Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1926, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.07.1926, Blaðsíða 38
86 SKINFAXI setið var undir borðum, J>ar á meðal „Ó, guð vors lands“ Hér voru i boði með oss mag. Vilhjálmur p. Gíslason og Vilhjálmur Finsen ritstjóri. Direktör Berdal (lif- tryggingafél. ,,Andvaka“), sem vér þáðum miðdagsverð hjá, hélt liér tölu. Hafði hann komið til fslands og lét mjög vel yfir för þeirri. Berdal er höfðingi í lund og vildi slcemta oss sem best. Skamt frá Frognesæter er merkilegt skíðasafn. Eru þar allskonar skíðategundir, þar á meðal „andrar“. Er það skíðategund, sem Lapjjlendingar nota mikið. Skíði þessi eru klædd skinni og er sagt að þau renni illa. En aldrei lileðst. á þau, og gott kvað vera að ganga á þeim upp i móti, því að þá veita hárin á skinninu við- spyrnu. parna eru og ýmsir munir frá ferðum þeirra I\. Amundsens og F. Nansens. Er þar tjald Amundsens, er hann reisti á suðurskautinu 14. des. 1911. Nöfn þeirra Amundsens og Nansens eru mikilsverð fyrir norsku þjóðina, því að þau hvetja æskuna til afreka og benda á norrænan víkingsvilja, sem leitar að stærstu hættum og örðugleikum, svo að hreystin fái að njóta sín sem best. 9. júní fórum vér til Voss. Jörgen varð að vera eftir í Osló, vegna þess að hann var mjög veikur. Hafði hann verið veikur undanfarna daga. þegar til Moss kom, var Jón j?orsteinsson svo veikur, að hann mátti ekki vera á fótum. Horfðist nú ekki vænlega á fyrir oss. Vér urð- um þó að lialda sýningar, þar sem þær höfðu verið aug- lýstar. Glímdum vér þennan dag. Glimusvæðið var hálfgróinn sandvöllur, mjög ójafn. Sýningunni var vel tekið og oss þakkað með hlýjum orðum fyrir komuna. En þessi sýning varð oss dýr, því að nú varð Viggó Nathanaelsson óvígur. Hafði komið brestur á annan fótlegginn um öklann. petta slys varð eingöngu vegna þess hvað völlurinn var slæmur. Nú fór að grána gamanið! tveir hinir bestu glimu-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.