Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1926, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.07.1926, Blaðsíða 34
82 SKINFAXI unum finst ómögulegt að vera án þeirra. í því er aðal- hœttan, sem af þessum reykingum stafar, innifalin, að nautn sígarettanna vekur sívaxandi löngun eftir meiru, sem þeir ekki geta fullnægt. peir, sem komnir eru svo langt, að reykja eitt hundrað eða hálft annað hundr- að af sígarettum á dag segja, að þó ílönguninni sé full- nægt rétt á meðan þeir eru að reykja, þá vakni hún jafnskjótt og þeir hætti, og einu gildi þó að þeir reyki hverja sígarettuna á eftir annari, löngunin sé jafn- óstjórnleg og friðlaus eftir sem áður. Óhóflegar sígarettureykingar hafa þau áhrif á hlóð- rásina, að lijartað veikist smátt og smátt, uns það hættir að geta gegnt störfum sínum, og maðurinn deyr. Noregsförin 1925 eftir Sigurð Greipsson. 6. júni héldum vér enn af stað með járnbraútarlest- inni. Kl. var 11 um morguninn. Veður var bjart og heitt. Að vörmu spori var Voss liorfinn sjónum vorum. Hér liggur brautin um aðalhálendið til Austurlands- ins. Landslagið er úfnara og harðbalalegra, eftir þvi sem ofar kemur. Skógurinn verður gisnari og kræklu- legri, uns hann hverfur að mestu uppi á hálendinu. Enn er nokkur snjór á fjallinu. En nú leysir liann ört. Hálendið er sem óðast að klæða sig úr vetrarhjúpn- um. „Flaumen gaar, i Noreg er vaar“. í 1222 m. hæð uppi á hálendinu er járnbrautarstöðin Finse. par uppi var alt þakið snjó. Nam lestin hér staðar í 10 mínútur. Flestir farþegar fengu sjer þarna hressingu. Er þar ýmislegt á boðstólum til þæginda fyrir ferðamenn. Vér þurftum helst svalandi fæðu, því að bæði vorum vér þyrstir og heitir. Islenska skyrið var svo ofarlega

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.