Skinfaxi - 01.07.1926, Blaðsíða 19
SIÍINFAXI
67
un orsakast af andlegum eyðingaröflum, sem fara her-
skildi um sálina. peim verSur hver sannur maður að
veita viðnám. Tvö vopn vil eg benda á, sem eg tel mik-
ilsverð gegn þeim. ]’að er víðsýni og frelsi.
pröngsýnið stafar af myrkri vanþekkingarinnar og
kæruleysisins. í skjóli þess þróast alt ónýtt, óliæft og
skaðlegt. Víðsýnið er andstæða þess. pað veitir útsýn
yfir mannlífið. Fyrir víðsýnum augum dylst hvorki feg-
urð né óprýði. pað er afleiðing sannrar þekkingar og
skerpir bæði hugsunina og viljann. Skýrar hugmyndir
um frelsi eru hollar fyrir alla þá, sem standa í farar-
broddi f>TÍr samtökum, er eiga að standa helst um
aldur og ævi, þroskast og taka framförum. Sérhver ein-
staklingur verður að liafa frelsi til þess að hugsa og
starfa, eins og honum er eðlilegt. En hlutverk skipu-
lagsins er það, að bcina hugum manna inn á hinar holl-
ustu brautir. 011 föst, ófrávíkjanleg kerfi verða fyrr
eða síðar dauður bókstafur — og hókstafurinn deyðir.
Mörgum æskumönnum virðist líf sitt vera tómt og til-
gangslaust, og þeir reyna að fylla tómið með einhverju
móti. pessi tilfinning er ekki altaf jafn sterk, oftast
bægja skyldustörfin henni frá, en þegar þau eru ekki til
að halda mönnum vakandi, legst hún á með tvöföldum
þunga. pá er gripið til skemtana af einhverju tæi. 1
fámenni eins og víðast er í sveitum á landi hér, getur
það leitt inn á hina heillavænlegustu braut. Skemtanirn-
ar eru oí'tast bókalestur eða skoðun hinnar ytri náttúru
á slíkum stöðum. pó fámennið hafi ýmsa ókosti í þessu
sambandi, hygg eg þó að það hafi fleiri kosti. En þar
sem fjölmenni er sainan komið eru tómstundirnar geysi
hættulegar. 0. S. Marden segir, að flestir æskumenn
sem glatist, verði fyrir því á kveldin.
Oft eru skemtanir ekki nægilegar. Tómleikinn getur
hvílt eins og farg yfir huganum. pað sýnist ekki vera
unt að lilæja hann, dansa né drekka hurt. En þá er ein.