Skinfaxi - 01.04.1944, Page 61
61
SKINFAXI
/fiffwm
Þorsteinn Einarsson:
IÞROTTAÞATTUR V.
Þrístökk.
Keppni i þvi hver kemst lengst í þremur stökkum, hoppum
eða skre/um er gamal kunn íþrótt, sem varðveitzt liefir
meðal Islendinga allt fram á þennan dag. Að vísu var nokkuð
mismunandi hvernig íþróttin var framkvæmd og er Englend-
ingar tóku þessa iþrótt inn á lista frjálsra íþrótta, þá nefndu
þeir hana: „Hop-step-and-jump“, á íslenzku hopp-skref og
stökk. Með þessu nafni hugðust þeir að aðgreina íþróttina
frá öðrum þríhoppum eða þrístökkum.
Við íslendingar liöfum skírt íþróttina þrístökk og cr það
sannnefni, frekar en hið enska heiti, því að í]oróttin er, eins
og síðar mun greint frá, þrjú greinileg stökk, þó að vísu
hið fyrsta sé framkvæmt sem „hopp“ af sama fæti á sama
fót, hið næsta virðist tröllslegt skref af öðrum fæti á hinn
og hið siðasta stökk af öðrum fæti á háða. Skilgreiningin er:
„Iðkandinn lendir eftir fyrsta stökkið á sama fæti og hann
tók sig upp af, en lendir eftir annað stökkið á gagnstæðum
fæti við þann, er hann tók sig upp af og lendir eftir þriðja
stökkið á báða fætur.“
Þrátt fyrir að mismunandi skoðanir séu uppi um hlutföll
lengdar hvers stökks við hin, þá er eitt víst, að hver iðkandi
verður að temja sér frá byrjun viss hlutföll í stökkunum.
Finnar, sem mega teljast ganga næst Japönum í afrekum