Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1944, Síða 26

Skinfaxi - 01.04.1944, Síða 26
26 SKINFAXI Skúli Þorsteinsson Eskifirði, formaður Ungmennasambands Auslurlands: Geymum ekki að taka rétt vorn. Hugsjónir þær, sem ungmennafélögin hafa tiyllt og starfað fyrir,hafa jafnan verið sá eldurinn, sem bezt Iiefir ornað í sjálfstæðis- og menning- arbaráttu þjóðarinnar. Ungmennafélögin áttu merkan þátt í þeim sigri, sem vannst 1918. Þau fluttu með sér hinn hress- andi andblæ, sem skapaði með þjóðinni bjartsýni og baráttuhug. Trú á fram- tíðina, ást til landsins og virðing fyrir þjóðernislegum og menningarlegum verðmætum var sá óður, sem þau kváðu þjóðinni. Stefna þeirra og störf var þá og er enn í fullu samræmi við lífshugsjón forsetans, Jóns Sigurðssonar, þess manns, sem þjóðin öll hyllir í virðingu og þökk. Enda þótt ungmennafélögin séu hlutlaus í haráttu stjórnmálaflokkanna innanlands, þá hafa þau aldrei farið i felur með afstöðu sina til liverskonar yfirdrottn- unar eða óeðlilegrar íhlutunar óviðkomandi aðila um islenzk málefni. Sambandsþing U. M. F. í. að jHvanneyri síðastliðið vor lét einróma í ljós þá ósk, að stofnað yrði lýðveldi á íslandi eigi síðar en 17. júní 1944. Það er þvi ljóst, að ungmennafélögin, sem heild, fagna

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.