Skinfaxi - 01.07.1926, Blaðsíða 4
52
SKINFAXI
Yormenn lands vaki,
— vígslu guðs taki. —
Braut er að baki. —
Bifröst þeir aki.
Heill Óðins örfum, —
i þeirra störfum
ein sé áskenning:
íslensk þjóðmenning.
Hugir hervæðast, —
hryndrápur fæðast,
goðfræði fögur,
frægar stórsögur.
Ei falli niður
íslands fjörviður.
Æ verndi vættir
vigðar háættir.
Fram, ísland unga,
andi, hönd, tunga,
hjarta, lifur, lunga,
— léttið svefnþunga.
Enn skal margt iðja,
enn skal land ryðja,
— ljós og líf styðja. —
Látum oss biðja!
Jóhannes Eolbeinsson.
Lýðmentun og þjóðrækni.
Ungmennafélögin liafa fleiri og stærri verkefni á
stefnuskrá sinni en flest eða öll önnur félagasambönd
á þessu landi, en í fæstuin orðum má segja, að þau
vinni að lýðmentun og þ j ó ð r æ k n i. Með orð-