Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1945, Page 59

Skinfaxi - 01.04.1945, Page 59
SKINFAXI 59 Skrefin eru l(i. Þessi aSferö er sniðin fyrir þann snarpa, sem þárf fæst slcref lil þess að ná æskilegum hraða. Athygli skal vakin á því, að uppstökksstaðurinn færist aftur við það að ráin hækkar. 2...2+6-1-8 skref: (sjá 3. mynd II). í þessum flokki eru 2 hlaupskref milli 3. merkis og þess 2., en þá sex hlaupskref milli 2. og 1. og frá 1. merki að uppstökksstað 8 hlaupskref. Fjöldi atrennuskrefa er l(i. Þessi tilhlaupsaðferð er talin henta meðalmenninu. 3. 3+6+10 skref: (sjá 3. mynd III). Milli 3., 2. og 1. er sami lllaupskrefafjöldi og í 2. flokki, en frá merki 1 og að upp- stökksstað eru 10 hlaupskref. Atrennuskrefin eru 18. Sá seini þarf lengsta atrennu til þess að ná æskilegum hraða og svifaseinum stökkvurum þvi ráðlögð þessi tilhugun merk- ingar. „Hvaða tilhögun er bezt fyrir mig að nota?“ spyr byrjand- inn. Svarið verður eilthvað á þá leið, að það sé komið undir ötulleika hans, hve mörg hlaupskref hann þurfi (il þess að vera búinn að ná æskilegum hraða með slökkstöngina í hönd- um, þegar stökkfóturinn stígur á uppstökksstaðinn og stöng- inni stungið (eða rennt) í stokkinn. (7. mynd). III. Stöngin í stokkinn: Þegar stökkvarinn hefur náð æskilegum liraða, þá lætur hann fremri enda stangarinnar falla i hið V-laga trog. Við gafl trogsins eða neðst i troginu — er hafður sandur, sag eða spænir, til þess að draga úr við- náminu og fyrirbyggja það, að stöngin skripli. Sumir kenna stökkvurunum að renna stangarendanum niður botn trogsins, þar til hann nemur við gafl þess, en aðrir Itelja þessa aðferð ó- skynsamlega, og þeir, sem beiti henni, eigi á hættu, að stöngin hoppi og jafnvægið verði eldci eins öruggt. Aftur á móti eru aðrir, sem kenna stökkvurum að hitta i sandinn í troginu þannig, að stangarendinn snerti ekki botn þess, en nemi staðar í krikanum milli botns og gafls. Góðir stökkmenn eru itil, sem setja bréfmiða í sandinn, þar sem þeir ætla að stinga stangarendanum, svo að hann hitti í krikann. Til eru aðallega tvær aðferðir til þess að beita við fellingu stangarinnar til stökks. Þær eru í samræmi við hinar tvær aðferðir við að bera stöngina. Sú fyrri — og eldri, — sem tilheyrir þeirri aðferð, þegar stangarendinn veit hátt. Fellingin á að fara fram meðan stökkvarinn hleypur seinustu 3 atrennu- skrefin. Þegar hægra fæti er stigið niður til þess að taka þriðja síðasta skrefið, þá tekur hægri höndin að færa stöngina fram

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.