Skinfaxi - 01.07.1926, Blaðsíða 12
60
SKINFAXI
Iiafa á norrænunl nútíðar bókmentum. Er )?að að ýmsti
illa farið, því maðurinn er eftirtektarverður og að ýmsu
anerkilegur. i
Helge Rode var aðeins tvítugur að aldri, er liann
gaf út fyrsta Ijóðasafn sitt: „Hvide Blomster“. Vorú
<þar þá þegar dregin svo skýr mörk og einkenni skáld-
lundar lians, að þangað má rekja og þar má finria
flesta þá þætti, sem slungnir eru um eðli hans, og síðár
verða hjartataugar i skáldskap lians. i
Hið unga skáld liefir eigi hlerað annað en sitt eigið
skáldeðli; og er það framar öðru i ætt við æskuna og
vorið. En eins og vordagurinn er eigi ávalt sólskins-
dagur, og æskan ekki óblandin unaður, svo er og til-
finning Rodc gagnvart lífinu blandin: Hann finnur
til þess með skelfing og hrifning í senn, að liann er
til, að hann og tilvcra lians verður ekki út skafin né
afmáð; bak við hið gráa og hversdagslcga, hak við
vanaviðkvæðin liggur lífið, sem er gáta, sem ráða skal,
hulda, sem töfrar og tryllir í senn. Jafnvel í hinum
alþektustu fyrirbrigðum rís hið óþekta upp á aftur-
fótunum.
Skáld þurfa fyrst og fremst að vera þeirri gáfu gædd,
að geta undrast yfir öllu, smáu og stóru. Helge Rode
hnýsist í spilin, þótt hvorki séu það f járhættu eða mann-
hættuspil. Hann lýsir því, sem hann hefir séð og heyrt
í sinni eigin sál, í náttúrunni og manna á meðal, á
þann hátt, að menn verða í fyrstu að gruna hann uríi
að vera bæði tilfinninganæman, blygðunarsaman og
me^'jarmannslegan um of.
Raunhyggjan hafði í þá daga framræst og þurkað
mýrar rómantisku stefnunnar, ef svo má að orði kveðá,
sem byrjuð var að gerast vatnsósa og fúl. Var og á því
brýn þörf. En nú þótti mörgum skrælnað um of, er
eigi gætti lengur að neinu tilfinninga og hugsæis. Rode
sló nú aftur á streng hins dýpra og dulrænna í mann-
legu eðli. Hann lagði þá naumast kapp á sterkar og