Skinfaxi - 01.07.1926, Blaðsíða 17
SIÍINFAXI
65
orðið milíið ágengt, og sál hugsjónanna liefir þar megn-
að að bræða þó nokkuð af skammdegisgaddinum, sem
kæfði andlegan gróður þjóðarinnar á hnignunartímum
hennar.
Æskulif ýmsra manna er ofið úr margvíslegum
þáttum, sem stundum virðast eiga fremur illa saman.
Lund þeirra er viðkvæm og lítt hörðnuð. Af þeirri
ástæðu verða þeir auðveldlega fyrir áhrifum frá um-
hverfi sínu. En annarsvegar er veikur vilji, sem oi't og
tiðum megnar ekki að halda huganum við ákveðna
stefnu. Glaðværðin auðkennir líka æskulífið, og löng-
un, — sem stundum getur verið nálega stjórnlaus —
til nautna. En sökum skorts á skarpskygni og reynslu
eru dreggjar gleðihikarsins stundum nokkuð beiskar.
Hrygðin -— andstæða gleðinnar — auðkennir líka æsku-
lífið. Hrygð yfir einhverju, sem ekki er ávalt létt að
gera sér grein fyrir hvað sé. J?etta þunglyndi stafar
stundum af eðlilegri rás náttúrulögmálanna, stundum
af óeðlilegum athöfnum eða hugarástandi o. s. frv. En
dýpstu rótanna mun þó ávalt mega leita í skapgerð ein-
staklingsins.
punglyndið og glaðværðin eru oft dálitið kaldhæðnis-
lega samantvinnuð. En þar sem annaðhvort eða bæði
finnast i mjög ríkum mæli, er hvorttveggja dapurlegt.
Óstjórnleg hneigð til allskonar gleði og nautna hlýtur
að standa í vegi fyrir heilbrigðum þroska og störfum,
ekki síður en drungalegt þunglyndi og barnaleg hrygð
yfir einhverju, sem menn vita ef til vill ekki hvað er, né
getur hatnað. En ef æskumaðurinn hefir við eitthvað
að stríða, eilthvað, sem i raun og veru er þrándur i
götu fyrir andlegum framförum hans, þá bendir dapurt
skap, hrygð og þunglyndi oft á veikan vilja; en mað-
ur með veikum vilja bíður ávalt ósigur, ef nokkuð veru-
lega reynir á. Eina ráðið til þess, að vera viss um sig-
urinn, er það, að hervæða vilja sinn með öllum hugs-