Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1926, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.07.1926, Blaðsíða 14
62 SKINFAXI t „Digte“ er meðfer'ðin fastari. Rode er á þroskaleið. Ólgan i blóðinu er að kólna, hægt og hægt, og þó er köngulóarvefur tilfinninganna enn spentur við hverri flugu. Mer er ljóðaflokkur (Cyklus) um skáldið Obst- felder hugstæður. Rode kallar hann fram af gröf sinni. V^r sjáum augnaráð hans, undarlegt og fjarlægt, sem sér hvað aðrir ekki sjá. Vér hlerum þögnina í sál Obst- felders, og kaldur gustur mætir oss af óveðrinu i skapi hans, — skapi hans, sem knúði að dyrum himnanna og sló knúana blóðuga, sem flögraði um ljósið og sveið vængi sína, sem kallaði á guð sinn og heyrði hinn hola hlátur auðnarinnar.“ Rimestad segir órimað ljóð „Fæðingin“ hið mesta afrek Rode áður en hann orkti „Ariel“. Maður á að fæðast í heiminn. Hátiðabragð og hversdagsbragur fell- ur í faðma. pað er milcil stund og örlagarík. Maður einn lileypur eftir ljósmóðurinni. Hó! Frakltinn þinn flögrar í vindinum, hatturinn hallast — og skapið er i æsingu. Og Ijósmóðirin! Gefið henni ósvikinn kaffibolla .... hún er önnum kafin við leyndardóminn. Og nýr heimsborgari stendur á þröskuldi lífsins og er blautur hvirfillinn; ljótur er hann, blár og blóðugur, sem her- maður nýsloppinn úr blóðugum bardaga. Og móðirin hvilir með hros á vörum, magnþrota í rúminu, en með frelsaða limi og frelsaða sál, ljómandi af hvítum kær- leik frá hvirfli til ilja, mildari og bjartari en stjörnu- her vetrarbrautarinnar.“ priðja ljóðabók Rode, „Ariel“ kom ekki út fyr en 1914. pað er lítil bók, en gefur þó fullkomna mynd af skáldeðli hans. Hér er að finna undarlega eining sál- arfræði og ljóðrænna hræringa, sem er eitt höfuðein- kenna Rode, í miklu ríkara mæli en t. d. í sorgarleik- um hans eða „Iírig og Aand“. Bókmentafræðingar segja, að hér kenni mjög skyld- leika Rodes og Shelleys hins enska. Mun það satt vera, að ekki er trútt um að svo sjo. en þó vantar Rode

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.