Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1926, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.07.1926, Blaðsíða 30
78 SKINFAXI Nafnkendur dómari í New York, Crane að nafni, segir: „Niutíu og niu af liverjum hundrað unglingum, á aldrinum frá tíu til seytján ára, sem fram fyrir mig eru leiddir, sakaðir um glæpi, eru gulir um fingurna af sigarettu-eitri. J?að er hvorki af neinum kenjum né af löngun eftir að fá orð á mig fyrir að vera neinn sér- stakur siðbótarmaður, þó eg láti í Ijós, að það er ein- læg sannfæring mín, að sígarettur eigi jafnvel enn meiri þátt en ölföng, í þvi að eyðileggja unglingana. þegar maður hefir komist í kynni við drengi, sem bún- ir eru algerlega að missa heyrnina fyrir áhrif sígarettu- eilursins, drengi sem stela frá foreldrum sínum og vandamönnum, drengi, sem hlált áfram þverneita að taka nokkurt handtak og leggja ekkert annað fyrir sig en fjárdrátt og þjófnað, þá getur maður ekki hjá þvi komist að hugsa, að öll þessi ógæfa eigi rót sina í einhverri sérstakri ástæðu. Og að mínu áliti er hægt að rekja rælur fjölda margra af þessum afbrotum æskulýðsins til sígarettu-nautnarinnar. pað er eitthvað það efni í sígarettu-eitrinu, sem læsir sig um öll líf- færin, að hver einasta siðferðistaug rotnar og hrekk- ur í sundur.“ pessi sami maður segir ennfremur, að vænta megi að lífsferill hvers drengs, sem venji sig á að i*eykja sígarettur, verði þannig: Fyrsta stig: Sígarettur. Ann- að stig: Bjór og annað áfengi. ]?riðja stig: Smávegis fjárdráttur. Fjórða stig: Fjárdráttur í smærri stíl. Fimta stig: pjófnaður. Sjötta stig: Fangelsi. þ>að er ekki langt síðan að það kom fyrir i New York, að drengur nokkur rændi móður sína og barði hana til óbóta fyrir það, að hún vildi ekki gefa honum peninga til þess að kaupa fyrir sígarettur. Yið og við má sjá í blöðunum sagt frá því, víðsvegar um landið, að dreng- ir hafi rænt og stolið peningum til þess að fullnægja með löngun sinni í sígarettur.“ Annar dómari í New York segir svo frá fyrir

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.