Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1926, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.07.1926, Blaðsíða 20
68 SKINJAXI leið til, sem ávalt er örugg og gengur fyrir öðrum, hjá öllum þeim, sem hugsa lengra en til líðandi stundar. pað er að eiga sér áhugamál, sem menn geta unnið fyrir og iiclgað tómstundir sínar. Hugsjónirnar veita þannig lifsfyllingu og þrótt. Sigurður Nordal lætur Steinunni segja við Álf: „Á eg að gefa þér lamb, Álfur; lamb, sem etur af borði þínu og sefur við brjóst þitt. þ>ú verður að vinna fyrir þvi, vera þreyttur og kaldur vegna þess og hrædd- ur um það, þegar það er að klifra í klettunum. — Á eg að gefa þér lamb, Álfur, sem getur kent þér hvað það er, að lifa.“ petta má heimfæra til hugsjónanna. Sá, sem vinn- ur fyrir góða hugsjón af alhug, hann mun vissulega vita livað það er að lifa. Að lokum vil eg benda á eitt mikilvægt atriði, sem hliðsjón verður að hafa af, ef nokkru verulegu á að verða ágengt. pað er alvaran. Léttúð er eitur fyrir hugsjónir. Hún bendir á rótleysi og andlega vesæld. Alvaran er merki viljafestu og þrautseigju. Menn mega ekki hugsa sér gjörvalt lifið sem garrian- Ieik. því fyr sem menn temja sér að líta hlutina aug- um hugsandi manns, þvi betra. ]?ótt einhverjir séu ef til vill svo ólánssamir, að sjá enga alvöru í lífinu og halda að hún sé ekki til, eða breyta — að minsta kosti — eins og það sé skoðun þeirra, getur sú trú ekki staðið lengi. Áður en varir koma vandamálin fram í dagsljósið og krefjast úrlausnar. Æskan er fljót til hrifningar, og á hrifningarstund- unum taka menn margar góðar ákvarðanir og leggja niður fyrir sér, hvernig þeir skuli verja lífinu svo, að gagnið og blessunin verði sem mest af störfum þeirra. þcssar fyrirætlanir reynast oft reykur einn. Alvöru- leysið grandar þeim. pað þarf alvöru til þess að þjóna hinum góðu málefnum með trúmensku, ef eitthvað

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.