýnist manni hún hafa verið hrein kraftaverkakona. Með fullu starfi sem vinsæll barnakennari annaðist hún þetta stóra heimili – börnin urðu sex talsins – af slíkum myndarskap að fátítt má telja. Sigrún og hennar ágæti eiginmaður, prófessor Jón Guðnason, voru samhent í því að búa hópnum sínum tryggt og hlýtt heim- ili. Ekki skorti gestrisni og höfðings- skap við eldri sem yngri. Vinir barnanna alltaf velkomnir, veitingar fram bornar, og þær ekki af verri endanum. Þegar svo kær vinur kveður hvarflar hugurinn að vináttunni sem slíkri. Má sannarlega telja vináttuna hina dýrmætustu eign hverrar manneskju. Kannski næst á eftir farsælum fjölskyldutengslum sem eru að vísu af sama toga. Okkur þótti afar vænt um Sigrúnu og vitum að henni þótti líka afar vænt um okkur. Þarf í rauninni að segja meira? Því hvað er auður og afl og hús ef engin urt vex í þinni krús (H.K.L.) Hinum fjölmörgu niðjum Sigrún- ar sendum við hugheilar samúðar- kveðjur og biðjum þeim Guðs bless- unar. Anna Júlíusdóttir, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Matthildur Marteinsdóttir, Guðrún Þ. Stephensen. Fyrstu kynni mín af Sigrúnu Guð- mundsdóttur og manni hennar, Jóni Guðnasyni, hófust við byggingu rað- húss í Skeiðarvogi árið 1957. Þar átt- um við eftir að eiga samleið næstu 45 árin. Sigrún er nú látin og langar mig að minnast hennar með örfáum orð- um. Eiginmaður hennar lést árið 2002 eftir erfið veikindi. Bæði voru þau kennarar að at- vinnu, Sigrún í marga áratugi við barnaskóla borgarinnar en Jón við Menntaskólann í Reykjavík og síðar í Háskóla Íslands, þá orðinn prófess- or í lok starfsferils síns. Sigrún og Jón eignuðust sex börn. Var mikill samgangur milli barna okkar og góður vinskapur sem enn lifir góðu lífi. Það kom fljótt í ljós að okkur fannst nærvera Sigrúnar og Jóns af- ar góð. Myndaðist gott samband milli fjölskyldna okkar, þar sem börnin voru oft í aðalhlutverki, og komu og fóru að vild öllum til ánægju. En lífið er ekki bara dans á rós- um. Það var ekki lítið álagið á þeim hjónum á þessum árum. Þau voru bíllaus með sex börn, sum á skólaskyldualdri, önnur yngri, sem þau báru á herðum sér inn á barnaheimilið Steinahlíð, áður en þau fóru til vinnu sinnar í skólum borgarinnar. Fyrir kom að við færum saman í útilegur með yngri krakkana. Vor- um við þá í tjöldum sem börnunum fannst vera mikið ævintýri. Og árin liðu eitt af öðru. Þar kom að við hjónin fórum nokkrum sinn- um saman í ferðalag til útlanda sem við nutum í ríkum mæli. Er mér þar efst í huga ferðin til gömlu Júgóslavíu meðan þar ríkti friður. Betri ferðafélaga var ekki hægt að hugsa sér. Og nú er komið að leiðarlokum. Með söknuði kveðjum við nú kæra vinkonu sem við mátum mjög mikils. Megi hún hvíla í friði með þökk fyrir allt sem hún var okkur í meira en hálfa öld. Gunnlaugur Lárusson og fjölskylda. Löngu frímínúturnar í Austur- bæjarskóla eru nýbyrjaðar. Menn streyma inn á kennarastofuna hver á eftir öðrum. Þegar Stefán Jónsson birtist í gættinni verður honum star- sýnt á manneskju sem sest hefur í sófann gegnt dyrunum. Þetta er ung kennslukona, dökkhærð og með svo dökkbrún augu að eftir verður tekið. Að baki henni hanga glæsileg mál- verk eftir Finn og Ásgrím Jónssyni. Sýnin kveikir glóð í huga skáldsins. „Situr í græna sófanum, Sigrún væna snótin,“ hrekkur af vörum hans. Orð hans vekja gleði meðal viðstaddra sem bíða