Morgunblaðið - 03.10.2008, Side 1

Morgunblaðið - 03.10.2008, Side 1
F Ö S T U D A G U R 3. O K T Ó B E R 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 270. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er Nýjar 1 lítra umbúðir Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is KAUP ríkisins á 75% hluti í Glitni marka ekki endapunkt í hremming- unum sem nú steðja að íslensku bankakerfi. Þetta kom fram í stefnu- ræðu Geirs H. Haarde forsætisráð- herra á Alþingi í gær. „Ríkissjóður stefnir ekki að því að eiga hlut í Glitni til langframa og mun selja hann þegar aðstæður leyfa. Frum- kvæðið í þessu máli kom frá for- svarsmönnum Glitnis og því fer fjarri að ríkið hafi yfirtekið Glitni með valdboði eða sóst sérstaklega eftir því að eignast í bankanum,“ sagði Geir og benti á að aðrar rík- isstjórnir hefðu gripið til hliðstæðra aðgerða. Nauðsynlegar fórnir færðar Geir sagði að nauðsynlegar fórnir yrðu færðar til að tryggja stöðug- leika fjármálakerfisins. „Í því verk- efni verður sem fyrr gengið fram með hagsmuni almennings að leið- arljósi,“ sagði Geir og hvatti Íslend- inga til að láta ekki hugfallast. „Þjóð- in veit að í aldanna rás hefur það ævinlega orðið okkur Íslendingum til hjálpar þegar bjátað hefur á, að æðrast ekki, heldur bíta á jaxlinn.“ Glitniskaup marka ekki endapunkt  Sóttist ekki eftir að eignast hlut í bankanum Morgunblaðið/Brynjar Gauti Áfram þjóð Ríkið ætlar ekki að eiga hlut í Glitni til langframa, sagði Geir H. Haarde á Alþingi í gær og brýndi Íslendinga til dáða í hremmingunum.  Hagsmunir almennings hafðir að leiðarljósi  Stefnuræða og umræður | 30-31 Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is FJÁRFESTAR sem Morgunblaðið ræddi við í gær sögðu íslensku bankana nánast hafa lokað fyrir viðskipti með gjaldeyri. Einungis í fáum tilvikum var hægt að kaupa gjaldeyri, þá helst til að greiða er- lend lán sem tekin voru hjá við- komandi banka. Í öðrum tilvikum voru kjörin það óhagstæð að við- skiptin voru „verðlögð út af borð- inu“. Það er ekki yfirlýst stefna bank- anna að loka fyrir gjaldeyrisvið- skipti. Hins vegar hefur aðgangur þeirra að gjaldeyri minnkað það mikið að þeir hamstra það sem þeir eiga. Af þeim sökum var velta á ís- lenskum gjaldeyrismarkaði lítil. Auknar áhyggjur Það mátti heyra í gær að áhyggjur fólks í fjármálafyrirtækj- um sem og venjulegum fyrirtækj- um hafa aukist mikið. Öll fjár- mögnun erlendis frá er að verða erfiðari og verið er að loka á lána- fyrirgreiðslu. Margir fullyrða að grípa verði til róttækra aðgerða til að losa um hnútinn. Samkvæmt Bloomberg-frétta- veitunni ráðleggja erlendir sér- fræðingar viðskiptamönnum sínum að forðast íslensku krónuna. Þar kemur fram að tiltrú fjárfesta á fjármálakerfinu hafi minnkað og efasemdir séu uppi um getu hins opinbera til að styðja við banka í erfiðleikum eftir kaupin á Glitni. Kaupa ekki krónur Bankarnir takmarka gjaldeyrisviðskipti  Gjaldeyriskreppan | 19 EF erlendir fjármálamarkaðir opnast ekki fyrir Íslend- ingum þarf íslenska ríkið annaðhvort að sækja um neyðarlán til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða erlendra neyðarbanka, ellegar lýsa yfir greiðsluþroti, og væri landið þá komið í lánstraustsflokk með þjóðum Suður- Ameríku. Þetta segir Gylfi Magnússon, dósent við við- skiptafræðideild Háskóla Íslands. Sérfræðingar sem Morgunblaðið ræddi við eru sam- mála um að hjálp frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum væri algjör þrautalending og í því fælist uppgjöf. Tekið yrði eftir því um allan heim, enda hefðu iðnríki ekki sóst eftir fjárhagsaðstoð sjóðsins um langt skeið, hvað þá land í stöðu Íslands þar sem eru einhverjar hæstu þjóðartekjur á mann í heimi. Þyrfti Ísland hins vegar að lýsa yfir greiðsluþroti myndi fjármálakerfið hrein- lega stöðvast og erlendir kröfuhafar tapa stórfé, að sögn Gylfa. Ekki rætt um að leita til gjaldeyrissjóðsins Úr stjórnkerfinu fást þær upplýsingar að ekki hafi komið til umræðu að leita á náðir Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. Ríkið sé ekki á leið í þrot heldur sé aðeins um tímabundnar hremmingar að ræða vegna erfiðs efnahagsástands á heimsvísu. Lán eða greiðsluþrot? Ísland gæti þurft að lýsa yfir greiðsluþroti sem setti landið í lánstraustsflokk með þjóðum S-Ameríku ef fer sem horfir  Þrautalending og horfur | 4 Efnahagur í óvissu  Úrvalsvísitalan hefur fallið um 22% frá júlí  Gengisvísitalan steig hæst í 213 stig í gær  Viðskipti á íslenskum gjaldeyrismarkaði lítil  Þjóðarbúið skuldar 9.500 milljarða króna FORMENN stjórnarandstöðuflokk- anna hvöttu til þess á Alþingi í gær að verkalýðsfélög, atvinnurek- endur og forystumenn stjórnmála og fjármálalífs yrðu kölluð saman til að ná samkomulagi um hvernig eigi að bregðast við efnahagsvand- anum. Steingrímur J. Sigfússon lagði til að hópurinn sæti þar til samkomulagi væri náð. „Dyrnar verða læstar þar til kominn er hvít- ur reykur,“ sagði hann og lýsti sig reiðubúinn til þátttöku og það sama gerðu Guðni Ágústsson og Guðjón A. Kristjánsson. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Saman Krafan um samráð er skýr. Læst þar til sátt næst

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.