Skinfaxi - 01.11.1946, Blaðsíða 10
62
SKINFAXI
ast við að flytja þriggja daga gamla súrmjólk sína á
mjólkurmarkaðinn til að bæta sér upp, hve yfirfullur
kjötmarkaðurinn er.
Sölufyrirkomulag landbúnaðarvara hér á landi er
enn i því horfi, að ekki getur verið til frambúðar. Víð-
ast annast kaupfélög og mjólkursamlög dreifingu og
meðhöndlan vörunnar, og neytandinn hefur ekkert um
hana að segja nema sem einstaklingur, sem annað hvort
verður að kaupa eða ekki, og í rauninni hefur hann
ekki það val einu sinni, þvi að vöruna verður hann að
fá. Sökum þess að kaupfélög hér á landi skoða sig vegna
uppruna sins fyrst og fremst umbjóðendur framleið-
endanna, komast kröfur neytandans um vöruvöndun
mjög litið á framfæri, og sóðaskapur i meðferð kjöts í
sláturhúsum virðist liafa farið aftur í vöxt, síðan farið
var að selja það að mestu leyti innan lands. Meðferð
mjólkur i mjólkurbúðum er heldur ekki enn komin i
gott lag.
Sökum þessa fyrirkomulags á sölu landbúnaðarvör-
unnar ríkir sífelld tortryggni milli framleiðandans og
neytandans, háðum til tjóns, en hvorugum til sæmdar.
Þetta ætti að vera auðvelt að laga:
Landinu sé skipt í ákveðin markaðssvæði eftir fram-
leiðslu- og markaðsskilyrðum. Á hverju markaðssvæði
starfi tvö kaupfélög: framleiðendafélag og neytenda-
félag, sem vera skulu samningsaðiljar um landbúnaðar-
vöruna. Neytendafélagið kaupi fé á fæti til niðurlags
ákveðnu staðgreiðsluverði, sömuleiðis mjólkina óunna
við stöðvarvegg.
Við þetla vinnst fyrst og fremst tvennt: Bændur fá
vöru sína greidda ákveðnu verði jafnóðum og vita þá
að hverju er gengið, í stað þess, að með núverandi fyrir-
komulagi fá þeir í bezta falli a. m. k. kjötið fyrst greitt
eftir árið. Hins vegar kemur það í lilut neytendanna að
sjá um vinnslu og dreifingu vörunnar, en þeir leggja
auðvitað af hagkvæmnissökum kapp á að gera þann