Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1926, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.07.1926, Blaðsíða 28
76 SKINFAXI lians ætli að felast í orðunum: íslensk sveitamenning,. og hygg eg að flestir ungmennafélagar geti samþykt það. En eg spyr: Á íslensk sveitamennig nokkurn glæsi- legri fulltrúa en Eggert Ólafsson? Eg held varla. pað liafa fáir, og cl' til vill enginn Islendingur haft augun jafn opin fyrir þvi ágæti, sem íslensku sveitirnar bera í skauti sinu, og hann. En honum var ekki nóg að sjá það cinum. Hann vildi brenna það inn i hug og lijarta hvers einasta íslendings. pað sýnir „Búnaðarhálkur“ og önnur kvæði hans ljóslega. Eitt af greinilegustu einkennum Eggerts var kjark- ur og karlmenska. Ekkert var honum fjær skapi „en krjúpa og vola“. Ivarlmenskan skin út úr öllu hans ævi- starfi og lífi alt til hinstu stundar. Eg þykist nú hafa bent á, að Eggert Ólafsson er sá maður er fyrst her fram ýms þau mál er ungmennafé- iögin síðar hafa tekið á stefnuskrá sína. Og því er það, að mér þykir ekki minkunarlaust, ef þeirra verður að engu getið meðal þeirra, sem sýna 200 ára minningu Eggerts Ólafssonar tilhlýðilega virðingu. Ungmennafélögin eru liugsjónafélagsskapur. Ekkert er jafn vel fallið til að fylkja mönnum um hugsjónir og minning þeirra manna, sem hnigið liafa á vígvell- inum í baráttunni fyrir þær. pað er þvi félögunum. sjálfum fyrir hestu að leggja eitthvað á sig í þessu efni. En hvað á að gera? pví er fljótsvarað. Sjóður einn liefir verið stofnaður, og her hann nafn Eggerts og er- ætlaður til að styrkja islensk náttúruvísindi, en þeim helgaði Eggert mest af kröftum sínuni. Eg skora því á ungmennafélögin að taka sig nú til og leggja ríflegan skerf í sjóð Eggerts fyrir 1. des. n. k. pað má segja sem svo, að fjármagn félaganna sé litið og tíminn orðinn skammur. En slíkar mótbárur tel eg lítils virði. Hið eina, sem á ríður er að menn skilji að þarna eru félögin að styrkja hugsjónir sínar, að þau:

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.