Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1926, Blaðsíða 46

Skinfaxi - 01.07.1926, Blaðsíða 46
94 SKINFAXI Landfestar voru leystar. Vér þyrptumst allir saman á þilí'arinu og veifuðum til þeirra sem i landi voru, og enn heyrðum vcr hrópað: „Berið kveðju til Islands. Komið heilir til Noregs aftur.“ Björgvin var að hverfa, þessi bær, sem á fáa sólskinsdaga. En þegar sólin skín, þá er sem öll borgin brosi, allir dáðst að góða veðrinu og fagna yfir því livað borgin þeirra sé nú falleg. Og satt er það, Björgvin er fallegur bær. 29. júní komum vcr heim aftur, allir að mestu heilir, nema Jörgen, sem lá i taugaveiki i Osló, og kom hann ekki heim fyr en í ágúst sama sumar. Ferðin kostaði oss mikið, bæði að fé og áreynslu, en endurminningarnar eru svo margar og góðar, að förina teljum vér fremur tekjur en tjón. pá er þessi ferðapistill á enda. Er hann í raun og veru meira skýrsla, en skemtileg frásögn. Hver árang- ur ferðarinnar hefir orðið, geta lesendur að nokkru Ieyti sjálfir s. ð. íslenskir menn, undir íslenskum fána, sýnu ramislenska iþrótt. Og livervetna vel telcið. Mega slíkir atburðir teljast góð auglýsing um sjálfstæði vort. För sem þessi getur og verið mikill menningarauki, og vil eg vona að þessi för leiði til þess, að fleiri verði farnar. Eru ekki marg'r drengir, sem vilja vera með í för- inni? En þér fáið ekki að fara, nema því að eins, að þ r iðkið glimuna rækilega. pér þurfið að auka lijá yður hreysti og harðfengi, lipurð og snarræði, kurteisi og prúðmensku. petta er markið, sem þcr verðið að keppa að, en það næd seint, nema því að eins, að þér neitið yður um áfeng’ og tóbak, s'uð ákveðinn reglumaður. Gerið þá heitstrengingu i dag að ná þessu marki, drag- ig það ekki til morguns. E f n i ð þ e 11 a, þá auðnast yður að lyfta fána vor- um hátt, þá fáið þér að fara með í liverja þá för, sem óspilt æskulöngun kýs!

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.