Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Rafskutla -hagkvæmur farkostur Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is HUGMYNDIR að breyttu skipu- lagi miðbæjarins á Akureyri voru kynntar í bæjarráði í gærmorgun. Samkvæmt þeim er meðal annars gert ráð fyrir því að Glerárgata verði þrengd úr fjórum akreinum í tvær frá Strandgötu að Kaup- vangsstræti, umtalsverðri upp- byggingu atvinnu- og íbúðar- húsnæðis, að nýtingu bílastæða í miðbænum verður breytt og síðast, en ekki síst að margumtalað síki verði að veruleika og muni ná frá Torfunefsbryggju langleiðina upp að Hafnarstræti. Ekki endanlegt Rétt er að taka fram að ekki er um endanlegar tillögur að ræða en Sigrún Björk Jakobsdóttir bæj- arstjóri og Hermann Jón Tóm- asson, formaður bæjarráðs, segja verkefnið langt komið. Þau kynntu stöðu þess að ósk fulltrúa í bæj- arráði og ákváðu að veita fjölmiðla- fólki innsýn í verkefnið í framhaldi þess. Ljóst er að ef síkið verður að veruleika þarf að fjarlægja húsið þar sem Ljósmyndastofa Páls er nú; síkið liggur frá sjónum, upp með Skipagötu 9 að sunnanverðu þar sem til húsa eru m.a. Spari- sjóðurinn Byr og Atvinnuþróun- arfélag Eyjafjarðar og upp í gegn- um portið norðan við hús Íslandspósts. Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um útfærslur á síkinu, sem þau Hermann Jón og Sigrún töluðu líka um sem „vatnasvæði“. Líklega verður það 14 metra breitt en hversu djúpt það verður er enn óljóst. Á þeim var að heyra að lík- lega yrði það með sama sniði frá Torfunefinu við menningarhúsið Hof og upp að Skipagötu, og lík- lega sjávarsíki, en þar fyrir ofan yrði um að ræða grunna tjörn sem hugsanleg mætti nota sem skauta- svell yfir vetrartímann. Tjörnin næði þá frá Skipagötu upp að hús- inu þar sem Akureyrarapótek var lengi til húsa og nú er rekin ferða- mannaverslunin Víkingur. Þar er stefnt að því að sólrík og skjólsæl rými verði beggja vegna. Braunshús, norðan við gamla apó- tekið, verður flutt og þannig mynd- ast göngutenging að Hafnarstræti og Skátagilinu. Töluvert var á sínum tíma deilt um réttmæti þess að síkið yrði að veruleika og vitað að deilt hefur ver- ið um það innan Samfylkingarinnar. Hermann Jón vildi ekki svara því endanlega í gær hvort samstaða væri orðin um síkið í flokknum „Það verður að koma í ljós. Varðandi vatnasvæðið verðum við að finna niðurstöðu sem allir geta sætt sig við,“ sagði Hermann og benti á að allir yrðu hugsanlega eitthvað að gefa eftir. „Grundvallaratriði í mín- um huga er að við látum útgjöld bæj- arins í þessu verkefni miðast við þær tekjur sem bærinn hefur af því. Það þarf að stilla þessu tvennu saman,“ sagði Hermann Jón. Stefnt er að því að kynna bæj- arbúum hugmyndirnar fyrir jól og að fyrir liggi samþykkt deiliskipu- lagstillaga á fyrri hluta næsta árs. Þá yrði þegar hægt að hefjast handa við framkvæmdir, skv. upp- lýsingum bæjaryfirvalda, ef fjár- festar verða áhugasamir, en nú þeg- ar liggja fyrir áform um byggingu hótels og íbúða á svæðinu norðan við síkið. Ekki er þó gert ráð fyrir að byrjað verði strax, en forráðamenn vilja í það minnsta hafa allt tilbúið þegar efnahagslífið færist í betra horf. 150 nýjar íbúðir Gert er ráð fyrir nýjum 3-5 hæða byggingum með yfir 150 nýjum íbúðum og allt að 16.000 fermetrum af atvinnuhúsnæði auk bílastæða- kjallara undir húsum. Áætlaðar tekjur bæjarins af gatnagerðargjöldum verða yfir einn milljarður króna og verða þær að hluta til nýttar til að fjármagna nauðsynlegar framkvæmdir en fyrsta verkefnið sem bæjaryfirvöld vilja fara í að er undirbúa breytingar á Glerárgötu. Stefnt er að því að hún verði öruggari en nú, „og henni breytt í aðlaðandi borgarstræti frá Kaupvangsstræti að gatnamótum við Strandgötu. Á þessu svæði verð- ur hún þrengd úr fjórum akreinum í tvær, en um leið tryggt að hægt verði að snúa til baka