Skinfaxi - 01.07.1926, Blaðsíða 39
SKINFAXI
87
«uenn gengnir úr leik og sjálfur fararstjórinn varð að
fialda kyrru fyrir um tima. Vér afréðum að halda áfram
ferðinni, meðan unt væri, og enn vorum vér þó sjö.
.íón og Viggó urðu eftir á veitingahúsi í Moss.
Næst var ferðinni heitið til Sarpsborgar. Skeyti var
sent þangað um það, að vér glímdum ekki nema á
g'óðum trépalli. í Sarpsborg fengum vér liinar bestu
viðtökur. Sýningin fór vel frarn. — Sarpsborg liggur
fast við Glommelfuna. ]?ar er fossinn Sarpur; er bann
að nokkru leyti virkjaður og eru þar reknar stórar
pappírsverksmiðjur. Yfir fossinn er bygð brú og er hún
ramger. Yfir akveginum liggur járnbrautin. Er vér
stóðum þarna og virtum landslagið fyrir oss, kom eim-
iestin með skrölti og gauragangi. Vér stóðum, sem agn-
dofa meðan lestin þaut áfram yfir höfðum vorum og
færðumst um leið í aukana og lyftum ósjálfrátt öxlum,
að lílcindum til þess að geta betur tekið á móti, ef eitt-
hvað bilaði undir lestinni.
11. júní höfðum vér sýningu i Friðrikshald. Voru
þarna sæmilegar viðtökur, en þé) sá þar á, að þar var
ekkert starfandi ungmennafélag. Friðrilcshald stendur
við mjóan fjörð, Iddefjörðinn. Umhverfið er fagurt.
Bærinn er víggirtur. Var vigið bygt 1687. Er það reist
á brattri hæð austan við bæinn. Skamt frá virkinu er
dálítill járnturn, þar er minnismerki Karls tólfta. Á
hann er letrað: „30. nóv. 1718.
„Han lcunde iclce vilca,
blott falla kunde han.“
Eins og kunnugt er, ætlaði Karl tólfti að leggja Noreg
undir sig, en Norðmenn reyndust harðir í horn að taka
og þessi dirfskuför Karls kostaði hann lifið. Fékk haiin
kúlu í höfuðið, þar sem hann var lijá hermönnum sín-
um, í skotgryfjunum. Frá þessum tírna á Friðrikshald
merkilega sögu, þvi þarna var háð hörð barátta gegn