Skinfaxi - 01.07.1926, Blaðsíða 21
SKINFAXI
69
blæs á móti. En ábyrgðin dregur úr viljaþróttinum og
sálarfriðnum, þvi að
„—• — þegar að sólhvörfum sigur,
svíða okkur naprast og vcrst,
vanefndu, hugþekku heitin
hundsuð við biðir og frcst.“
Alvara á ekkert skylt við lífsleiðindi og þunglyndi.
Alvörumaður getur verið lífsglaður ekki síður en gleði-
maðnrinn. pað eru meira að segja likindi til þess, að
hann sé að jafnaði lifsglaðari. Gleðimaðurinn teflir
meira á tvær hættur. En það er ungæðisleg ástríða
æskumarina að stikla fram á naumustu brún. Gleði-
maðurinn er eins og sæfarinn, sem siglir kjölfestulaus-
um bátnum, með fullum seglum i röstina ,og lætur
sjóða á keipum. En eitt mishepnað handtak getur hvolft
bátnum lians. Alvaran er kjölfestan i lífsfleyinu.
Eg hefi áður minst á, hvern þátt ungmennafélögin
geta átt i uppeldi manna, ef þau ná tilgangi sínum.
Áhrifa þeirra á innra lífið gætir að sjálfsögðu éinnig
í ytra lífi manna. pau eru nokkurskonar undirbúnings-
skóli, sem gerir mönnum fært að taka góðan þátt í
hinu raunverulega og margbrotna félagslífi þjóðarinn-
ar i heild sinni, með þvi að æfa menn við að vinna
saman. — fslenska þjóðin er fámenn, barátta hennar
fyrir tilveru sinni er ströng, því að náttúrugæðin eru
af skornum skamti. Hún er þvi fátæk og hefir slæma
aðstöðu til framfara, alt þetta lilýtur að opna augu
manna fyrir þörfinni á góðri samvinnu.
Æskumennirnir eru líkir þjónunum í dæmisögunni,
sem tóku við fjársjóðum húsbónda síns til geymslu.
pjónarnir fengn misjafnlega mikið fé í hendur og þeir
ávöxtuðu það misjafnlega, og einn þeirra skilaði jafn-
hárri upjúiæð og liann tók við.
Sérhver einstaklingur fær líka í vöggugjöf veganesti