Morgunblaðið - 03.10.2008, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 03.10.2008, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2008 15 Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Selfoss | „Það kemur í ljós en ég vona að fólk spari eitthvað annað við sig en framlög til góðgerðar- mála,“ segir Bjarni Rúnarsson, for- maður Nemendafélags Fjölbrauta- skóla Suðurlands á Selfossi. Hann skráði sig í gær til þátttöku í lands- söfnun Rauða kross Íslands, „Göng- um til góðs“, að lokinni kynningu Rauða kross fólks í Fjölbrautaskól- anum. Landssöfnunin „Göngum til góðs“ er á morgun, laugardag. Rauði krossinn hefur verið að kynna söfn- unina. Nemendur Fjölbrautaskól- ans tóku vel á móti forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, þegar hann heimsótti skólann til að taka þátt í kynningunni. Ólafar Ragnar hvatti ungmennin eindregið til að ganga til góðs á laugardag. Hann vakti athygli þeirra á sjálfboðaliðs- starfi og sagði að það gæti komið þeim til góða síðar, þegar þau sæktu um að komast í nám eða störf, að geta getið um slík störf í ferilsskránni. Fjölbrautaskólinn bauð upp á sjálfboðið starf sem hluta af námi sínu síðasta vetur og fyrirhugað er að gera það aftur í vetur. Fyrstir á staðinn Forsetinn gat einnig um þátt sjálfboðaliðanna í Rauða kross deildunum og björgunarsveitunum í hjálparstarfinu í kjölfar jarðskjálft- anna á Suðurlandi í sumar. Harpa Dögg Hafsteinsdóttir, nemandi við Fjölbrautaskólann, er í björgunar- sveitinni á Selfossi. Hún kannaðist við þetta, sagðist hafa verið kölluð út tveimur mínútum eftir að jarð- skjálftinn reið yfir. Aðstæður voru hins vegar þannig að hún gat ekki farið því það voru nóg verkefni að kljást við heima. Öllum landsmönnum gefst kostur á að taka þátt í söfnuninni á morgun með því að ganga með bauka í hús og/eða gefa. Hægt er að skrá sig á vef RKÍ, raudikrossinn.is. Harpa, Bjarni Rúnarsson og Bryndís Odds- dóttir, nemendur skólans, ætla öll að taka þátt. „Þetta er frábært framtak og brýnt að koma fólki til hjálpar,“ segir Bjarni. Bryndís býr í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og hún ætlar að fara með söfnunarbauk á milli bæja þar og reyna að fá fleiri til liðs við sig. „Við reynum að virkja alla í sveitinni,“ segir hún. Peningarnir sem koma í baukana á morgun verða notaðir til að sam- eina fjölskyldur á átakasvæðum. Sérstaklega er talað um Kongó í því sambandi. Þar er um 1,3 milljónir manna á flótta vegna borgarastyrj- aldar. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Skráning Hægt er að skrá sig í „Göngum til góðs“ á vef Rauða krossins. Bjarni Rúnarsson skráði sig á lista sem hangir uppi á töflu í skólanum. Bryndís Oddsdóttir og Harpa Dögg Hafsteinsdóttir ætla einnig að vera með. „Vona að fólk spari annað“ Nemar í Fjölbraut á Selfossi ætla að „ganga til góðs“ Í HNOTSKURN »Göngum til góðs er um-fangsmesta fjáröflun Rauða kross Íslands. Hún fer fram annað hvert ár. Allar 50 deildir Rauða krossins taka þátt í söfnuninni í ár. »Fjörutíu milljónir söfn-uðust í síðustu söfnun. Peningarnir voru notaðir til að kosta verkefni í Malaví, í þágu barna sem eiga um sárt að binda vegna alnæmis. RÚMLEGA 172 þúsund farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í september sl. en rúmlega 187 þús- und farþegar í september á síðasta ári. Fækkunin nemur rúmum 15.000 farþegum eða 3,87%. Hlutfallslega meiri fækkun er meðal áfram- og skiptifarþega en þeirra sem eru á leið til og frá land- inu. Frá áramótun nemur fækkun á heildarfarþegafjölda 3,87% en lítill samdráttur er þó hjá komu- og brottfararfarþegum, eða rúmt 1%. Fækkaði um 15.000 farþega Reykjanesbær | Karlakór og mörg af helstu poppgoðum Suðurnesja halda útgáfutónleika um helgina til að kynna nýjan hljómdisk sem ber nafnið „Þú lýgur því“. Karlakórinn hefur rokkað sig nokkuð upp því á diskinum er ein- göngu að finna endurútsett lög eft- ir þekkta Suðurnesjapoppara sem jafnframt koma fram með kórnum. Tónleikarnir verða í Andrews- leikhúsi á Vallarheiði á laugardag og sunnudag. „Þú lýgur því“ Rokk Karlakór Keflavíkur rokkar á tónleikunum í Andrews-leikhúsinu. ÞAÐ var nóg að gera hjá strákunum á Bílaþjónustunni á Húsavík í gær eft- ir að bæjarbúar vöknuðu upp við hálku á götum bæjarins í gærmorgun. Á dekkjaverkstæðinu tóku starfsmenn hvern bílinn á fætur öðrum og settu undir hann vetrardekkin. Þar á meðal var eigandinn og fram- kvæmdastjórinn Ingvar Sveinbjörnsson, sem hér sést við dekkjavinnuna. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Vetrardekkin tímabær

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.