Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1944, Page 12

Skinfaxi - 01.04.1944, Page 12
SKINFAXI 12 fi-elsið æðra. Engin þjóð getur, sér að meinalausu, gefið það við friðnum. En hitt getur og hefir orðið gæfuvegur, að selja friðinn fyrir frelsið. Hví erum við íslending- ar þá að liika og deila, pegar við getum náð fullu frelsi, án þess að fórna nokkru — nema sundr- ungunni. Ég er ekki fróður mað- ur um þau mál, sem hér um ræðir. En mér skilst, að enginn íslendingur, sem málum er kunnugur, efist um rétt þjóðarinnar til að kveðja að fullu dönsk yfirráð á þessum misserum. Hvað er þá um að deila? Jú, það er deilt um kveðjuaðferð. Allir vilja þó rétta Ijróðurhönd, og láta fylgja hróðurliug og „bróðurlegt orð“. Og varðar það ekki mestu? Þvi vissu- lega er það mikil þjóðargæfa og meiri en ég hygg að margur geri sér grein fyrir, að geta, eða öllu heldur að geta ekki annað en skilið við núverandi kynslóð og konung drottinþjóðarinnar með hlýjum liuga og þakk- læti fyrir mannúð og skilning. Þung eru örlög þeirrar þjóðar, sem neyðist til að brjótast úr fjötrunum með hatursfullu hjarta. Ég áfellist ekki þá menn, sem vilja fara aðra leið en þá, sem meiri hluti Alþingis hefir ákvcðið. Skiptar skoðanir um leiðir eru oftast eðlilegar, þó talcmark- ið sé eitt. En það ætti hverjum íslendingi að vera ljóst, að þegar málið er lagt fyrir þjóðina, þá má ekkert at- kvæði vanta, og því síður vera neiikvætt um aðalatriðið.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.