Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1926, Blaðsíða 48

Skinfaxi - 01.07.1926, Blaðsíða 48
S)G SKINFAXI Ferðir. Starfsmaður U. M. F. í. var staddur s. 1. sumar á héraSsmótum ungmennafélaga í Skaftafellssýslu, Ár- nes- og Rangárvallasýslu og á Borgfirðingamóti. Mun verða getið nánar um mót þessi í næsta hefti Skinfaxa. í september fór starfsmaður félaganna norður um íand með Kristjáni Ivarlssyni, formanni U. M. F. í. Á suð- urleið gafst kostur á að tala við ýmsa formenn ung- mennafélaga. — í byrjun þessa mánaðar fór starfsmað- ur félaganna um Rangárvallasýslu og heimsótti 511 fé- lög, sem eru þar innan U. M. F. í. Var aðalerindið að tala við þau um „Suðurlandsskólann“. Mjög eru ungmennafélög á Suðurlandsundirlendi sammála um, að héruðunum sé mesta nauðsynjamál að fá skóla, sem reistur verði fyrir háðar sýslurnar, Ár- nes og Rangárvalla. Rlaðgjöld. Öllum ungmennafélögum mun kunnugt um, að þeim ber skylda til að greiða Skinfaxa ekki siðar en í októ- ber ár hvert, og svo er um aðra kaupendur ritsins. — Hvcrt ungmennafélag á að greiða ritið til hlutaöeigandi héraðsstjórnar, en þær sjá um að gjöldin séu send til afgreiðslu ritsins, svo fljótt, sem auðið er. Afgreiðsla ritsins er á Undralandi við Reykjavík. Pósthólf 516. Sími 521. Gjöf. Héraðssamband U. M. F. Vestfjarða gaf kr. 50,00 til þrastaskógar, síðastliðið sumar. Skinfaxi þakkar gjöf þessa. FÉLAGSPRENTS MIÐ JAN

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.