Skinfaxi - 01.07.1926, Blaðsíða 5
SKINFAXI
53
inu lýðmentun er hér átt við alt, sem hægt er að þekkja
og nema á íslensku og hverjum manni og konu þessa
' lands er skylt að kunna skil á, til þess aö geta orðið
(sæmilegur borgari þjóðar sinnar, hvar sem liann skip-
ar rúm. — Hitt er sérmentun, sem býr fóik undir að
. stunda ákveðna atvinnu. — pjóðræknir eru þeir, sem
þekkja og kunna að meta andlega og efnalega séreign
íslendinga að fornu og nýju og telja sér skylt að nota
eign þessa til að styðja alþjóðarheill.
Margir telja, að Islendingar séu þjóðræknir og lýð-
mentuð þjóð, og vel má vera, að þeir standi þar ekki
nágrönnum sínum að baki. pó er víst, að mikið skortir
þar á það, sem ætti og mætti vera. Skulu hér tekin
nokkur dæmi því til sönnunar. Eitthvað virðist bogið
við lýðmentun þeirrar þjóðar, sem lætur barnaskóla
sína kenna börnum dönsku og það áður en þau eru
fær um að lesa móðurmál sitt stórlýtalaust, og hér er
mikið af sílesandi fólki, sem ekki hel’ir hugmynd um
dýrustu perlur íslenskra bókmenta. Er óhætt að full-
yrða, að þar er um afturför að ræða; mun það mörg-
um hugsandi manni áhyggjuefni. pó er það enn verra
að sjá hér daglega gefin út blöð, sem misþyrma mjög
íslensku máli. Má það heita óþolandi þjóðarskömm.
Margar aldir liefir þjóðin verið háð erlendu valdi, og
liðið ómetanlegt tjón af því. Margir af bestu sonum
íslands hafa varið miklum hluth æfi sinnar til þess
að berjast fyrir islensku sjálfstæði. Um mörg ár var
það stórmál mesta viðfangsefni Alþingis og stjórnmála-
blaða. Nú er sjálfstæðið fengið. ísland er fullvalda ríki,
og það er sem flestum finnist, að ekki þurfi frekar
um þau mál að hugsa. pó að hér sé alt fult af tima-
ritum og blöðum, ber það varla við, að getið sé um
stórmál þetta.
Andstæðingar áfengis slökuðu mjög á klónni og þótt-
ust komnir í örugga höfn, þegar bannlögin gengu í
gildi, enda voru lögin samin samkvæmt þjóðaratkvæði,