spenntir eftir framhaldinu. „Þetta er svo dýrt kveðið hjá mér að ég get ekki klárað það,“ segir Stefán og brosir í kamp- inn. Þetta var fyrir hálfri öld eða svo. Sigrún Guðmundsdóttir var ráðin kennari við Austurbæjarskólann ár- ið 1956. Hún og eiginmaður hennar, sagnfræðingurinn Jón Guðnason, reistu sér heimili inni í Vogahverfi og eignuðust fullt hús barna. Það var erfitt að vera útivinnandi hús- móðir á þeim tíma. Til að geta unnið nær barnmörgu heimilinu færði Sig- rún sig um set og hóf kennslu við Langholtsskólann og síðar Voga- skóla. Hún var mikið foreldri og síð- ar mikil ættmóðir. Hún var í raun einstakur dugnaðarforkur alla tíð. Þegar börnin höfðu stækkað kom hún aftur til starfa við Austurbæj- arskólann. Það var árið 1980. Þar kenndi hún uns hún lét endanlega af störfum fyrir aldurs sakir seint á tí- unda áratugnum. Í Austurbæjarskóla minnast menn Sigrúnar sem einstaklega fé- lagslyndrar manneskju. Hún var hrókur alls fagnaðar á mannamót- um, hress í bragði, glaðleg, hlátur- mild og hlý. Hún var einnig traustur vinnu- félagi, skörulegur, ákveðinn og kraftmikill kennari. Hún hafði kank- víslegt blik í auga. „Hún skellihló með öðru auganu en var grimm í hinu,“ sagði nemandi sem reyndi að lýsa henni umhugsunarlaust. Það er nokkuð til í þeim orðum. Sigrún stjórnaði nemendum sínum með ást- úðlegum aga, hafði lúmskt gaman af uppátækjum þeirra en gat verið ákveðin ef á þurfti að halda. Þegar upp komu ágreiningsmál, sem nú hefur fyrir löngu snjóað yfir, gat Sigrún verið býsna beinskeytt í samskiptum við vinnufélaga sína. Eitt sinn varð þeim Pétri Sumarliða- syni sundurorða, þó ekki meira en svo að Pétur glotti við tönn og sagði: „Þú ert bara franskt strand,“ og vís- aði þar til suðræns útlits Sigrúnar. Áhugi hennar á djasstónlist harm- óneraði vel við suðrænt yfirbragðið. Það var sveifla í sálinni sem gerði hana opna fyrir takti hvers tíma. Sá sveigjanleiki birtist m.a. í skilningi hennar á málefnum nýbúa og kennslu nemenda af erlendu bergi brotinna. En það er önnur saga. Nýjar kynslóðir kennara hafa stillt saman strengi sína í því spilverki. Sigrún Guðmundsdóttir hefur yfir- gefið sviðið. Samferðamenn hennar minnast hennar með hlýju og þakka samfylgdina. Fyrir hönd samstarfsmanna í Austurbæjarskóla, Guðmundur Sighvatsson og Pétur Hafþór Jónsson. ✝ Guðmundur F.Jónsson fæddist á Hrauni í Keldudal í Dýrafirði 28. júní 1911. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi í Reykjavík sunnudaginn 21. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sigurborg Guðrún Guðmunds- dóttir, f. á Dröngum í Dýrafirði 27.3. 1881, d. 11.3. 1967, og Jón Oddsson, f. á Brekku í Dýrafirði 15.2. 1889, d. 8.9. 1954. Systkini Guðmundar eru Kristinn Guðmundur Jón, f. 1.9. 1912, d. 9.7. 2007, Sigurjón, f. 7.12.1913, d. 2.4. 1978, Ástríður Guðrún, f. 1.1. 1915, d. 10.6. 1915, og Ingvar Gunnar, f. 6.6. 1916. Hinn 17.2. 1945 kvæntist Guð- mundur Halldóru E. Þorvalds- dóttur, f. 2.9. 1901, d. 18.11. 1949. Guðmundur kvæntist 22.6. 1951 seinni konu sinni, Friðmeyju Benediktsdóttur frá Erpsstöðum í Miðdölum, f. 22.6. 1911, d. 12.9. 2003. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 9.8. 1879, d. 15.8. 1947, og Benedikt Snorrason bóndi á Erpsstöðum, f. 6.4. 1878, d. 20.3. 1960. Börn Guðmundar og Friðmeyjar eru: 1) Ísleifur, f. 19.2. 1952, d. 8.9. 2008. 2) Jón, f. 21.5. 