Skinfaxi - 01.07.1926, Blaðsíða 37
SKINFAXI
85
ari. BaS hann aÖ síðuslu íolk aS lirópa liúrra fyrir
íslandi. — pá talaði Christensen, kennari, og mintist
hann ferðar siniiar til Islands af miklum hlýleik. par
talaði og 0. Helset um íþróttir og gildi þeirra. Sagði
hann, að sannir íþróttamenn væru ágætir kynnendur
þjóðarinnar ut á við.
pá var oss glímumönnunum gefinn silfurbikar hverj-
um, og var á hann letrað: „Eitt Minne frá Oslo 1925“.
pökkuðum vér fyrir gripina.
Að síðustu var leikið á fiðlu, og var það Alfred Maur-
stad, vel þektur spilari, sem lék. pað er ungur maður,
friður sýnum, sannarlegur kóngssonur í æfintýri. Hann
er i norskum þjóðbúningi, sem klæðir hann vel. Hann
snertir mjúklega strengina, stilíir þá livern af öðrum
og nú hefir hann fengið hlj ómana svo samstilta að hann
unir við það. Og nú hefst fyrsti þátturinn; það er gam-
all, norskur stökkdans, þrunginn af fjöri; norsk vor-
leysing. pá spilar hann „selferð“. Frá strengjum fiðl-
unnar heyrist gaukur gala, suðandi lækjarniður, lilæj-
andi selstúlkur og klingjandi búsmalabjöllur. Kýrnar
eru komnar á stöðulinn. pað tekur undir í skjólunum,
þegar mjólkurboginn fellur í þær. Mjöltunum er lokið.
Selstúlkurnar hlægja og masa. Iíýrnar eru aftur reknar
af stöðlinum út í hagann og bjölluhljómurinn hverfur
smám saman út í fjarskann. Selferðinni er lokið. En
Maurstad lætur ekki liér staðar numið. Hann leikur
mörg fleiri lög og hrífur alla áheyrendur með sér
Honum er líka vel þakkað að lokum.
Margt fleira var þarna til skemtunar, svo sem þjóð-
dansar og kórsöngur. Var þetta liinn glæsilegasti fögn-
uður, sem stóð langt fram á nótt.
Daginn eftir hélt „Norrænafélagið“ oss samsæti á
Frognersæteren, skemtistað fyrir utan borgina. par er
veitingahús, bygt í þjóðlegum stíl, rekið saman úr digr-
um bjálkum. Var þar hljóðfærasveit, sem ljek, meðan