Skinfaxi - 01.07.1926, Blaðsíða 27
SKINFAXI
75
mennafélögin sóma síns vegna ekki annað en lagt
kapp ó að minning Eggerts megi verða sem veglegust.
Skal það nú rökstutt nánar.
Eggert Ólafsson kemur fram á þeim tima, þegar ís-
lenska þjóðin er hnept í bóndabeygju fátæktar og fram-
taksleysis, og það sem verst var af öllu, hún bafði glat-
að trúnni á mátt sinn. Siðferðisþróttur þjóðarinnar var
mjög að þrotum kominn, og sú skoðun, að varpa
allri sinni áhyggju upp á landsföðurinn, konunginn
úti í Kaupmannahöfn, ruddi sér stöðugt meir og meir
lii rúms.
En mitt í þessu svarlnætti glóa þó fagrar árstjörnur.
j?á tekur hver ágætismaðurinn við af öðrum til að
vekja og hvetja þjóðina. Sá þeirra, sem altaf verður
einna bjartast um, er Eggert Ólafsson.
]?að starf, sem Eggert hefir gctið sér mestan orstír
fyrir og að maklegleikum eru rannsóknir hans á nátt-
úru landsins, og gegnir það furðu, hve miklu hann og
félagi hans Bjarni Pálsson fengu afkastað í þeim efnum.
En Eggerts er við i'leira getið. Hann er einnn af fyrstu
viðreisnarinönnum íslenskrar tungu, ogeinn hinn fyrsti,
sem fyrir alvöru reynir að vekja þjóðernistilfinningu
þjóðarinnar. pað starí' lióf liann þegar á stúdentsárum
sinum úti i Kaupmannahöfn. Eggert gerði og mikið að
því, að opna augu manna fyrir ágæti margra þeirra
hluta sem innlendir eru og livatti menn til að búa að
sínu. Er litlum vafa undirorpið, að margt hefði hetur
skipast okkar málefna, ef margir hefðu verið sama
sinnis og hann og starfað í lians anda. Á dögum Egg-
erts var áfengisnautn all almenn, ekki sist meðal hins
hetra fólks er svo kallaðist. Að minni hyggju er liann
einhver fvrsti Islendingur, sem opinberlega sýnir fram
á skaðsemi áfengisnautnar, og er það fyllilega í sam-
ræmi við önnur þjóðarheillastörf haris.
Einn af fremstu mentamönnum vorum hefir sagt í
fyrirlestri um ungmennafélagsskapinn að stefnuskrá