Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1944, Page 25

Skinfaxi - 01.04.1944, Page 25
SKINFAXI 25 Nú er það ár byrjað, sem ber þenna dag í skauti sínu. Nú er að því komið, að heitustu óskir Islendinga, um margar aldir og dýpstu þrár geta rætzt. Nú er það undir ]>eim einum komið, livort alda baráttu á senn að verða lokið, með glæsilegum sigri eða hvort enn skuli heðið óákveðinn tíma að stíga lokaskrefið. Enn sem fyrr eru skoðanir skiptar um leiðir. Enn eru til menn, sem finnst sitthvað athugavert við það, <'ð ganga hiklaust að verki. — Svo hefir verið síðan Islendingar glötuðu sjálfstæði sínu á 13. öld, og svo ®un það verða á meðan málið er ckki að fullu til lykta leitt. Ef híða ætli eftir þvi, að allir Islendingar yrðu sam- rnála um lausn málsins, livenær sambandsslit skvldu fi'am fara og með hverjum hætti, þyrfti enginn að vænta fullkomins frelsis fyrst um sinn. — Nei, i ár er hinn i'étti tími til að hinda enda á þetta margra alda deilu- mál. — Við, sem nú lifum, eigum þeirri hamingju að fagna, að geta gefið ættjörð okkar stærri og veglegri gjöf, en nokkur börn nolckru sinni liafa gefið móður sinni: Frelsi og sjálfstæði. — Ilver vill skerast úr leik, Því skal ekki trúað, að nokkur Islendingur bregðist skyldu sinni, þegar þjóðaratkvæðagreiðslan fer fram. — Að minnSta kosti treysti ég þvi og trúi, að ungmenna- félagar um land allt láti „eklci skelfa sig leiðsögu hans, sem leggur á læpasta vaðið.“ Þeir munu ekki lcunna við sig i hópi þeirra manna, sem kjósa heldur að sitja eftir á bakkanum, en eiga það á liættu að vökna í fætur, í vaðinu í ánni, sem skilur á milli frjálsra manna og ófrjálsra. '

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.