Skinfaxi - 01.07.1926, Blaðsíða 23
SKINFAXI
71
Sem táið þel í spunakonu knjám,
í keltu fjallsins þokuhrannir tefja,
og sérlivern hjalla votum örrnum vel'ja,
og vagga yfir földum slcuggagjám.
En reykjarstróka bændabýlin rétta,
í hlæjalogni upp til liæstu kletta.
í austri blasir fögur fjallasveit,
— í fjarska, líkt og borg sem rís úr hafi,
og allir tindar flagga fannatrafi,
en fela’ i dölum sérhvern gróðurreit.
Svo geymir ísland yl við hjartarætur,
þó andi köldu langar vetrarnætur.
Svo nemur augað vestui"veg um stund.
par vantar ekki jökulkrýnda tinda,
sem liampa svipum margvíslegra mynda,
er mótað gætu forna hetjulund.
En gullöld vor er gleymsku-ryði drifin.
]?að ganga nú svo fáir bröttu klifin.
Já, hér er lífið ekkert myrkra mók.
Hér markar sérhver geisli skírast letur.
Vor fjalladrotning flestum öðrum betur
er fær að þýða náttúrunnar bók.
Hún kennir oss með djúpum reynslu rökum
hin réttu brögð i lífsins glímutökum.
pvi ræð eg þér að ferðast upp um fjöll,
og fá hvern vöðva þreyttan af að klifa.
Á sjónarhæðum lærir þú að lifa
og leita gulls í vorri Dofrahöll.
En trú þó ei þeim leiki alt í lyndi,
sem lífið sér af hæsta Siilutindi.
Á. Dalmanns.