Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1944, Page 66

Skinfaxi - 01.04.1944, Page 66
66 SKINFAXI svo að stökkvarinn geti haft vald á spyrnu og lyftu. 6. Mjaðmirnai' lvftist ineð kröftugum hnélyftum sveiflufót- ar í fráspyrnu til hvers stökks og holur stökkvarans má aldrei bogna. 7. Líkami stökkvarans sé mjúkur við lendingu fótar, að loknu hverju stökki. „Sú spurning er mikið rædd, hvort sé hagkvæmara að taka sig upp af hinum betra fæti (stökkfæti) í fyrsta og annað stökkið eða geyma hann þar tii í uppstökkinu í seinasta stökkið. Margar stoðir renna undir það álit. að iðkandi, sem vanur cr t. d. að stökkva af hægra fæti, spyrni sér til stökks bæði í fyrsta og annað stökkið af hægra fæti. Samkvæmt kenningu og reynslu Japananna, sem náð hafa beztum árangri, er inikilvægi fyrsta stökksins litlu minna en liins síðasta. (í töl- um 19:21). Iðkandinn er liklegri, til þess að hafa betra vald á sér og jafnvægi í fyrsta og öðru stökki með því að spyrna frá með hetri fæti, og með því undirbúa betri að- stöðu fyrir uppstökk í þriðja stökkið. Beiting betri fótar er öruggari og því frekar líkur, til þess að hin réttu hlutföll haldist. Þessi skoðun mín er ekki sett hér fram, til þess að verða tekin sem endanlegur árangur af tilraunum. Hver þjálfari og iðkandi verður að gera sínar tilraunir og sannfærast um livað honum fellur sjálfum bezt.“ (F. A. M. Webster). Hvernig er bezl afí æfa þristökk? Til þess að stytta lýsinguna skulum við ganga út frá, að iðkandinn, sem talað er um, stökkvi í fyrsta stökkið af vinstra fæti, lcndi á vinstri aftur, stökkvi af vinstri fæti og lendi á hægra fæti og stökkvi af honum þriðja stökkið og lendi að lokum á háða fætur. Mjúkur grasvöllur er bezta æfingasvæðið meðan verið er að kenna byrjendum fyrstu atriði þrístökks. Uppstökksstað- urinn cr greinilega merktur og auk ]>ess eru markaðar þrjár línur samsíða uppstökkslínunni. Innbvrðis fjarlægð jiessara lína skyldi vera: (miðað við fet, ]iví að sá mælikvarði auð- veldar allar mælingar). 5 : 3% : 5. Iðkandinn tekur sér stöðu við uppstökkslínuna í fyrsta stökkið. Tærnar við línuna og hnefa breidd milli fóta. Æfingin er i því fólgin að stökkva jafnfætis upp af hverju striki og snerta livcrt strik með báðum fótum. Eftir 10 umferðir eru merkin afmáð og önnur

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.