ef þörf krefur. Með þessu verður Pollurinn og menningarhúsið Hof órjúfanlegur hluti miðbæjarins,“ segir í frétt frá bænum í gær. Gatan mun liggja á brú yfir síkið. Sigrún Björk telur breytinguna sem gerð verður á Glerárgötu mjög merkilega og mikilvæga. Ekki verði í raun hugsað um götuna sem þjóð- veg 1, þó að hún verði það vissulega áfram, heldur verði dregið úr um- ferðarhraða og áhersla lögð á góða tengingu á milli Hofs og miðbæj- arins. „Alls staðar í heiminum slaka menn aðeins á ef þjóðvegur liggur í gegnum bæi. Þó að hámarkshraði verði minnkaður úr 50 kílómetrum í 30 og gatan mjókkuð lengir það ekki ferðatímann á þessum kafla nema um 30-40 sekúndur,“ sagði Sigrún Björk. Enn gert ráð fyrir síkinu  150 nýjar íbúðir og allt að 16.000 fermetrum af atvinnuhúsnæði  Þó að hámarkshraði á Glerárgötu minnki og gatan mjókki lengir það ferðatímann lítið  „Grundvallaratriði að útgjöld miðist við tekjur“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Nýr miðbær Líkan sem sýnir hugmyndirnar sem nú er unnið eftir. Gert er ráð fyrir að gulu byggingarnar rísi og síkið nái langleiðina upp að Hafnarstræti. Samkvæmt hugmyndum bæjaryf- irvalda verður bílastæðum fyrir al- menning ekki fækkað í miðbænum þó svo gert sé ráð fyrir byggingum þar sem flest stæðin eru í dag. Mál manna er að alla jafna séu næg bílastæði í miðbænum nú, eftir að þau urðu gjaldfrjáls; urðu að klukkustæðum sem svo eru kölluð. Bílastæðum á þó að fjölga; t.d. meðfram götum og fyrir liggja tillögur að bílastæðahúsi eða bíla- stæðakjallara sem munu fullnægja þörfinni, að sögn Sigrúnar Bjarkar og Hermanns Jóns í gær. Ýmsar hugmyndir hafa verið ræddar í þessu sambandi; því hef- ur meðal annars verið velt upp að byggja bílastæðahús vestan við Borgarbíó, og einnig hefur verið varpað fram hugmyndum um að koma fyrir slíku húsi undir Ráð- hústorgi og tvær leiðir nefndar þar niður; annars vegar að ekið verði þangað neðst úr Brekkugötunni, við vesturhorn Landsbankans, og hins vegar þar sem nú er ekið nið- ur í bílageymslu við Strandgötu 3 þar sem Sjóvá og Íslensk verðbréf eru m.a. til húsa. Bílastæðahús undir Ráðhústorgi? RAGNAR Sverrisson, kaupmaður í JMJ, var aðalhvatamaður að íbúa- þinginu Akureyri í öndvegi á sínum tíma, en það var upphafið að þeirri vinnu sem fram hefur farið síðustu misseri um fyrirhugaðar breytingar á miðbæ Akureyrar. Ragnar gladdist í gær þegar staða verkefnisins var kynnt, og sat fund fjölmiðlamanna með forráðamönn- um bæjarins. „Ég er mjög ánægður. Nú sé ég sjötta barnið mitt fæð- ast,“ sagði hann. „Fyrri börnin voru nú heldur ófríð þegar ég sá þau fyrst, eftir að þau komu úr móðurkviði, en þau eru falleg og góð í dag – og ég hef fulla trú á að það sem sýnt er hér í dag verði mjög fal- legt,“ sagði Ragnar. Aðspurður hvort hann teldi að hugmyndirnar sem sýndar voru í gær yrðu að veruleika svaraði Ragnar játandi. „Þetta tekur væntanlega heldur lengri tíma en ég hefði kosið en þetta verður æðislegt.“ Þær nýju áherslur sem koma fram í hugmyndunum byggjast m.a. á íbúaþinginu sem áður var nefnt, en þar komu saman um 1.650 manns í íþróttahöllinni til að ræða um miðbæinn og tækifæri þar. Frekari úr- vinnsla byggðist á tillögu frá arkitektastofu Skotans Graemes Massies (GMA) sem hlutskörpust varð í hugmyndasamkeppni um skipulag mið- bæjarins sem sjálfseignarstofnunin Akureyri í öndvegi stóð fyrir. GMA brást í tillögu sinni við óskum bæjarbúa um „meira skjól og sól“ með því að leggja til að sjávarsíki næði frá Bótinni að Hafnarstræti og lagði þannig til að miðbænum yrði í raun snúið, lægi í austur-vestur og myndaði skjólsæl sólrík rými meðfram síkinu. „Nú sé ég sjötta barnið mitt fæðast“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ánægður Ragnar Sverrisson skoðar líkanið að miðbænum í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.