Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1944, Side 40

Skinfaxi - 01.04.1944, Side 40
40 SKINFAXI Guðmundur Ingi Kristjánsson: S tú í k a. I. Ég les hennar augu lwern einasta dag og æskunnar skýrslu þar fagna. Þar greini ég hjartans og hugarins brag og helzt, þegar varirnar þagna. Þar streymir í geislum hið lifandi lag og lind liinna reikulu sagna. Þótt óvíst sé margt, sem í auganu býr, og efinn í feimnina grefur, er trúnaður svipstundar heiður og hlýr, sem hiklausa tillitið gefur. Þar kgnnir sig þráin, sem kemur og flýr, en konan í blámanum sefur. II. í morgunsins rökkri hún fram hjá mér fer með flöktandi, bylgjaða loklm, og heimaofni tvistkjóllinn aðskorinn er við íslenzka, fölgráa sokka. En fas hennar alll og hvert fat, sem hún bcr, á frjálsan og laðandi þokka. Við lwersdagsins líf er hún létt yfir bráir, og leikur og alúð í svörum. Sem sólskin er röddin, en hláturinn hár er helgaður órórri kjörum. Þar lyfta sér hugarins hálftömdu þrár, svo heitar, — en lausar í förum.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.