Skinfaxi - 01.04.1944, Page 27
SKINFAXI
27
því, að á þessu ári gefst þjóðinni tækifæri, lil þess að
lullkomna sigurinn frá 1918.
iig trúi þvi og treysti, að stofnun lýðveldis á vori
komanda beri þjóðina i gæfuált. Líl ég svo á, að var-
hugavert sé að draga þá ráðslöfun til stríðsloka, þegar
þjóðirnar setjast á rökstóla og semja nýtt landabréf.
Heppilegra virðist, að þá fari íslendingar að öllu leyti
með eigin mál og liafi fengð stjórnskipulag silt viður-
kennt af sem flestum ríkjum. Sjálfs er höndin liollust.
En nú ríður á, að síðasta dagsverkið sé vel unnið.
Væntanleg þjóðaralkvæðagreiðsla verður að fara fram
með þeim liætti, að liún verði þjóðinni til fullrar sæmd-
ur. Enginn, sem reynast vill þjóð sinni trúr, má þá
gleyma baráttu hennar á liðnum öldum. Þá gefst tæki-
færi, til þess að knýta sigurkransinn yfir ævistörf og
fórnir hinna beztu landsins sona. |Úrslit þeirrar atkvæða-
greiðslu varða miklu um gæfu þjóðarinnar og virðingu.
Ungmennfélagar um land allt! Reynist nú sannir vor-
inenn. Vinnið að þvi að atkvæðagreiðslan verði sem al-
mennust og úrslitin á einn veg.
íslendingar mega ekki óttast, að sambandsþjóðin líti
á stofnun lýðveldis á íslandi fyrir stríðslok sem nokk-
urn andúðarvott í sinn garð, enda hníga að þvi engin
rök. Vér erum ekki að ganga á rétt sambandsþjóðar
vorrar. Að ræða um ódrengskap í þessu sambandi er
smekkleysa ein. Hér er aðeins um öryggis- og réttlætis-
ráðstöfun að ræða, sem vér getum eklci ællað, að sam-
bandsþjóð vor skilji ekki á réttan hátt.
Full ástæða er til þess að ætla, að lokauppgjör þessara
tveggja frændj)jóða verði, til þess að treysta vináttu-
böndin — því fyr, því betra.
Eilt er víst, að aldrei hefir íslenzka þjóðin borið blýrri
bug til sambandsþjóðar sinnar en einmitt nú. Hver
sannur Islendingur óskar þess af heilum hugj að danska
þjóðin losni sem fyrst undan þeim járnhæl, sem nú