Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1926, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.07.1926, Blaðsíða 25
SKINFAXI 73 að spretta af hestunum o« hafa fataskifti. Bauð þá for- maður alla vclkomna og óskaði, að allir væru samhuga um að skemta sér vel; einnig gat hann þess, að svarað yrði tveim spurningum. ]?á var sungið og þvi næst svar- að spurningunum og var þeim vel svarað. Svo var farið að leika sér; farið i ýmsa útileiki, svo sem „vefa vað- mál“, „hlaupa í skarðið“ o. s. frv., og dansað í klukku- tíma. Nokkrir piltar ]?reytlu hlaup á rennsléttum sand- inum. Var gaman að sjá þá léttklædda hlaupa á ljósum ægisandi með speglandi hafið fyrir framan, er sólin kysti með geislum sínum. — Að hlaupinu loknu seltust allir að snæðingi og síðan var aftur farið að dansa og leika sér. Dagurinn leið fljólt, þvi að veður var himneskt og allir skemtu sér í besta máta og eining og friður rikti meðal allra. Að síðustu voru læstar reyndir, og varð það til að auka á ánægjuna. pcgar flest var þarna saman komið, mun það hafa verið 70—80 manns. Klukkan 9 var haldið heimleiðis. Allir voru sam- l'erða svo lengi sem unt var. Við komum að Borgarholti og vorum þá 40—50. Var ekkert undanfæri að við kæmum þar í bæina og drykkjum kaffi og mjólk. Meðan sumir voru að drykkju léku aðrir sér úti á túninu. — pað var liðið á nóttina, er flest af fólkinu kom heim. Kvöddust allir er vegirnir skildust. Hefi eg aldrei verið á skemtun eða í skemtiferð, sem jafnmikil eining ríkti og þennan sólríka dag, sem lét eftir sig svo góða cnd- urminningu. M. ö. Athugasemd. Smágrein, með yfirskriftinni „Skrúð“, er í síðasta hefti Skinfaxa (mars 1926), sem eg vildi minnast hér á fám orðum.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.