Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1944, Page 58

Skinfaxi - 01.04.1944, Page 58
58 SKINFAXI og fjarlægðir svo geysilegar, að farskólar gátu heldur ekki komið að gagni. Það varð að taka uf/o rvia aðferð við kennsluna, eða láta heimilin um fræðslu barnanna. Fræslumálastjórnin gerði þá tilraunir með bréfa- skóla handa börnum í strjálbyggðustu héruðunum. og árangurinn varð ágætur. Margir liöfðu verið vantrúaðir á, að þess háttar aðferðir gætu gefizt vel, en sú varð þó raunin. Og enginn skyldi halda að sambandið milli nemenda og kennara í þessum bréfaskólum sé kalt og ópersónulegt. Reynslan liefur sýnt, að börnin taka oft ástfóstri við kennarana og verða himinlifandi, þegar þau fá bréfin, sem oft og einatt eru eina tilbreytnin í fásinninu. Námið verður þeim gleði en ekki þvingun. Á Norðurlöndum starfa margir lcunnir bréfaskólar, sem of langt yrði upp að telja. Einn þeirra er Bréfa- skóli sambands sænsku samvinnufélaganna, sem stofn- aður var fyrir um það bil 30 árurn. Góð samvinna liefur tekizt með lionum og menningar- og fræðslusambandi sænskra verkamanna, Arbetarnas bildningsförhund, sem gert hcfur mikið til eflingar alþýðufræðslunnni í Svíþjóð. I öllum löndum er kennsluaðferð bréfaskólanna hin sama. Það má segja, að hún sé enn á bernskuskeiði, séu eldri kennsluaðferðir teknar til samanburðar, en bréfa- skólarnir hafa náð undraverðum árangri og aðferð þeirra stendur sjálfsagt til bóta. Framfarir í tækni á 19. öld leiddu óbeinlínis til stofnunar bréfaskóla eða gerðu þeim auðið að starfa, og þeir eiga eflaust eftir að nota sér betur en þegar hefur verið gert þær nýjungar, sem 20. öldin hefur að bjóða á því sviði. Nú þegar veit- ir útvarpið þeim mikilvæga aðstoð, og þegar sjón- varp verður komið í hvers manns eigu, má vænta mik- illa framfara í starfi þeirra. Samhand islenzlíra samvinnufélaga stofnaði bréfa- skóla, eða réttara sagt vísi að bréfaslcóla, liaustið 1940 og Jiefur rekið hann síðan og bætt við námsgreinum frá

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.