Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1926, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.07.1926, Blaðsíða 1
Runhenda íslenskra vormanna. Út hjá íshafi í Atlants blákafi, lagði Ijósgjafi land und sólstafi. Gintu góðvœttir goðbornar ættir lífs þar að leita, langdvalar neyta. Risu brátt bygðir, birtust þegndygðir; — hertu holltrygðir hjálmar gullskygðir. — Bjó við lireint hjarta lieiðrikjan bjarta, benti á baldjökul bygðin árvökul. Náði ei neyð sandi, —• norrænn vorandi, sæll á sólgandi sveif yfir landi. — Hugir hervæddust, hryndrápur fæddust, goðfræði fögur, frægar stórsögur.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.