Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1944, Page 34

Skinfaxi - 01.04.1944, Page 34
SKINFAXI 34 Kristján Eidjárn stud. mag.: Örnefnaskráning U. M. F. Oft er um það talað, að við lifum á öld mikilla breytinga, og er það hverju orði sannara. Við búum við annars konar menningu en afar okkar og ömmur. Verkmenning, sem þjóðin hefur unað við í þúsund ár, liefur skyndilega þokað fyrir niýjum starfsháttum, gamall, íslenzkur hugsun- arháttur hverfur með hin- um gömlu lifnaðarháttum, og börnin nema aðrar sög- ur og önnur ljóð en áður var. Við köllum brejding- arnar framíarir, erum upp með okkur af þeim og skiljum, að fyrir þær verðum við að fórna miklu áf hinum gamla arfi. En það er ekki sársaukalaust, og við lítum með eftirsjá til hinna fornu liátla, sem við liöfum horfið frá. Þá gerir þörfin og löngunin lil að halda gömlum minjum til haga vart við sig. Á undan ganga safnarar, oft kallaðir sérvitring- ár, en jafnan velgerðamcnn þjóðarinnar, þegar frá tíður. Það var mikil framför, þegar pappír varð algengur á 17. öld, því að þjóðin þurfti mikið að skrifa. Þá hættu menn að hirða um gamlar skinnbækur, og eyðingin mikla vofði yfir þeim. Þá kom Árni Magnússon hand- ritunum til bjargar. Engin skinnpjatla var svo aum, að honum væri ekki að henni fengur, ef aðeins var á henni letur. Hann leitaði skinnbóka, hvar sem liann Kristián Eldjárn.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.