Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 89

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 89
SKINFAXI 89 heimskulegu og vanhugsuðu tilmæli: Snúðu við, þegar komið er í óefni fyrir þér, og þú veizt, að þú ratar ekki til baka. Snúðu við og gakktu í bindindi, þegar þú finn- ur, að vínið hefir svift þig viti og vilja, svo að þú ert orðinn ánauðugur þræll vínþorsta og drykkjufýsnar, og veizt, að þú getur ekki sigrað. Snúðu við, þegar þú ert viss um, að það er of seint og ómögulegt. Svona vörn er nauðvörn, og engu síður þó að þjóðfrægir garpar stýri henni. Herra Claessen er mér sammála um það, að ávextir vínnautnar séu fjáreyðsla, ómennska, eymd, siðleysi, giæpir, sjúkómar og hverskonar auðnuleysi. Báðum er okkur því illa við ofdrykkju. En svo skilja leiðir. Hann virðist vera sljór fyrir því, sem hver félagslega þrosk- aður nútímamaður veit, að drykkjusiðir og drykkju- tízka eru stöðugt að skapa og móta nýja og nýja of- drykkjumenn. Menntaður samtímamaður okkar skilur, að hver sá maður, sem bragðar áfengi, lýtur drykkju- tízkunni og gerir hana þar með voldugri. Drykkjutízk- an er tizka einasta vegna þess, að henni er lotið svo oft og víða. Þannig orsakast það, að hver sá, er drekkur, færir i aukana þann aldarhátt, sem kennir öðrum að drekka, og drekkur þvi ef til vill öðrum til meira tjóns en sjálfum sér. Á þessum timum sæmir ekki annað en vita það, að hver sá, er sýnir áfengisnautn nokkra sam- úð, er með því að viðhalda þeim aldarhætti, sem veld- ur hamingjuráni fjölda manns. Hver sá, er bragðar á- fengi, er með því að kalla bölvun ofdrykkjunnar yfir sum börn okkar og bræður. Eg skil ekki, að það sé einkamál og eg spyr: Sæmir það siðuðum mönnum? En eg hefi engin deili séð til þess, að herra dr. med. yfirlæknir Claessen skildi þetta. Það er ástæða til að athuga þetta dálítið nánar, og skýra betur afstöðu okkar, sem erum refjalausir bind- indismenn. Við þekkjum öll þjóðsöguna fomu og aust- Urlenzku, um þá bræður Kain og Abel. Drottinn spurði

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.