Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1926, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.07.1926, Blaðsíða 16
64 SKINFAXI vsénta. Og til eru þeir, sem líta á starf lians sem spá- mannlega köllun. •Eg hætti mér á engan hátt á þá refilstigu að fara i mannjöfnuð milli Rode og annara merkra skálda. Eg minnist í því sámbandi orða spekingsins og skáldsins fræga, Maurice Maeterlineks. Hann segir einhversstað- ar: „Að jafna saman skáldum — þeim, sem nafn hera með réttu, — er óðs manns æði. Á einu skeiði æfi minn- ar er það þessi, á öðru hinn, sem nært hafa anda minn kjarnfóðri og knúð dýpsta tóna úr strengjum sálar minnar.“ Jóhann Frímann. Bréf til íslenskra ungmennafélaga. Ungmennafélögin tóku sér göfugt verkefni fyrir liendur í upphafi. pau ásettu sjer að vinna að marg.vís- legum framförum og þjóðþrifamálum: Bæta ræktun, styðja að iþróttum, fegra móðurmálið og yfir höfuð beina braut liverskonar menningarstraumum og fram- förum. En það fer ekki lijá þvi, að félagssamtök, sem bygð eru á slíkum grundvelli starfi einnig á öðrum svið- um, jafnframt því, sem þau vinna að sýnilegum fram- kvæmdum. Hefir reynslan sýnt að svo er. þar, sem fé- lögin hafa náð allmikilli rótfestu, sést árangur starf- seminnar einkum í tvennu, í ytra útliti svæða þeirra, sem félögin hafa náð yfir, og meiri félagslund og sam- vinnuanda þcirra, sem heima eiga um þær slóðir. Störf þau, sem félögin kveðja meðlimi sína til að inna af hendi, hafa uppeldisáhrif og verða meðul til þess að þeir nái siðferðislegri kjölfestu og þroska. þar sem skil- yrði hafa verið góð og ötulir menn til forystu, hefir

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.