Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1944, Síða 50

Skinfaxi - 01.04.1944, Síða 50
50 SKINFAXI þeim, er auðga fildu auda sinn, skerpa athygli sína og dómgreind. Skóli í þeirri merkingu hefur Eiðaskóli fyrst og fremst viljað vera nemöndum þeim, er hann hafa sótt og þeiss vegna talið það happ1, að vera laus við eril og eirðarleysi krossgatnanna. ffeiinavistarskól- ar í sveitum fyrir unglinga, óráðna og óharðnaða, vinna máske þjóðnýtast starf með þvi einu, að vera æskunni næði, tóm, á meSan hún er að leita að sjálfri sér, þrosk- ast til sjálfstæðrar liugsunar og ályktana i samræmi við eðli sitt og upplag og forða henni á þann veg undan slraumi og að verða handbendi skoðanabraskaranna, iiættulegustu skaðvalda hverrar þjóðar. VI. Eiðaskóli byrjar annan aldarfjórðunginn betur bú- inn að ytri skilyrðum en nokkru sinni fyr; væntanlega verður gifta hans söm og áður. Áskoranir hafa komið fram um það, að breyta skólanum í fullkominn gagn- fræðaskóla. Jafnvel er nú tekið að örla á þeirri skoðun, að á Eiðum eigi, með tíð og tíma, að koma menntaskóli fyrir Austurland. Hvað sem ofan á kann að verða í þessu efni, þá er eitt víst, að mildar framtiðarvonir eru nú bundnar við Eiða. Ungmenna- og íþróttasamband Aust- urlands telur þar heimili sitt; þar fara fram aðal íþrótta- leikir þess árlega. Fyrirhugað er stórt iþróttasvæði í nánd við skólann. Börn hvaðanæfa af Austurlandi dvelja þar við sundnám á hverju vori, og til mála hefur komið að reisa þar barnaskóla fyrir allstórt svæði á Fljótsdals- héraði. Árið 1927 var girt svæði nokkurt, skammt frá skólanum, þar sem með aðgæzlu mátti finna skógar- kræklur í grassverðinum. Viti menn! Friðunin hafði þau áhrif þegar í stað, að skógurinn spratt upp úr hverri laut og á hverri þúfu. Lífskraftur krældanna reyndist nógur til að upp af sprytti hinn þróttmesti skógur, ef þeim aðeins var séð næði til að vaxa. Sumstaðar eru þær orðnar aiS þriggja metra trjám.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.