Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1926, Blaðsíða 44

Skinfaxi - 01.07.1926, Blaðsíða 44
92 SKINFAXI Næsta dag fórum vér til Stávangurs með járnbrautar- lest. pað var dimt í lofti og rigningarúði og naut því illa útsýnis. Hér liggur brautin eftir endilöngum Jaðr- inum. Jaðarinn er eilt af víðfrægustu héruðum Noregs. J?að er ekki vegna sérstakrar náttúrufegurðar að Jað- ars er svo mjög getið. Landið þar er yfirleit flatt og sviplítið. J?ar skiftist á grjótöldur og ásar með lyng- gróðri og mýrasund. Hér liggur Noregur að opnu út- hafi og ber viða á folcsandi við ströndina. Hér liefir jörðin borið þyrna og þistla. Milcið af þessu landi er nú ræktað og ber góðan ávöxt. Jkiö eru bæudurnir, sem hafa gert Jaðarinn frægan. J?eir liafa iátið jörðina lilýða sér með föstum vilja og þéttum handtökum. Foksand- urinn er mjög heftur og stór landsvæði eru sem óðasl að klæðast i iðgræna barrskóga. Reisuleg bændabýli í skjóli laufríkra lunda umvafin bylgjandi kornökrum eru livervetna á Jaðrinum. pannig hafa Jaðarsbænd- urnir skapað sér land. pegar vér komum til Stavangurs tók A. Sövik í móti oss. og bauð oss velkomna. Sövik er einn af þeim norslui gestum, sem kom til íslands 1924. Seinna um daginn höfðum vér sýningu á Bjergsted, sem er skemtistaðúr í útjaðri bæjarins. Yar þar fjöldi áhorfenda og oss vel fagnað. Meðal þeirra, er gáfu sig á tal við oss, var Ivar Hövik; er hann ritstjóri „Rogalands“. Hann hefir dvat- ið á íslandi og hefir allmikinn áhuga fyrir íslenskum bókmentum. í norskri þýðingu er til eftir hann „Piltur og stúlka“. Að kveldi næsta dags fórum vér frá Stavangri til Björgvinjar. Veður var hið besta og ekkert var til þess að liindra oss frá því að njóta útsýninnar. Á bryggjunni í Björgvin biðu komu okkar þeir Andres Skásheim bankagjaldkeri og E. Hirth. Sýndu þeir oss, sem fyr, hina mestu umhyggju. Nú brosti Björgvin við oss, en vér máttum ekki tefja lengi, þvi að nú urðum vér að búa oss sem fyrst undir lieimferðina. Vér heimsóttum

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.