1954, kvæntur Renate Gudmunds- son, f. 16.11. 1953. Sonur Jóns frá fyrra hjónabandi er Guðmundur Christi- an, f. 5.6. 1982. Dóttir Renate frá fyrra hjónabandi er Juliane, f. 3.4. 1981. 3) Gunnar Benedikt, f. 12.11. 1955. Guðmundur flyst tæplega ársgamall með foreldrum sín- um inn að Hvammi í Dýrafirði. Hann lauk barnaprófi frá barnaskólanum á Þingeyri 1925. Jafn- framt bústörfum hjá foreldrum sínum í Hvammi stundaði hann sjómensku á línubátum frá Þing- eyri. Undir lok seinni heimsstyrj- aldar flyst hann suður til Reykja- víkur og vinnur fyrst við almenn verkamannastörf og svo hjá Bíla- smiðjunni við réttingar og bíla- málun. Árið 1951 taka hann og Friðmey við búi foreldra hans í Hvammi og stunda búskap þar þangað til fjölskyldan flyst suður til Reykjavíkur 1957. Þau búa fyrst í Drápuhlíð 5 og frá 1964 á Háaleitisbraut 123. Stuttu eftir komuna til Reykjavíkur verður hann meðeigandi í Bílaskálanum og vinnur þar við bílamálun sam- fleytt fram til ársins 1986. Hann öðlaðist meistararéttindi í bíla- málun 1964 og var virkur félagi í Félagi bílamálara frá árinu 1958. Útför Guðmundar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Kæri afi minn. Nú ertu farinn frá því landi sem þér þótti svo vænt um. Farinn til annars staðar þar sem þú munt vera boðinn velkominn og þér mun örugglega farnast vel enda hafðir þú Guð ávallt sem vin. Þú hafðir ferðast vítt og breitt um land- ið og gert margt en varst svo góður að segja mér sögur frá þeim tímum sem fyrir mig virtust vera fyrir óra- löngu en í þinni minningu hefðu þeir atburðir alveg eins getað gerst í gær. Ber þar að nefna margar þær minn- ingar sem þú sóttir á þínar æsku- slóðir í Dýrafirðinum og er ég mjög þakklátur að hafa fylgt þér þangað í fyrrasumar og kynnst með þér þeim fallega stað. Við gistum í Hvammi, því húsi sem þú byggðir í sameiningu með bræðrum þínum og foreldrum. Til þess að hafa það hús ávallt í ná- lægð þinni bjóst þú til snoturt líkan af því sem prýddi stofuna á Háaleit- isbrautinni. Þú varst svo handlaginn við að smíða og iðinn við að dútla við eitthvað, jafnvel þegar þú varst kom- inn á háan aldur. Marga hluti sem fylltu íbúðina lífi á Háaleitisbraut- inni hafðir þú gert með eigin hönd- um. Það var alltaf ánægjulegt að koma í heimsókn. Á barnsárunum og síðar var það sjálfsagt mál að fá að gista hjá ykkur ömmu þar sem mikil hlýja og ró var að finna. Afi, ég er mjög þakklátur fyrir að hafa kynnst þér og margar minningar sem ég geymi og ekki gleymi á ég af þér kátum, brosandi og hressum alla daga. Ég kveð þig, nafni minn, og megi Guð vera með þér. Guðmundur Jónsson. Guðmundur F. Jónsson ✝ Elskuleg móðir okkar, KRISTÍN PÁLSDÓTTIR, Ægisgötu 17, Akureyri, lést sunnudaginn 28. september á gjörgæsludeild Landspítalans. Útförin verður auglýst síðar. Páll Baldursson, Erla Baldursdóttir og fjölskyldur. ✝ Faðir okkar, ÓSKAR ÞÓRIR GUÐMUNDSSON, lést fimmtudaginn 25. september. Ragnheiður Óskarsdóttir, Ragnar Óskarsson, Sölvi Óskarsson. Lokað í dag vegna útfarar SIGRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR. Bergur Guðnason hdl., Skattaþjónustan ehf. ✝ Maðurinn minn, INGVALDUR VALGARÐUR HOLM EINARSSON, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Ljósheimum Selfossi. Útför hans fer fram frá Selfosskirkju þriðjudaginn 7. október kl. 13.30. Helga Símonardóttir, börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.