Skinfaxi - 01.04.1944, Qupperneq 7
SKINFAXI
7
annarra og framtíðarinnar. Slíkt er oft ekki talið til
hygginda. Frelsis- og menningarbarátta liæfir og ekki
reikningsmeisturum varfærninnar og sérhagsmunanna.
Þar er þörf dirfsku æskunnar og örlætis. Sænskir
stjórnvitringar spurðu málsvara Norðmanna haustið
1814, hvern kost þeir gætu valið, ef þeir höfnuðu til-
boðum Svía viðvíkjandi stöðu Noregs. „Við munum
velja bið ömurlega", svaraði Norðmaðurinn. — Heldur
að velja leið, sem veraldarhyggindin töldu ófæra, en
að slá af frelsiskröfunum, ganga að skilmálum, sem
skertu sjálfstæði fósturjarðarinnar enn um sinn. „Aldr-
ei að víkja,“ var vigorð Jóns Sigurðssonar. Þetta er við-
horf æskunnar. Þetta er hennar „örvandi hönd.“ ís-
lenzk æslca hlýtur að láta til sin taka þessa vordaga.
Ef til vill má finna einhverja smáagnúa á algerum sam-
bandsslitum nú. Það mál verður sennilega ævinlega
viðkvæmt iiópi manna, hvernig sem á stendur. En
þjóð, sem ann frelsinu og vill verða frjáls, hún verður
jafnvel að velja hina ómögulegu leið, og hversu miklu
fremur, þegar möguleikinn er fyrir hendi. Annars verð-
ur hér ekki farið út i einstölc lagaatriði.
Sautjándi júní 1944. Dagur minninganna um frjálsa
Islendinga, dagur ákvarðana, að íslendingar gerist nú
frjálsir í anda og sannleika .
Það er fullmikið lalað um Dani og þeirra tilfinningar
i sambandi við þetta mál. Danir voru í rauninni af-
greiddir 1. des. 1918. Horfum fram á veginn. Til hvers
verðum við frjáls þjóð?
Norðurlandaþjóðirnar eru ekki að skilja. Þær eru að
færast saman. |Hinn eini stóri málstaður sameinar og
allt annað gleymist. Fyrir frelsið, ekki íslands á kostn-
að Danmerkur né nokkurs annars ríkis, iiafa þeir fallið,
Nordahl Grieg, Kaj Munk og góðir íslendingar, sem
hafa látið lífið af völdum stríðsins við friðsamleg störf
sin. Þegar frelsið er annars vegar, hvei-fa allir smámunir
og formvandkvæði, aðgreining þjóða og einstaklinga,