Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1926, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.07.1926, Blaðsíða 22
70 SKINFAXI andlegra verðmæta. ]?au eru misjafnlega veigamikil og þeir hafa misjafna aðstöðu til þess, að ávaxta þau. En leiðirnar til þess að ávaxta verðmætin eru margar, og ol'tast er sérhverjum einhver þeirra fær, en þó er það algengt, að cngin þeirra er farin, af því að menn hafa ekki hug á að ávaxta pund sitt. Slíkir menn hljóla þá hegningu, að missa það sem þeir liafa fengið, því að manngildi þeirra rýrnar. Hinir, sem ávaxta pund sitt, vinna til launa, sem þeir fá með auknum þroska. Sigurður Helgason. Súlur. Hverf mér nú draumsýn. pín er ekki þörf. Á þessum stað er veruleikinn betri, er sólin þrykkir sínu geislaletri á sjó og engi, fjöll og dalahvörf. Sem opna bók með ótal fögrum myndum ég Eyjafjörðinn lit af Súlutindum. Sem risavaxnir turnar til að sjá, úr traustu vigi hátt geiminn rísi, og hverju barni veg til sólar visi, svo varðar fjörðinn hnúkahvirfing blá. Hún. felur hafið, hraun og eyðisanda, en himinsýnum göfgar mannsins anda. Hvar get ég fundið sælli sumarstund? Mér sýnist allir vera á liarða spretti, sem þreyti sveinar kapphlaup eftir knetti, svo kvikar lífið niðri’ á sléttri grund. pó hygg cg fleslir leiki langt frá marki, pað lendir alt í tómu fótasparki.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.