Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1944, Side 65

Skinfaxi - 01.04.1944, Side 65
SKINFAXI 65 þess aö létta þunganum af stökkfætinum og hægri fæti er lyft hornbognum um hné í mjaðmar hæS, til þess að lyfta undir mjaðmirnar. Nú er spyrnt fra jörðu og stökkvarinn svífur upp og áfram. Hægri fóturinn hefir lokið hlutverki sínu í fráspyrnunni og hann fellur úr mjaðmarhæðinni niður og aftur, en vinstri fæti er sveiflað (færður) fram, til ])ess að ljúka fyrsta stökk- inu. Yið lendingu snertir tábergið völlinn og það er gefið cftir í hnénu, til þess að undirbúa frúspyrnu til næsta stökks. Engin eftirgjöf má verða i mjöðmum né hæl. Eftirgjöfin í hnénu er mikilsvæg, til þess að fyrirbyggja harkalega lendingu, sem getur skapað likamleg' óþægindi og verið hemill á hraða og reiprennandi samtengingu stökkanna. Likamsþunginn — þungamiðjan — verður að hvila lóðrétt yfir undirstöðufletinum (táberginu) áður en fráspyrna til næsta stökks hefst. Til þess að hraðinn tapist ekki er vinstri armi sveiflað hátt fram á við um leið og hægra hné er lyft hornbognu í mjaðmarhæð, til þess að létta fráspyrnu vinstri fótar. Fráspyrnu vinstri fótar ú ekki að vera lokið — eða rétting hnébeygju vinstri fótar — fyrr en þunga-miðjan er komin 7%—15 cm fram yfir veltiás (táberg) fótarins. Þegar mið- eða öðru stökkinu lýkur lendir hægri fóturinn i völlinn samtímis með hæl og táberg. Eftir að hafa stigið niður hæl og tábergi, spyrnir stökkv- arinn sér til hins síðasta stökks með þvi að rétta úr hné- beygju hægri fótar, og léttir undir með spyrnunni með þvi að lyfta örmum fram og upp og lyfta vinstra hné yfir mjaðm- ar hæð. Hægra hné er svo lyft með kröftugri lyftu upp i hæð við vinsira hné, til þess að framkalla enn meiri lyftu mjaðmanna. Þegar hæsta punkti í svifbraut stökksins er náð, falla armarnir niður og aftur með síðum og fæturnir rétt- ast fram og i þvi að stökkvarinn lendir sveiflast armarnir kröftuglega fram. Atriði varðandi þrístökk, sem nauðsynlegt er að hafa ríkt !’ huga: 1. Fyrsta stökkið hóflegt, til þess að geta lialdið hinum réttu hlutföllum í stökkunum hvcrs til annars. 2. Miðstökkið er ekkert tröllslegt skref, en stökk. 3. Gefa eftir i hné þess fótar, sem lent er á. 4. Jafnvægið sé öruggt. Bolurinn reistur frá þvi að spyrnt er til hins fyrsta stökks, þar til hann fellur áfram eftir að hæsta punkti í svifbraut seinasta stökksins er náð. 5. Hraðinn í tillilaupinu sé jafnt vaxandi en ekki meiri en 5

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.