Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1926, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.07.1926, Blaðsíða 24
72 SKINFAXI Skemtiferð. U. M. F. Dagsbrun í Hnappadalssýslu licll fund 2. ágúst 1925; var fundurinn vel sóttur. Fyrsta mál á dag- skrá var að fclagar færu í skemtiferð. Um staðinn sem fara skyldi til, komu fram þrjár tillögur, og varð sú samþykt, að riða fram í Stakkhamarsnes. Formaður fél. lét ánægju sina í ljósi yfir að félagsfólk skyidi velja þennan stað, því að liann væri bæði sléttur og fagur; einnig óskaði hann eftir að skemtiferðin yrði fram- kvæmd næsta sunnudag (9. ágúst) og var það samþykt. Vikan leið fljótt, að okkur unga fólkinu fanst, því að þurkar voru og heyskapur geklc vel. Sunnudagurinn rann upp, bjartur og fagur, dálitil þokuslæða á fjöllunum, en inndælt veður i sveit niðri. Við, af mínum bæ, fórum af stað kl. ÍO1/^ og vorum fjögur saman. Riðum við sem leið liggur niður með lítilli á, sem kölluð er Grímsá. pegar er við komum að alfaravegi, biðu okkar þar fjórir félagar, sem slé)g- ust í hópinn, og riðum við sem leið liggur niður að sjó. Ekkert bar til tiðinda; allir voru kátir og glaðir. Við komum að bæ, sem Borgarbolt beitir, þar er tví- býli, og stóð annar húsbóndinn á blaði úti og bauð öll- um að koma í bæinn; fengum við þar góðar viðtökur. paðan fórum við 15 í hóp. Dágóður vegur er þar bæja milli. Næsti bær við Borgarbolt heitir Stakkhamar. Riðum við létt þangað, þvi að hestarnir voru vel viljug- ir. Formaður okkar býr að Stakkhamri og stöldruðum við þar nokkra slund. Fólkið dreif að úr öllum áttum og var hópurinn orðinn allstéir, er lagt var af stað þaðan fram í nesið. Allir vildu fara greitt yfir, þvi að gaman var að ríða góðum hestum á hörðum sandinum. pegar í nesið kom, var byrjað á að reisa stöng fyrir islenska fánann, á dálitlum hól. Klukkan var um 1, er búið var

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.